Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1960, Side 24

Símablaðið - 01.01.1960, Side 24
+Xf/r svipur Miklar breytingar hafa orð- ið undan farið á skipan hús- næðis og útliti þess í höfuð- stöðvum stofnunarinnar, Thorvaldsensstræti 4. Útvarpið er farið, og að vissu leyti saknar maður þess, þó vera þess í húsinu hafi þrengt að símanum. Útvarpið hefur á að skipa starfsfólki, sem gott er að kynnast, fjölhæfu og mennt- uðu fólki, sem söknuður er að úr nágrenninu — og sambúð- in við það hefur alltaf verið hin bezta. Simablaðið óskar þessu starfsfólki til hamingju með betri og vistlegri húsakynni. En þegar útvarpið flutti var eins og skriða losnaði í hinu Jín Démauon : S J Á LF V I R K SÍMSTÖÐ I KEFLAVÍK Eins og öllu símafólki — raunar alþjóð — er í fersku minni, var opnuð sjálfvirk símastöð í Keflavík 2. janúar s.l. AU margt forustumanna í símamálum undir forustu Gunnlaugs Briem, póst- og símamálstjóra, voru komnir úr Reykjavík, til að framkvæma opnun hinnar nýju sjálfvirku afgreiðslu. Bæjarstjórn Keflavíkur, fulltrúum blaða og útvarps Var boðið að vera viðstaddir þessa at- höfn. Klukkan nákvæmlega 22 klippti póst- og símamála- stjóri á „lífstrenginn“ að hinni nýju stöð. Ekki verður ofsögum sagt af því lífi er færðist í alla þá dauðu hluti, er komið hafði verið fyrir í vélasal stöðvarinnar af íslenzkum og sænskum símvirkjum, undir stjórn Þor- varðar Jónssonar, verkfræðings og B. Hernike, verkfræð- ings, sem unnu að sjálfsögðu undir yfirstjórn verkfræð- ingadeildar landssímans. Þrátt fyrir tilmæli til Keflvískra símanotenda um að fara gætilega í sakirnar og hringja lítið fyrstu klukku- stundina virtust nú allir þurfa að hringja, og kliðurinn í starfandi vélum jókst stöðugt og varð að hávaða svo varla varð samtals fært þar inni. Þó lét þessi einkenni- lega músík vel í eyrum. Hún var vottur um fögnuð Kefl- víkinga yfir þessum stórmerka áfanga, sem náðst hafði í þróun símamála hér syðra. Þegar nánar er að gáð verður manni líka ljóst, að þessi stund var önnur stærsta stund- in í sögu Keflavíkurbæjar — næst á eftir þeim tímamót- um fyr.ir 12 árum, er Keflavík var breytt úr þorpi í bæ. Og í raun og veru er þó símakerfið miklu mikilvægara, því að það virkar bæði sem æða- og taugakerfi í líkama okkar litla byggðarlags. Þar sem síminn er jafn almennt tæki og hér, verður hann atriði og hjálparmeðal í svo til hverri einustu hræringu í bænum — hvort heldur hún er andlegs eða veraldlegs eðlis. Síminn eykur hraðann og lífið í viðskipta- og atvinnulífi bæjarins, á gleði- og sorgarstundum færir hann borgarana nær hvor öðrum, — síminn leggur til þjónustu, skapar öryggi og kjark með nálægð sinni. Áður en póst- og símamálastjóri opnaði stöðina flutti hann ræðu. Hann sagði frá tildrögum og undirbúningi að byggingu stöðvarinnar, frá framkvæmdum öllum við

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.