Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Qupperneq 21
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 21 i Júlía orti eftírfarandi ljóð um bömin s£n og flutti það á fertugs- afmæli sínu. I því kristallast móð- urástín, kvíðinn fyrir því að skilja þau eftir og löngunin eftír því að fá að sjá þau dafna á lífsleiðinni. Ljóð til barnanna Ekkert fegurra ég sá Gleði og unað mér veita Þeim nöfnin voru gefin Berglind og Ragnar Þór Berglind kappsöm er En óttaleg skeliibjalla Með brosi sínu bjarta Hún bræðirhvers manns hjarta Ragnar Þór, glaðlyndur og blíður Ogmikið afsér gefur Hann börnin að sérhænir Og alltaftil í spjallið er Þau úrgrasi uxu Ogískóla héldu Þau æskuvinina fundu Sem standa traustir enn Mannkosti tnikla þau hafa Sem birtist í framkomu þeirra Blíðu og vinsemd öllum sína Sem nærri þeim koma Þau tvö mér dýrmætust eru Þvíhér á jörðu svo stutt við stöldr- um Að við skulum nota vel tímann Scm við höfum Guð einn veithvað Framtíðin ískauti sér ber Þá ósk égheitast á með mér Að sjá þau vaxa, dafna ogfjölga sér „Það ersvo skrítið ogekki skrítið að þegar maður er mjög veikur, þá er manni alveg sama þó að maður myndi deyja því maður vill bara fá frið frá verkjum og veikindum. (Ligg núna á sjúkrahúsi.) En fólkið sem stendur manni næst vill nátt- urlega ekkiheyra svona tal. En jafh- framt er maður sjálfur um leið jafnframt og maður hressist strax farinn að pæla hvað maður á að gera um næstu helgi eða hvaða peysu ég á að prjóna næst. “ Vonbrigði og gleði 'úlfa barðist við sjúkdóminn í sju og hálft ár. Það er langur tími og eins og gefur að skilja skiptust á skin og skúrir á þeim tíma. Mis- munandi lyfjagjafir, aukaverkanir sem þeim fylgdu, vonbrigði og hrakandi heilsa tóku mjög á. Vitan- lega voru þó góðar stundir inni á milli sem gáfu Júlíu tæJdfæri til að sinna daglegu lífi. „Tölvusneiðmynd er þannig að maður liggur á bekk, svo erhonum renntinnístóran hring, íhonum er fullt afgræjum sem snúast íhringi ogmeðan það eráfullu þarfmaður að halda í sér andanum afogtilen út úr þessu koma mjög nákvæmar myndir sem er eins og brauð skorið niður sneið fyrir sneið. Útkoman úr þessum myndum var að sjúkdóm- urinn hafði versnað mjög mikið. Nú voru góð ráð dýr. „Hvað getum við gert?" spyr ég lækninn minn. „Er þetta búið?“ Eg viðurkenni það „Ég á eftir að gera svo ofboðslega mikið, t.d. verða amma, sjá krakkana mína eign- astmakaogmig langar alveg ofboðs- leg tilað verða gömul kona sem heldursér vel til og nýtur lífsins." alveg að ég var búin að búa mig undir það að það væri ekkihægtað gera neitt meira fyrir mig og að þetta yrðu síðustu vikurnar mínar. En læknirinn minn var ekki alveg á því að gefast upp og ekki égheldur ef ég gæti fengið lyf sem myndu gera eitthvað fyrir mig. Nú, lyfín sem ég fékk voru sömu lyf og ég byrjaði á hausið ‘98 en þá var ég mildð veik af þeim en núna var ég nokkuð heppin því ég varð ekkert veik eða ældi ekki en það eru samt ýmsar aðrar aukaverkanir sem fylgja svona lyfjum, t.d. hármissir, lystarleysi og það er hálfgert mold- arbragð eða járnbragð af öllum mat og mikil sveppasýking í munnin- um. Það stafar af því að lyfín drepa allar frumur, líka þær sem égþarfá að halda í munninum en þar er mikil frumuskipting undir venju- legum kringumstæðum. Ég myndi segja að eftir eina lyfjagjöf hafí líkami minn svarað nokkuð vel miðað við aðstæður, ég get sagt að éghafí aðeins lagast, ég get allavega orðið Iabbað á milli herbergja núna án þess að vera laf- móð, ég get líka farið í bæinn, í búðir og eldað matinn en það gat ég ekki orðið í desember. Þá var ég bara orðin svo veik að ég hefði átt að vera á sjúkrahúsi því að var allt svo rosalega erfítt. Eg er núna að byrja að missa hárið, það skeður alltaf tveimur vikum eftir fyrstu lyfjagjöf en ég var einmitt nýbyrjuð að fá hár því maðurmissti ekkihár- ið af síðustu lyfjum sem ég tók inn (það voru töfíur). “ Löngunin til að fá að verða gömul Nálægð dauðans var Júlíu erfið. Hún hafði ekki efni á hversdagsleg- um hugsunum sem oft leita á fólk þegar það hugsar um ellina. Júlíu langaði að fá að verða gömul kona. Hana langaði til að verða amma og sjá bömin sín eignast maka. Það sem flestir telja sjálfsagða fram- vindu lífsins var það sem fékk Júlíu til að halda áfram að berjast. „Ég er alltafhrædd um að deyja, þó reyni ég að ýta þeim hugsunum frá mér og geri eins og ég get að hugsa um framtíðina og hvað mig langi til að gera, fara t.d erlendis til Kanaríá næsta ári o.s.frv. Það sem hefur haldið mér voða mikið gang- andi erhandavinnan mín, éghugsa oft þegar égerað fara að sofa að ég geti haldið áfram með útsauminn eða ég geti byrjað á nýrri peysu á morgun. Ef ég hefði ekki handa- vinnuna þá væri ég orðin geðveik. Þærhugsanir sem hjálpa mér þegar ég er í lyfjameðferð er að ég á eftir að gera svo ofboðslega mikið, t.d verða amma, sjá krakkana mína eignast maka og mig langar alveg ofboðslega til að verða gömul kona sem heldur sér vel til og nýtur lífs- ins. Alls konar svona hugsanir halda mér voða mikið gangandi, sem sagt löngunin í allt sem ellin hefur upp á að bjóða. “ Baráttan við sársaukann Krabbameinið dreifði sér um allan líkama Júlíu. Lá aldrei í dvala eins og stundum gerist hjá lcrabba- meinssjúldingum. Júlía lýsir vel þeim þjáningum sem hún þurfti að ganga í gegnum á síðunni sinni. Varnarleysið gagnvart meininu sem hélt áfram að sýkja líkamann sama hvað hún þráði að losna undan því sást vel í lýsingum hennar. Árum saman gaf sjúkdóm- urinn henni ekki frí frá verkjunum og ljóst er að hún sýndi mikinn styrk í stríði sfnu við þennan miskunnarlausa óvin. Á einum stað lýsir hún þjáningunni á þann veg að henni megi líkja við að ein- hver klípi mann af ógnarafli. Þó maður grátbæði um að takinu yrði sleppt vissi maður að því yrði hald- ið það sem eftir er ævinnar. Eitt sinn var tak óvinarins þó linað á Júlíu og því lýsti hún með eftir far- andi orðum: „Imínu tilfelli er sjúkdómurinn alltaf virkur, hann liggur ekki niðri eins og hjá sumum. Hann veldur miklum verkjum hjá mér, þó er það misjafnt eftir dögum. Þetta er á mörgum stöðum í beinunum hjá mér, öll hryggjarsúlan er sýkt meira og minna, spjaldhryggurinn líka, rófubeinið og vinstri mjöðmin er með smá blett. Það hefur ekki liðið 1 dagur síðan um haust ‘99 að ég hafí verið verkjalaus, ég fínn alltaf einhvers staðar til, bara mis- jafnlega mikið. Fyrir utan smá tíma þegar ég var á sterum og var búin að vera í þó nokkurn tíma á þeim þá sagði ég einn daginn við mömmu mína...: „Mamma égfímn hvergi til,“ en það hafði ég ekki upplifað í3 ár.“ Ástvinirnir Eins og Júlía tók fram í samtali okkar var það ekki bara hún sem sjúkdómurinn snerti heldur lagðist hann einnig þungt á ástvini henn- ar. Eiginmaður hennar stóð þó þétt við bakið á henni þó stundum þætti henni sem hún væri að bug- ast. Saman stóðu þau þótt útlitið væri svart. Mæðginin Júlía og Ragnar Þór Á góðri stundu. Júlla var opinská unn veikindisín við börnin sln Ragnar og Berglindi. „Jói minn lendir mest í því að heyra svartsýnistal frá mér. Eins og: Ég vil bara fá aðdeyjanúna, eða: Get égfengið banvæna sprautu, þetta er búið núna, ég nenni ekki þessu lengur. Þetta getur verið mjög erfítt fyrir makann að heyra svona en stund- um þarf maður bara að segja þetta. Þá kemur Jói alltaf og tekur utan um mig, hvetur mig áfram og segir oft: Þetta hefur nú verið svona áður og þú hefur alltaf náð þér aftur á strik. Það er svo sem alvegrétthjá honum en ofthefur útiitið verið svart. “ Lausn frá þrautum Jóhann Freyr, eiginmaður Júlíu, skrifaði inn á síðuna hennar skömmu eftir að hún losnaði úr greipum krabbameinsins. Fjöl- skyldan hafði vitað af nálægð dauð- ans í fjölda ára. Engu að síður er ekk- f/jsH'jfy/'íf y/fí/tff ert sem getur undirbúið nokkum mann undir að skilja við ástvin sinn í hinsta sinn þó vissulega gleðjist fólk yfir því að kvalinn ástvinur fái loksins frið undan sársaukanum. „Þrautum Júlíulaukkl. 22mínút- urí miðnætti, rétt fyrir kvöldmatirm grátbað hún mig og bömin að fá að fara að sofa því þjáningamar vom orðnar svo óbærilegar og fékk hún þá aukasprautu af svefnmeðali beintíæð ogsofnaðihún þá straxog vissum við þá að hún myndi ekki vakna aftur. Um kvöldmatarleytið var farin að koma froða upp úr kokinu á henni og varþá ljóst að lungun vom að gefa sig og að það tæki bara nokkra klukkutíma að Ijúka þjáning- um hennar, vomm við upp frá hjá henni, nánasta fjölskylda og vinir. “ Hvemig varð þér við þegar þú greindistfyrstmeðkrábbamem og hvemig varð þér við þegar þér varð Ijóst að það var ólæknandi? „Það var skiljanlega gríðarlegt áfall. Brjóstakrabbamein hjá mér, það getur ekki verið, þetta getur ekki komið fyrir mig, bara ein- hverja aðra, það er ekkert brjósta- krabbamein í hvorugri fjölskyldu minni svo að það hvarflaði aldrei að mér að þetta gæti komið fyrir mig. Fyrst þegar ég greinist með brjóstakrabbamein þá er það læknanlegt, þá er annaðhvort tek- inn fleygskurður, þ.e. krabba- meinsæxlið numið á brott og kon- an heldur brjóstinu eða allt brjóst- ið er tekið og síðan tekur við lyfja- meðferð og geislameðferð til að eyða þeim krabbameinsftumum sem eftir eru í líkamanum og þá á málið að vera dautt og halda áfram með lífið og að þetta hafi bara verið ein hraðahindrun í líf- inu. En þegar brjóstakrabbamein dreifir sér þá er það orðið ólækn- andi sjúkdómur og við taka lyfja- meðferðir og geislameðferðir þegar það á við til að hefta út- breiðslu sjúkdómsins og vinna sér tíma og hægja á útbreiðslu hans með þá von að það muni koma fram lyf sem geti læknað þennan illvíga sjúkdóm. Hugsun- in þegar ég gerði mér grein fyrir því að það væri ekki hægt að lækna mig var mjög skelfileg en það tók þónokkurn tíma að síast inn í hausinn á manni og að ég gerði mér grein fyrir því að það væri staðreynd að svona væri komið fýrir mér. Ég og maðurinn minn helltum okkur síðan í það að lesa allt það sem við komust yfir um þennan sjúkdóm og hvaða möguleikar væru í boði, en það sem kom í ljós var að ég átti bara stutt eftir, kannski bara nokkur ár eða skem- ur, allt eftir því hversu heppin ég væri og hve vel ég tæki lyfjameð- ferð eða lyfjameðferðum." Hjálpuðu skrifín ykkur í veik- indunum? „Skrifin hjálpuðu okkur gríðar- lega í þessum veikindum. Fyrst þegar ég byrjaði var það bara svona fikt til að gera það sama og unglingarnir í dag, vera með dag- bók á netinu þar sem allir gætu lesið um mína hagi en það tók fljótt miklum breytingum og ég fór eiginlega að skrásetja sjúkdóms- sögu mína og koma hugleiðingum mínum í þessum erfiðleikum nið- ur á blað með von um að það gæti hjálpað öðrum að nýta mína reynslu, hvort sem það væru sjúk- lingar eða aðstandendur. En eftir svona langa baráttu þá er maður orðinn hálfgerður fróðleiksbrunn- ur um allt það sem snýr að þess- um sjúkdómi. Síðan gaf það mér svo mikinn kraft og styrk að vera að fá comment frá fólki sem ég kannski vissi bara deili á ásamt þeim sem stóðu mér nálægt. Ef ég var kannski búin að vera mjög veik í 2-3 daga og ekkert sicrifað þá kannski treysti ég mér ekki fram úr rúminu en þá var það heimasíðan mín sem ýtti mér fram úr þar sem ég vissi að fólk væri að bíða eftir fréttum af mér og var kannski far- ið að hugsa að ástandið væri slæmt núna hjá henni Júlíu þar sem hún væri ekkert búin að skrifa í 2-3 daga. Einnig gerði þetta mér svo gott að koma því frá mér sem að var að velkjast um í hausnum á mér í það skiptið." Er eitthvað sem þið sjáiö eftir að bafa ekki gert? „Nei, eiginlega ekki, nema kannski það að eyða ekki enn meiri tíma með ástvinum og fjöl- skyldu því þær stundir eru svo mikilvægar þegar horft er til baka og lífið að fjara út. Þá er ekki hægt að spóla til baka og bæta úr því en sem betur fer þá vorum við svo dugleg í þvf og erum við svo rík af minningum frá þeim stundum." Hvemig hafíð þið undirbúið bömin fyrir fráfallið, er eitthvað sem þið getið bent öðrum á, hvort sem þeir em heilbrigðir eða eiga við sjúkdóma að stríða, í sam- bandi við þaö? „Já, við erum svo opin fjöl- skylda og tókum strax í upphafi þá stefnu að fela ekkert fyrir börnunum okkar og hafa allt uppi á borðinu. Auðvitað voru það oft þungbær spor hjá okkur að koma heim frá Reykjavík með slæmar fréttir handa börnunum okkar, að enn hefði sjúkdómur- inn versnað og að það væri ekk- ert víst að mamma yrði hjá þeim um næstu jól. En það hafa verið mörg svona skiptin hjá okkur, að koma með svona slæmar fréttir handa þeim. Sérstaklega undanfarin 3-4 ár höf- um við rætt þetta mikið við börn- in, að það væri nú farið að styttast í því að sjúkdómurinn hefði vinn- inginn og að þau yrðu að standa sig án mömmu þannig að þau eru nokkuð vel undirbúin, eins og hægt er við svona aðstæður, að takast á við brotthvarf mömmu sinnar. Bent öðrum á... það er nú helst að lifa lífinu lifandi og gera eins mikið og hægt er og að láta ekki sjúkdóminn stjórna sér heldur að reyna að lifa eins vel og hægt er með sjúkdómnum." Hvað er það sem stendur upp úrþegar þið lítið til baka? „Það sem stendur mest upp úr eru samverustundirnar með vin- um og fjölskyldu því þegar eitt- hvað bjátar á þá eru það þeir sem standa þétt við bakið á manni. Heilsan, því að þegar hún fer, þá er. svo gríðarlega margt farið því þú getur svo lítið notið þín og notið lífsins þegar heilsan er farin. Þá skipta allir heimsins peningar engu máli, þegar ekki er nein heilsa til að njóta þeirra."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.