Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.09.1962, Page 47

Símablaðið - 01.09.1962, Page 47
• ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• •^••••••••••••o393e«ee i) LÉTTARA HJAL Tala þú fyrst, bróðir. Tveir bræður á afskekktu býli gerðu sér ferð á síma- stöð nokkru eftir að fyrsta simastöðin var opnuð 1906. Vildu þeir, eins og aðrir, hafa komizt í snertingu við þetta undraverk heimsmenningar- innar. Þeir pöntuðu samtal við kunningja á Seyðisfirði. En er sambandið kom, hafði hvor- ugur kjark til að verða fyrri til að tala. „Tala þú fyrst, bróðir,“ sagði sá yngri. „Þú ert veraldarvan- ari.“ „Nei, tala þú fyrst, þú ert lægnari á svona tól en ég.“ „Nei, bróðir, tala þú fyrst.“ „Nei, — fyrst þú.“ Þegar símastúlkunni hafði loks tekizt að telja þann eldri á að byrja, — og hann réttist allur úr kútnum, þreif hinn tólið af honum og þrumaði: „Ég get líka.“ — Og þegar þeir svo riðu gæð- ingum sínum heim á leið, voru þar engir smá heimsborgarar á ferð. Síðasta þing B.S.B.B. var nokkru risminna 5 ljóðagerð- inni en fyrri þing, og hefði þó sá glímuskjálfti, sem und- ir niðri bjó, átt að vera skop- gjörnimi skáldum gott yrkis- efni. Ásgarður og Símablaðið hafa deilt afrakstrinum milli sín. — . .Hér er lítil mynd af þing- inu: Meðan berjast bak við tjöld beztu menn um liefð og völd, lætur hinu.ni ljóð í té Lúðvíg okkar gamli, C. * Hátalari var í ræðusal, en virtist ófús á að flytja speki sumra ræðumanna, en rak oft upp rokur miklar og dónaleg hljóð. Varð þá einum fundar- manni að orði: Hætt er við að heyrnartjón hljóti menn af þessum són. Vart má telja þarfan þjón þennan grefils .míkrófón. * Félag Ijósmæðra var tekið inn í Bandalagið, en nokkuð um það karpað. Stefán Jóns- son skáld varpaði þá fram visu, sem gaf í skyn, að hon- rnn sýndist hér ekki mikil þörf á ljósmæðrum, er hann liti yfir salinn. Valborg tók upp þykkjuna og svaraði: Meðan lífið lék við mig, ljósniæðra ég þekkti störf. En — væru aðrir á við þig ekki væri stéttin þörf. Mamma: „Hvað ertu að gera þama inni i stofunni, Gunna mín?“ Gunna: „Ekkert." Mamma: „En hvað er hún Setta að gera?“ Gunna: „Hún er að hjálpa mér.“ * Konan: „Þegar ég hugsa um pelsinn, sem þú ætlar að gefa mér, fer ylur um mig alla.“ Eiginmaðurinn: „En þegar ég hugsa um að ég verð að greiða hann, rennur mér kalt vatn milli skinns og hörunds." * Sigríður (40 ára): „Svei mér þá, ef hann Jói er ekki farinn að líta mig hýru auga.“ Guðrún (20 ára): „Því trúi ég vel, — hann er fornfræð- ingur og forngripasafnari.“ * Presturinn: „Hefurðu lesið bréf Páls postula til Korintu- borgarmanna?" Drengurinn: „Nei, ég hnýs- ist aldrei í annara manna bréf.“ * Læknirinn: „Hvar finnið þér til í fætinum, prófessor?" Prófessorinn (kennari i landafræði): „Lítið eitt norð- ur af stórutánni." SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.