Símablaðið - 01.01.1960, Qupperneq 30
launastéttir í landinu hafa
fengið á meðan við höfum
staðið í stað og tæplega það.
Hinar almennu launastéttir
hafa nú lausa samninga, þess
vegna þurfum við einnig að
vera vel á verði og viðbúnir
ef á þarf að halda. — Starfs-
reglunefnd F.f.S. þarf að
vinna skjótt að endurbótum á
starfsmannareglum, til sam-
ræmis við það, sem nú gildir
í þjóðfélaginu. — Þ. Ó.
□ REINARGERÐ FRÁ
Pöntunarfélagi
símamanna
Aðalfundur Pöntunarfélags-
ins samþykkti eftirfarandi til-
lögu frá stjórn félagsins:
„Aðalfundur Pöntunarfélags
símamanna, haldinn 28. marz
í fundarsalnum í Landssíma-
húsinu, leggur til, að starf-
semi félagsins verði hætt og
stjórn þess falið að selja
vörulager félagsins og að höf-
uðstóllinn verði geymdur í
Lánasjóði símamanna þar til
starfssemin kann að verða
hafin að nýju.“
Rök stjórnarinnar fyrir
þessari ráðstöfun voru þessi:
1) Undanfarin ár hefur um-
setning félagsins farið sí
minnkandi ár frá ári. Það sýn-
ir að áhugi fyrir því að verzla
við félagið fer minnkandi.
Minnkandi umsetning leiðir aí
sér hærri álagningu, því fasti
kostnaðurinn, svo sem laun
og húsaleiga, helzt óbreyttur,
og dreifist á færri vörueining-
ar við minnkandi sölu.
2) Með breyttu fyrirkomu-
lagi á útborgun mánaðar-
launa lengdist gjaldfrestur sá,
um tilfellum virðist svo sem símastjórnina skorti ekki
fé til að greiða mönnum í vinnulaun — þó reyndar allt
önnur hlið sé upp á teningnum þegar F.Í.S. fer fram á
eitthvað fyrir meðlimi sína.
En því ber ekki að neita, að stjórn símans hitti nagl-
ann á höfuðið, þegar hún taldi, að 53% til 71% hærri
laun en við félagsmenn í F.Í.S. höfum séu sem næst
mannsæmandi kjör.
★ ★ ★
Útlendingar, sem vinna hér á landi eiga ekki að hafa
hærri laun en Islendingar við sömu störf.
Á síðastliðnu ári voru fengnir hingað til lands nokkrir
Svíar, vegna uppsetningar sjálfvirku stöðvarinnar í
Keflavík. Það voru einn símfræðingur og þrír tenginga-
menn Það var vakið máls á þessari ráðstöfun hér í Síma-
blaðinu og þar m. a. bent á, að ráðlegra hefði verið að
senda íslenzka símvirkja utan til þess að kynna sér um-
rædda stöð. Greinarhöfundur vonaðist hálfpartinn eftdr
að okkur símamönnum væri gefin skýring á þessari ráð-
stöfun hér í Símablaðinu, þar sem okkur væri ef til vill
sýnt fram á, að ódýrara væri að hafa umrædda útlend-
inga hér á landi, heldur en t. d. að gefa íslenzkum sím-
virkjum kost á að mennta sig, til þess að annast uppsetn-
ingu slíkra stöðva. Einnig hefði verið gaman að heyra
það sett saman, að hagkvæmast væri að fá útlendinga til
þess að setja upp símastöðvar á íslandi — og svo væri
ágætt að fá íslenzkum símvirkjum þær til vörzlu.
Fyrir gengisfellingu nam kostnaður við dvöl hvers
Svía hér á landi, eftir því sem bezt verður vitað, krónur
18,000,00 á mánuði á meðan laun ísl. símvirkja var nál.
5000 krónur á mán. Nú hefur þessi munur aukizt enn
meir. — Það má kannske geta þess svona þessu til árétt-
ingar, að íslenzk stjórnarvöld hafa lýst því nýverið yfir,
að útlendingar ættu ekki að hafa hærri laun en íslend-
ingar, er þeir vinna sömu vinnu hér á landi. En þetta var
gert, þegar færeyskir sjómenn voru að reyna að rétta
hlut sinn hér heima.
★ ★ ★
Þú yetur Iwrt eS /ih riti beryu
Á síðastliðnum vetri var sett á stofn námskeið hjá
Símanum fyrir þá símvirkja, sem vildu kynna sér hina
nýju gerð af sænskum stöðvum. Á námskeiðinu mættu
upphaflega margir símvirkjar, og virtist almennur áhugi
hjá stéttinni. En Adam var ekki lengi í Paradís. Það kom
SÍMABLAÐIÐ