Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1960, Side 20

Símablaðið - 01.01.1960, Side 20
III. Starfsmannaskipti. Landsfundurinn skorar á símamálastjórnina að gera ráðstafanir til þess, að komið verði á almennum starfs- mannaskiptum hjá þeim deildum þar sem því verður við komið, og enn fremur að starfsfólki í öðrum deild- um verði gefinn kostur á að kynna sér hliðstæð störf erlendis. IV. Fundurinn leggur áherzlu á, að símamálastjórnin hafi náið samstarf við F. í. S. um framkvæmd þessara mála, og beinir þeim tilmælum til framkvæmdastjórnar félags- ins, að fylgja þessum tillögum fast eftir, því vegna hinn- ar síauknu tækniþróunar er það orðið brýn nauðsyn, að eitthvað raunhæft sé gert í þessu máli. V. Símablaðið. 5. Landsfundur F. í. S. telur, að rétt sé að gefa Síma- blaðið áfram út í því formi, sem hingað til hefur verið, það er, að fyrst og fremst verði það málgagn símastétt- arinnar í hagsmunabaráttu hennar. Með tilliti til þess, að félagsmenn eru dreifðir út um allt land og blaðið þarafleiðandi ómetanlegur tengi- liður milli félaganna innbyrðis, þá telur fundurinn að tvímælalaust eigi að auka útgáfuna; annað væri spor í öfuga átt. Landsfundurinn vill beina þeim tilmælum til þeirra fulltrúa utan af landi, sem hér eru staddir, að þeir, hver í sinni deild vinni að því, með efnisútvegun o. f 1., að blaðið verði lífrænni tengiliður milli hinna dreifðu félaga. Einnig hafi blaðstjórnin heimild til að skipa fréttaritara í hverri deild félagsins. dragast á langinn. Þetta fanst þeim gamla nokkuð skrítin pólitík. En aftur á móti fanst mér hans pólitík skrítnari: að álíta að við opinberir starfs- menn ættum að vera öðrum stéttum þakklátir fyrir að standa í barátunni fyrir okk- ur. En líklega hefur sá gamli sagt þetta í góðri meiningu, því hann vissi sem var, að samkv. lögum, hafa opinberir starfsm. engan verkfallsrétt og það þótti honum víst aum- ast af öllu aumu. Síðasti landsfundur síma- manna gerði tillögu um að fá aflétt þessum lögum og er það mikil sanngirniskrafa, því hvernig getur það staðist, að jafn fjölmenn stétt sem opin- berir stafsm. eru, standi verr að vigi, hvað verkfallsréttinn snertir, enn t.d. nokkrir mjólk- urfræðingar eða 10 þernur á sjó. Það er sannarlega niðurlægj- andi fyrir stéttina að hafa ekki þennan rétt. Opinberum starfsm. sviður það og það særir metnað þeirra að þeim skuli ekki vera trúað fyrir þeirri ábyrgð, sem hvílir á þeim, er njóta þessa réttar. Þeir vilja fá að sýna, að þeim er trúandi fyrir honum. Ábyrgðartilfinning opinb. starfsm. er ekki minni enn annara stétta í þjóðfélaginu. Og allur fjöldi þeirra heimtar áreiðanlega ekki þennan rétt til að beita honum í tíma og ótíma. — í því efni má lög- gjafinn ekki láta blekkjast af stóryrðum angurgapa. Við krefjumst afnáms verkfalls- laganna alræmdu af því að með gildi þeirra sýnir þjóðfé- lagið okkur óverðskuldað van- traust. H. Hallss. ★ Atómöld: „Afi, af hverju færðu þér ekki heyrnartæki?“ „Þarf þess ekki, drengur minn. Ég heyri meir en ég fæ skilið.“ ★ GÁTA eftir Kristleif Þor- steinsson á Stóra-Kroppi. Einfætling ég úti sá ei til ferða laginn. Báðum öxlum ber hann á Bull og ragn á daginn. S í M A B LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.