Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1960, Side 23

Símablaðið - 01.01.1960, Side 23
Kaffi og vín eru öðlingsdrykkir, hver á sína vísu, enda mikið notað. Það er því ekki úr vegi að kynna sér örlítið áhrif þeirra á heilann. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að ef mikið blóðmagn berst til heilans, þá er hann síður á verði, hann verður sljórri og ekki eins framtakssamur. Vitað er að vínandi eykur blóðmagnið til heilans. Aftur á móti hefur kaffið þau áhrif, að blóðmagnið minnkar og við það skerpist heila- starfsemin. Þetta kemur alveg heim við rannsóknir, sem hafa verið gerðar á vinnustöðum í sambandi við kaffihlé og áhrif þeirra. Þær leiddu í ljós, að á þeim vinnustöðum, þar sem kaffihlé voru gefin, jukust vinnuafköstin, mórallinn var yfirleitt betri og þar var hlutfallslega minna um slys. Það er mikilsverður eiginleiki að vera góður áheyrandi og þann eiginleika er hægt að þjálfa. Að jafnaði talar maðurinn með 125 orða hraða á mínútu. Aftur á móti hugsa flest okkar með fjórum sinnum meiri hraða, og þann hraða er ómögulegt að minnka. Við höfum því tíma sem svarar um 400 orðum á mínútu til að lála hugann reika, þegar við hlustum á mælt mál. Galdurinn er sá að nota þennan tíma rétt. í fáum orðum sagt Vitsmunir eiga ekkert skilt við raunverulega stærð heilans, heldur við hlutfallið milli hans og líkams- þyngdarinnar Til dæmis hefur fíllinn fjórum sinnum stærri heila en maðurinn, en líkams^iyngd hans er aftur á móti 46 sinnum meiri en mannsins. Það getur vel verið að okk- ur takist að komast til tungls- ins því það er ekki svo ýkja mikil fjarlægð. Mestu og erf- iðustu fjarlægðirnar, sem við þurfum að yfirvinna, liggja meðal okkar sjálfra. Charles de Gaulle. Við munum það öll, þegar við vorum að læra tungumál, að ef okkur vantaði þýðingu á orði, þá leituðum við í orðasafninu aftast í bókinni. — Nú er öldin önnur. í nýjustu tungumála- kennslubókinni fyrir hinn enskumælandi heim, er enska þýð- ingin prentuð með örsmáu letri yfir hvert hinna erlendu orða. Það er ekki hægt að lesa örsmáa letrið með berum aug- um, en auðveldlega með stækkunarglerinu, sem fylgir hverri bók. SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.