Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 Fréttir DV VHS og DVD Svarthöfði Svarthöfði hefur alltaf verið unn- andi íslenskrar tungu og vill veg hennar sem mestan. Hann deilir því áhyggjum með vinstrisinnuðum magisterum sem óttast að íslend- ingar verði hættir að tala íslensku eftir hundrað ár. Þá verður slæmt að vera íslend- ingur. En það er svo sem ekki skrýtið að íslenskunni hraki og hún sé á und- anhaldi. Síðast í DV í gær sá Svart- höfði að VHS-spólan væri dauð og DVD hefði tekið yfir. Reyndar veit Svarthöfði að DV þýðir Dagblaðið/- Vísir en hefur hins vegar ekki græn- an grun um hvað VHS þýðir né held- urDVD. Þegar heil þjóð er farin að tala og skrifa í skammstöfunum er ekki nema von að illa fari. BSÍ, BSRB, HRL, HDL og AIDS eru allt skammstafanir sem Svarthöfði hefur lengst af haldið að væru kyn- sjúkdómar. Venja er fyrir því að skammstafa það sem ljótt er til að dylja hina réttu merkingu orðanna en minna má nú gagn gera. Ef íslendingar geta ekki nefnt hlutina Hasspar í varðhald Karl og kona á fertugs- aldri voru í gær úrskurðuð í viku gæsluvarðhald eftir að upp komst um stórfellda ræktun á kannabisplöntum í atvinnuhúsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrr í vikunni. Lögreglan í Reykjavík gerði upptækt gríðarlegt magn af vel þroskuðum kannabis- plöntum í húsnæðinu og í framhaldinu var fólkið handtekið. Plönturnar voru á bilinu 2-300 og er gæslu- varðhaldið vegna rann- sóknarhagsmuna. Veitan seld til Reykjavíkur Framsóknarmenn í bæj- arstjórn Mosfellsbæjar hafa lagt til að fráveitukerfi bæj- arins verði selt Orkuveitu Reykjavíkur. „Til framtíðar litið gæti verið hagkvæm- ara að fela Orkuveitu Reykjavíkur uppbyggingu og rekstur þess enda má telja að hagkvæmni stærð- arinnar geti skilað íbúum Mosfellsbæjar hagkvæmari rekstri til lengri tíma litið," segir í greinargerð fram- sóknarmanna sem meiri- hluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni hefur falið Ragnheiði Ríkharðsdóttur bæjarstjóra að skoða. Lónið stækkað sínum réttu nöfn- um glatast tungan fyrr en síðar. Þá sitj- um við hér uppi á eylandi við íshafs- rönd og skiptumst á skammstöfunum þegar við tjáum okk- ur hvert við annað. Hvers kona líf verður það? Hvernig ætla skáldin þá að yrkja? Hvað verður um bók- ina? Og hvernig tjá karlmenn ást sína á þeim konum sem hug- ur þeirra stendur til? Kannski með I Love You til að byrja með. En svo með skamm- stöfuninni ILY. Svona eins og gert er með SMS. SvaithöfOi Framkvæmdir eru hafn- ar við Bláa lómð - heilsu- lind en um er að ræða stækkun og endurhönnun á búnings- og baðaðstöðu lónsins þar sem gert er ráð fyrir að gestir fái aukið rými. Alls verður húsnæðið stækkað um 300 fermetra, eða tvöfaldað ffá því sem nú er. Þá verða gerðar breytingar á núverandi veitingasal og nýr 250 manna salur tekinn í notk- un auk þess sem verslun og aðstaða starfsmanna verð- ur stóraukin að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. i s c Ólafur Geir Jónsson var sviptur titli sínum sem Herra ísland í gærkvöldi. Elín Gestsdóttir eigandi keppninnar var afar ósátt við þátt Óla Geirs og bróður hans sem oftar en ekki sýndi brjóst og fyllerí. Jón Gunnlaugur Viggósson er nýr Herra ísland. Jón er sonur Viggós Sigurðssonar landsliðsþjálfara sem gerði jafntefli við Dani á sama tíma og Jón íé^ fréttirnar. Herra Island sviptur titlinum fvrir óregln „Þetta er bara kjaftæði og bull,“ segir Ólafur Geir Jónsson, fyrr- verandi herra ísland, eftir að hann var sviptur titiinum í gær- kvöldi. Elín Gestsdóttir eigandi Ungfrú ísland svipti Ólaf titlin- um vegna þess að hann væri ekki góð fyrirmynd. Jón Gunnlaug- ur Viggósson sem lenti í öðru sæti í keppninni tekur við titlinum en hann er einmitt sonur Viggós Sigurðssonar landliðsþjálfara. Er þetta í fyrsta sinn í sögu slíkrar keppni hér á landi sem einhver er sviptur titlinum. „Þetta er bara eitt stig fyrir pabba og eitt fyr- irmig." „Ég er ekki að gera neitt rangt af mér,“ segir Ólafur Geir á heimasíðu sinni um gagnrýni fegurðarsam- keppninnar á sínar hendur. Óli Geir segir að hann sé ekki fullur þegar hann geri þættina og geri ekkert sem hann megi ekki gera. Öli Geir var fyr- ir sviptinguna með miklar áhyggjur vegna þess að valið stóð á milli þess að breyta Splash þættinum eða af- sala sér titlinum en hann þurfti ekki að taka þá ákvörðun sjálfur að lok- um. Ekki góð fyrirmynd „Við sitjum bara uppi með hann,“ sagði Elín Gestsdóttir í viðtali sem birtist í Hér og Nú í vikunni. Þar sagðist í sjónvarpinu Óli 'iy Geirstjómarþættin- um Spiash ásamt bróðirsínum og mun að l/kindum einbeita sér aðþvlá sj næstunni. Hann sagði á heimasíðu sinni að titillinn og þátturinn væru eins og svart og hvítt. Eiín Gestsdóttir, eigandi keppninnar var ekkisáttviðlíf- erni Óla Geirs. sátt við villt liferni Óla Geirs og lét Elín þau orð falla að ef Óli Geir bryti alvarlega af sér þá myndi hann verða sviptur titlinum. Ekki er ljóst hvar nákvæmlega Óli braut af sér því í fréttatilkynningu sem Elín sendi stóð að hann væri ekld góð fyrirmynd né lifði nógu heilbrigðu og reglu- sömu lífí. hun ekki vera Svipti Óla Geir Elln Gestsdóttir, eigandi keppninnar Herra ísiand svipti Óla Geir titiinum I gær. Hún sagöi i viðtali við Hér og nú I vikunni að Óli Geir væri ekki góð fyrirmynd. Feðgarnir sigra „Þetta er bara eitt stig fyrir pabba og eitt fyrir mig," segir Jón Gunnlaugur Viggós- son nýkrýndur herra ís- land en þegar DV náði tali af honum var pabbi hans, Viggó Sigurðsson nýbúinn að gera jafntefli við Dan- mörku og græða eitt stig í kjölfarið. Jón Gunnlaugur segir að hann ætli að takast á við þessar skyldur og reyna að standa sig eftir besta megni. Jón segist ekki amast út í ákvörðun keppn- innar vegna sviptingar Óla Geirs og segir það alfarið ákvörðun keppninnar. vaiur@dv.is Herra ísland Jón Gunn- laugur Viggósson lenti í öðru sæti í Herra island keppninni en mun bera sprotann eftirað Óli Geir var sviptur titlinum. Kryndur Hér er Óli Geir nýkrýndur Herra Island árið 2005. Hann var sviptur titlinum í gærog segir sjálfur að svipting- in sébullog kjaftæði. Pabbinn Viggó Sigurðs- son landliðsþjálfari er fað ir nýja herra ísiands, Jóns Gunnlaugs Viggósonar. Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað alveg ótrúlega gott," segir Logi Geirsson, handboltakappi I Þýska- landi.„Ég er sáttur og glaður íÞýskalandi og sendi mina bestu drauma til lands- liðsins. Ég væri nú reyndar til að i vera þarna með þeim en það er ekki hægt að fá allt. Ég hugga mig við að það kemur mót eftir þetta mót."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.