Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 Fréttir DV Fleiri vilja brúa fjörðinn Áhugi virðist vera að skapast á Álftanesi fyrir tengingu með göngum og brú fyrir gangandi og hjólandi fólk yfir í Skerja- fjörð í Reykjavík. Eins og greint var frá í DV í mið- vikudag lagði Skúli Guð- bjarnarson það til á spjall- síðu Álftaness að þessari samgöngubót yrði hrint í framkvæmd. Skúli hefur þegar fengið undirtektir á sama vettvangi: „Þetta er frábær hugmynd, ég er viss um að Álftnesingar yrðu allir mjög glaðir að geta gengið eða hjólað yfir. Ég mundi allavega nýta mér það oft. Kær kveðja," skrifar kona að nafni Bryndís. «•1 __-jmi Tvö þúsund metra hola Hitaveita Suðurnesja æltar að bora tveggja kíló- metra djúpa tilraunaholu í leit að heitu vatni við Trölladyngju. Þegar málið var kynnt í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysu- strandarhrepps kom fram að holan yrði jafnvel enn dýpri. Þá þurfi að útbúa þriggja þúsund fermetra plan við borsvæðið. Sagt var að mikil áhersia yrði lögð á fersksvatnsvernd enda væri fersksvatn undir- staða borunar og virkjunar af þessu tagi. Til dæmis yrði heilsoðinn dúkur settur undir borplanið ásamt olíu- gildrum frá bornum. Snjóblásararnir komnir í hús i - Loksins á íslandi - ft/ 1L 10HP, Rafmagnsstart, 5HP Briggs & Stratton, ^ drif, 16" hjól, 74 cm drif, 13” hjól, 61 cm Allir þekkja hina landsfrægu ELLUFf COm varahluta- og viðgerðaþjónustu okkar. ' , gr'snun; C. Tómasson ehf Súðarvogi 6 sfmi: 577 6400 www.hvellur.com hvellur@hvellur.com . een-rineL. ** vtnUT9FiAY Steingrímur J. í góðu yfirlæti á spítalanum í samtali við DV í gær sagðist Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, vera í góðu yfirlæti á Landspítala - háskólasjúkrahúsi en ekki vita hvenær hann yrði út- skrifaður. Hann sagði þó fram- vindu málsins vera eðlilega en ekki lægi ljóst fyrir hvort hann færi beint heim eða í endurhæfingu vegna slyssins. Steingrímur lenti sem kunnugt er í alvarlegu bflslysi á milli Húna- vers og Svartárbrúar á þriðjudag- inn í síðustu viku með þeim afleið- ingum að hann stórslasaðist. Við slysið brotnuðu þrettán rif- bein í Steingrími, lunga féll saman, viðbein brotnaði og brjóstkassi vinstra megin á líkama hans. Hlynur Hallson, varaþingmaður Steingríms, leysir hann af næstu mánuðina. A spitalanum SteingrímurJ. er enn á spítala eftiralvarlegt umferðarslys og segist ekki viss umhvenær hann kemst heim. Myndin er tekin a Dlaðamannafundi eftirslysið. Séra Sigríður Guðmarsdóttir vann áfangasigur í máli sínu gegn Biskupsstofu þegar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þjóð- kirkjuna skaðabótaskylda vegna skipunar séra Sigurðs Arnar- sonar í embætti sendiráðsprests í Lundúnum. Sigurður er tengdasonur séra Karls Sigurbjörnssonar, biskups íslands. Biskup íslands pöi kirkjima skaðabótaskylda fslenska þjóðkirkjan var í gær dæmd skaðabótaskyld vegna skip- unar Biskupsstofu á séra Sigurði Arnarsyni til að gegna stöðu sendiráðsprests í Lundúnum. Skipunin var mjög umdeild vegna þess að Sigurður er tengdasonur séra Karls Sigurbjörnssonar, biskups íslensku þjóðkirkjunnar. Skúli Magnússon, héraðsdómari í Reykjavík, kvað upp dóm í máli Sig- ríðar Guðmarsdóttur gegn Biskups- stofu. Kvað Skúli á um að íslenska þjóðkirkjan væri skaðabótaskyld vegna skipunar á séra Sigurði Arnar- syni í embætti sendiráðsprests í Lundúnum. Sagði sig frá málinu Málið höfðaði Sigríður vegna skipunar Sigurðar í stöðu sendiráðs- prests í Lundúnum. Hún taldi sig vera með meiri menntun en Sigurð- ur og alls kostar óeðlilegt að tengda- sonur biskups væri skipaður. Karl Sigurbjörnsson, biskup ís- lands, sagði sig frá málinu þann 8. júlí árið 2003 og var Sigurður Sigurð- arson vígslubiskup fenginn í hans stað. Þrátt fyrir það var talið að Karl hefði haft sitt hvað um málið að segja og tengst því um | of. Sótti um samdæg- urs Sigurður Gestur Jónsson Lögmaður Bisk- upsstofu segir ekki Ijóst hvort eða hvenær dómnum verði áfrýjað. DV-mynd Stefdn sótti um stöðuna sama dag og hún var auglýst þann 4. júní 2003 og kom fram í stefnu Sigríðar að tengdason- urinn hefði frá því um vorið vitað að staðan myndi lbsna. Daginn eftir, þann 5. júní, hóf Biskupsstofa, fyrir hönd biskups, að skipa hæfnisnefnd vegna ráðningarinnar. í aprfl sama ár hafði Karl hringt í formann hæftt- isnefndarinnar, séra Jón Bjarman, og beðið hann að taka að sér starfið. Kirkjan skaðabótaskyld í dómsorðum Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að íslenska þjóðkirkjan sé skaðabótaskyld í mál- inu. Miskabótakröfum Sigríðar vegna brota á jafnréttislögum var hins vegar hafnað. Einnig kom fram álit dómara að biskupi hefði verið óheimilt að ffamselja skipunarvald sitt til hæfnisnefndarinnar en úr- skurður hennar um skipunina var endanlegur. Einnig var bent á að stjórnsýsluvenjur þess efnis væru ekki til staðar. Ekki víst með áfrýjun „Það hefur engin ákvörðun verið tekin,“ segir Gestur Jónsson, verj andi Biskupsstofu í málinu, að- spurður hvort málinu verði áfrýjað. Hann bendir jafn framt á að ekki sé hægt að svara hvort eða hvenær ákvörðun um áfrýjun verði tekin. „Það þarf að átta sig áþvíhvaðíþessu [niður- stöðu dómsins] felst," sagði hann og benti á að í dómnum hefði þeirri „Miskabota- kröfum Sigríð- arvegna brota á jafn- réttislögum var hins vegar hafnað." Sera Karl Sigurbjörnsson Biskup Islands brautstjórn- sýslulög þegar hann framseldi skipunarvald sitt til hæfnis- nefndarf málinu. Úrskurður nefndarinnar varendanlegur. DV-mynd Vilhelm Sera Sigríður Guð- marsdóttir Höfðaði mál gegn biskupi Is- lands, vann og sagð- istsátt við niðurstöð- una. DV-mynd GVA Séra Sigurður Arnarson Sendiráðsprestur Islands i Lundúnum og tengdason- ur biskups Islands. DV-mynd Anton Brink spurmngu ekki verið svarað. Líður vel Sigríður Guðmarsdóttir sagði í samtali við DV að hún væri ánægð með niður- stöðuna og næsta stig í málinu væri að semja um skaðabæt- ur vegna skipunar- innar. Hún gegnir nú embætti sóknar- prests í Grafarholts- prestakalli. „Mér líður vel og er sátt í nú- verandi starfi," sagði hún. Ekki ljóst hvenær formaður vinstri grænna kemst heim „Þaö liggur mikið á. Það er mikið I gangi og mikil spenna I loftinu," segir Marsibil Jóna Sæmunds- dóttir, fram- Hvað liggur á? bjóðandi í prófkjöri Framsóknarflokksins. „Það er prófkjör framundan og hvergi slakað. Ég þarfað fara I slmann og heyra I fólki. Ég reyni að minna fólk á að kjósa og nota réttsinn. Það væri heldur ekki verra effólk myndi kjósa rétt." DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.