Símablaðið - 01.01.1960, Page 34
C/ U7 ? {/777? {
jPáttu
cjnr
UNGA FÚLKIÐ
RITSTJDRN: NDKKRIR UNGIR SÍMAMENN
Á því 45 ára tímabili, sem
Símablaðið liefur komið út,
hefur oft verið um það deilt,
og- mörgimi sinnum hafa ver-
ið uppi raddir um það, að bezt
væri að hætta útgáfunni, þar
sem svo fáir læsu blaðið, en
sem betur fer, hefur það ekki
orðið. Það er nú svo, að í
Símablaðinu liafa verið rædd
flest, ef ekki öll helztu hags-
mundamál félagsmanna og
fyrsti vísirinn að lánasjöði
okkar varð þar til.
Eflaust hafa mjög mörg
önnur hagsmunamál okkar átt
upptök sín þar, ef svo má að
orði komast, og er það eðli-
legt, og til þess er blaðið. Hitt
er svo annað mál, að skemmti-
efni sliks blaðs er ekki eins
mikið og fjölbreytt og ýms-
ir óska, kemur þar margt
til. Sennilega hefur kostnað-
arhliðin ráðið þar miklu uni,
einnig það, að hlutverk blaðs-
ins hefur ekki verið að sjá
lesendum sínum fyrir
skemmtiefni, heldur að vera
tengiliður hins dreifða síma-
fólks á sviði hagsmunamála
og félagsmála. í seinni tíð hef-
ur þó verið heldur meira um
léttara efni, þó mun fjöldinn
vera á þeirri skoðun, að betur
megi gera, sem er rétt, og
segja má að krafan sé gott og
vandað blað, með fjölbreyttu
efni, þó skulu félagsmálin
skipa sinn sess. Sjóðir félags-
ins standa undir umfram-
kostnaði eins og verið hefur.
Já það er ekki erfitt að gera
kröfur, en til þess þurfum við
að láta eitthvað í staðinn, og
segja má, að það bezta, sem
hægt er að láta Símablaðinu
í té, sé áhugi fyrir efni
blaðsins, áhugi fyrir því, sem
þar er skrifað og ef blaðið er
f jölbreytt, þá hlýtur eitthvað
af því, sem þar er skrifað að
vekja áhuga, það mikinn á-
huga, að menn eyði kvöld-
stund i það að teikna og
skrifa um eitthvað, sem þar
er rætt, eða þarf að ræða.
l>egar svo er komið, þá er
blaðinu borgið, og við skulum
minnast þess, að við getum
mikið, ef við viljum.
Ennfremur má geta þess,
að það er ekki aðalatriði að
greinar séu stílaðar fulikom-
lega, heldur hitt, að góðar
hugdettur komist í hendur
ritstjórnarinnar, sem þá pól-
erar þær, ef með þarf. Sem
sagt: Iítið í ykkar eigin barm,
þegar þið eruð með vandlæt-
ingarsemi út í blaðið, og
verið þið stolt yfir því, að
stétt ykkar hefur í 45 ár hald-
ið úti sliku málgagni, sem í
mörgu stendur framar sams
konar stéttarblöðum ná-
granna þjóðanna. — V. V.
★
Símafólkið skemmtir sér
víðar en í Reykjavík. Einkum
fara sögur af því að það kunni
þá list á Akureyri. Það sýna
lika þessar þrjár myndir, tekn
ar á einni skemmtun þess. Á
fyrstu myndinni sjást tveir
simamenn á „senunni", — á
næstu mynd er Jóhanna Eli-
asdóttir að heiðra Pál Bjarna-
son fyrir það, að hann skuli
vera til — og þriðja myndin
er af náttfatatízkusýningu,
sem var eitt skemmtiatriði. —
Lengra út í skemmtiatriðin
26
SÍMABLAÐIÐ
þorði myndasmiður og frétta-
ritari blaðsins ekki að hætta
sér.