Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Page 27
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 27 Fyrir utan kosningaskrif- stofuna hennar önnu er dýrt að leggja í stæði. Kostar tvö hundruð krónur fyrir klukku- stundina. „Já, ég er á dýrasta stað í borginni, hvergi dýrara," segir hún og hlær. Bætir síðan við að það sé einmitt hún sem sé formaður framkvæmdasviðs borgarinar en undir því sviði er einmitt Stöðumælasjóður. „Ég lendi stundum í því að fá sekt á bílinn ef ég þarf bara að skreppa inn á skrifstof- una smástund. Það bregst ekki að búið er að sekta mig þegar ég kem út. Það er ekki annað hægt að segja en að stöðumælaverðir vinni vinnuna sína," heldur hún áfram létt í bragði og býður inn í fundarherbergi. Próf- kjör framsóknarmanna er að bresta á en þar er Anna í hörkubaráttu um sæti sitt í borgarstjóm við Óskar Bergsson og Björn Inga Hrafnsson sem ætlar sér mikið í stjórnmálum framtíðarinnar. Hún segist einnig ætla sér að ná langt og er ekki á því að gefa sæti sitt eftir. „Eg trúi að Reyk- víkingar vilji hafa mig áfram og styðji mig til setu í fyrsta sætið. Ég hef unn- ið af samviskusemi og einurð í borg- arstjóm síðustu fjögur ár og hef full- an hug á að gera það áfram. Það er svo margt sem mig langar að berjast fyrir," segir hún ákveðin og hellir vatni í glös. Útskýrir að hún sé orðin svo vandlát á kafBð eftir að hafa kom- ist upp á lag með að drekka það sér- lagað og gott. „Ég tel okkur lánsöm að hafa fengið að ganga í gegnum það þroskaferli að ala upp barn sem frábrugðið er öðrum. Sonur okk- ar er einstaklingur / þessum heimi, sem á sama rétt og aðrir." Þrettán systkini Anna drakk framsóknarmennsk- una með móðurmjólkinni og er samtvinnuð flokknum eins og lamb við kind. Faðir hennar, Kristinn Finn- bogason, var þekktur athafnamaður og framsóknarmaður af hugsjón. í kringum hann lék ekki lognmollan. Hann var umdeildur og umræddur maður, ákaflega minnis-stæður þeim sem hann þekktu. „Ég ólst upp við framkvæmdagleðina í pabba og er líklega það bama hans sem helst var tengt honum. Þegar þau mamma kynntust á milli tvítugs og þrítugs átti mamma fimm börn frá fyrra hjóna- bandi og pabbi þrjú með tveimur konum. Saman eignuðust þau okkur fimm alsystkinin," segir hún og út- skýrir að það hafi oft verið handa- gangur í öskjunni á heimilinu. „Það vom ekki aðeins öll þessi systkini, heldur var mikill gestagangur í kring- um pabba. Ég man oft eftir alls kyns mönnum af landsbyggðinni sem pabbi bauð gistingu heima á meðan þeir sinntu erindum sínum í bænum. Þá komu menn ekki í neina skreppit- úra, heldur vom oft í einhverja daga. í mömmu hlut kom að þjóna öllum þessum gestum, búa um þá, sjá um mat og ég man meira að segja oft eft- ir því að hún straujaði skyrtumar þeirra áður en þeir gengu fýrir menn," segir Anna og bendir á hve margt hafí breyst á ekki fleiri ámm. Kristinn var mönnum þekktur undir nafninu Kiddi Finnboga. Hann var mikill framsóknarmaður og vann af heilhug fyrir flokkinn. Á hans könnu var að fallast eftir fé í reksturinn og kosningasjóð. Þótti hann snillingur í að afla þess. Lengi var hann fram- kvæmdastjóri Tímans sem alltaf var í fjárþörf eins og flokksblöðin í þá tí'ð. Otrúlegt þótt hve vel honum tókst til við að halda blaðinu á floti. Kiddi Finnboga var vel að sér um menn og þekkti þá af uppmna þeirra. Enda var það hans fyrsta spuming þegar hann hitti fólk, hverra manna það væri. Ef í ljós kom að einhvers staðar aftur í ættir leyndust dyggir flokksmenn, var mönnum borgið í samskiptum við hann. Ef ekki, fannst Kidda ekki eins mikið til þeirra koma. Stolt af að líkjast föður sínum Sú sem þetta ritar naut einmitt góðs af upprunanum snemma á ferl- inum fyrir tveimur áratugum. Og ekki var verra að vera af merkum fram- sóknarættum. Fleira þurfti hann ekki að vita áður en hann tók ákvörðun um ráðningu. Menntun og reynsla skipti Kidda Finnboga engu, um það var ekki spurt. Anna kannast við lýsinguna á föð- ur sínum og minnist þess hve oft blésu hressilegir vindar um hann. „Pabbi var meðal annars formaður bankaráðs Landsbanka íslands, sem þá var mikil valdastaða. Hann var einnig með rekstur á grjótpramma sem um spunnust mikil blaðaskrif. Ég var bara krakki þegar ég stóð á önd- inni við að verja hann og hans gjörðir þegar um hann var rætt. Þannig var það allt þar til hann lést aðeins 61 árs að aldri," rifjar hún upp. „Pabbi lifði hratt og gaf ekkert eftir. Hann var því ekki gamall þegar hjartað gaf sig og banalegan var aðeins vika. Við rædd- um það okkar á milli að það væri í hans þágu að fá að fara í stað þess að liggja og geta litla björg sér veitt, kannski í mörg ár. Það hefði ekki verið hans stfll," segir hún alvarleg og bætir við að þau hafi verið forsjóninni þakk- lát þegar hann kvaddi. Anna er ekki ólík föður sínum. Bæði í útliti og eins hefur hún erft frá honum kraftinn og viljann. Hún viðurkennir að það sé rétt en Kiddi var þekktur fýrir hve bráður hann var en hann var hins veg- ar fljótur að jafiia sig. „Ég held að ég hafi betri stjóm á skapi mínu, það væri nú annað hvort," segir hún og skellihlær. Bætir glaðlega við að hún sé ekki nema stolt af líkingunni við föður sinn. Kostir hans hafi tekið göll- unum langt fram. Eignaðist tvíbura átján ára Anna var aðeins átján ára þegar hún eignaðist tvíbura með fyrri manni sfnum. Annar þeirra hefur frá barnsaldri verið með skerta heym og stundaði nám við Heymleysingja- skólann. „Þess vegna hefur það aUtaf farið í taugamar á mér þegar fólk fleygir fram athugasemd um hvort einhver sé heymarlaus í hugsunar- leysi. Það er nefnUega guðsgjöf að hafa sldlningarvitin í lagi," bendir hún á með áherslu. Tvíburasynir önnu em nú komnir yfir tvítugt og stunda báðir nám, annar í hár- greiðslu en hinn er í Háskólanum. Hún segist vera stolt af þeim og það sýni sig að þrátt fyrir annmarka ann- ars gangi honum vel í námi. Skortur á heym hafi ekki komið í veg fýrir að hann stundaði háskólanám. Upp úr hjónabandi önnu slimaði áður en drengimir vom vaxnir úr grasi og var hún ein með þá í nokkur ár. „Mann- inum mínum Gunnari Erni Harðar- syni kynntist ég síðan fyrir um það bU tíu ámm og eigum við VUmund öm saman sem nú er tæplega m'u ára. Hjá okkur býr Guðbjörg móðir mín og hefur gert frá því skömmu eftir að pabbi lést. Það er ósköp notalegt að hafa hana hjá sér en hún er við bestu heilsu, lifandi og skemmtileg kona," segir Anna með hlýju. Bætir síðan við að hún beri þess ekki merki að hafa alið af sér tí'u börn, auk þess sem hún hafi stutt hana sjálfa með bömin hennar þrjú. Og það hefur ekki verið vanþörf á aðstoð hennar en sonur þeirra Önnu og Gunnars fæddist með litningagaUa. „En það spyr enginn hvað kosti fyrir heil- brigt barn að ganga i skóla eða hvað hin og þessi þjónusta kosti." Yngsti sonurinn með litn- ingagalla Anna segir að við fæðingu hafi ekki verið neitt athugavert við dreng- inn, fyrir utan lítils háttar hjartagaUa sem læknar sögðu ekki alvarlegan. Annað sáu þeir ekki athugavert við bamið. „Vilmundur var hraustur og yndislegur lítUl drengur. Hann var ekki ffábmgðinn heUbrigðum böm- um á neinn hátt fyrstu þrjá mánuð- ina. En þá fór að bera á veikindum; veikindum sem heUtust yfir hann aft- ur og aftur," útskýrir Anna sem vissi ekki þá hvað hún átti í vændum. Veikindi drengsins lýstu sér fýrsta árið aðaUega í endurteknum sýking- um. Anna segir að tíl að mynda hafi hann oft verið við bestu heUsu þegar fjölskyldan borðaði kvöldmat en klukkustund síðar var hann orðinn fárveikur. Tók tvö ár að fá greiningu „Umskiptin urðu svo snögg að það var með ólíkindum. Við bmnuð- um með hann oftar en ekki á bráða- móttöku bama og héldum hreinlega að við væmm að missa hann. Hann var rannsakaður í bak og fyrir en ekk- ert fannst sem gat orsakað þessar skyndUegu sýkingar. Við fómm með- al annars með hann tU sérfræðinga í útlöndum en engin niðurstaða fékkst þrátt fyrir það. Við endurteknar rann- sóknir uppgötvaðist gaUi í nýmm og hann þurfti að gangast undir aðgerð tU að laga það. Hann var með asma og fleiri kviUa auk þess sem gera þurfti aðgerð vegna hjartagaUans. En það var Ijóst að eitthvað var að sem mönnum var hulið og engin svör fengust við í byrjun," segir Anna og það örlar ekki á sjálfsvorkunn í rödd hennar þegar hún rifjar upp rúm tvö fyrstu árin í lífi sonar hennar. Hún játar að auðvitað hafi þessi tfmi á meðan óvissan ríkti tekið á. Bendir hins vegar á að þau hjónin hafi skipt með sér álaginu. AUtaf sé léttara að bera byrðamar með öðrum auk þess sem öll hennar stóra fjölskylda hafi stutt við bak þeirra. Léttir að vita hvað var að „Ég var að vinna á skrifstofu Framsóknarflokksins á þessum ámm og varð að hætta til að geta gengið í gegnum þetta með baminu. Það er meira en fuU vinna að vera með barn á sjúkrahúsi, það vita þeir foreldrar sem það reyna," segir hún. VUmund- ur var tveggja ára þegar þau leituðu tU sérfræðings sem þá var nýkominn heim úr námi frá Bandaríkjunum. „Jón Sigmundsson heitir hann, er erfðafræðingur og starfaði norður á Akureyri. Hann gaf sér góðan tí'ma í að kynna sér öU gögn og eftir rann- sókn hans kvað hann upp úr með að lfldega væri um litningagaUa að ræða. Úr okkur var tekið blóð og staðfesti hann að um gaUa á tuttugasta og öðr- um litningi væri að ræða." Anna seg- ir að þrátt fyrir niðurstöðuna hafi ver- ið mikiU léttir að fá loks svör. Þau hafi þá vitað hvað beið þeirra. „Þetta þýddi að við yrðum að lifa með þessu og hann yrði aUtaf frábmgðinn öðr- um. Ýmis þroskafrávik höfðu komið í ljós og í framhaldinu greindist meðal annars einhverfa. Hann er linur í öU- um vöðvum, heymarskertur og þroski hans er á eftir. Við gerðum allt tU að fala okkur upplýsinga um hvers við gætum vænst, lásum bækur og annað efhi og reyndum að undirbúa okkur undir framtíðina eins og hægt var," segir Anna létt í bragði. Læs fjögurra ára VUmundur gengur í venjulega skóla og fær þar kennslu við hæfi. Anna segir að böm með þennan gaUa séu oft talsvert köflótt en einkennin em einstaklingsbundin og það sem á við einn þarf ekki að eiga við annan. „Hann var tU dæmis læs mjög snemma. Fjögurra ára var hann far- inn að lesa á skflti án þess að nokkur hefði kennt honum. Stafsetning er honum létt og aUt nám sem tengist sjónminni. Við þurfum aUtaf að gæta hans, því hann skynjar ekki hættur. Er hvatvís og þekkir Ula mörk. En líf hans er í góðum farvegi og hann á að geta notið prýðUegra lífsgæða," útskýrir hún og heUir aftur vatni í glösin. Valin til að eiga fatlað barn Þegar Anna gekk með VUmund á sínum tíma hvarflaði ekki að henni að fara í legvatnsástungu eða hnakkamælingu. „Það var bara ekki inni í myndinni og ég geri ekki ráð fyrir að ég hefði þegið það, hefði það komið til tals," segir hún ákveðin. Bætir við að hún beri eigi að síður virðingu fyrir ákvörðun annarra kvenna í hennar spomm. „Það hefði heldur engu breytt fyrir mig. Ég lít svo á að við höfum verið valin tU að taka þetta hlutverk að okkur. Og ég tel okkur lánsöm að hafa fengið að ganga í gegnum það þroskaferli að ala upp bam sem frábmgðið er öðr- um. Sonur okkar er einstaklingur í þessum heimi, sem á sama rétt og aðrir. Á meðan okkar nýtur við er hlutverk okkar foreldranna að undir- búa hann fyrir lífið," bendir hún ákveðin á. Okkar hlutverk að undirbúa son okkar fyrir lífið Hún neitar hálfhissa þeirri spurn- ingu hvort hún óttist frekar að falla frá en foreldrar annarra bama og skUja bam sitt eftir. „Hann mun eiga sitt eigið líf án okkar. Það er ekkert að óttast," segir hún og lyftir brúnum. Bætir síðan við að það sé dálítið ein- kennileg fullyrðing hjá mörgum for- eldrum sem segja að það sé mesta lán lífsins að eiga heUbrigð börn. „Fólk segir þetta án þess að hugsa en mín reynsla sem móðir bama sem ekki em fullkomlega heilbrigð, er að það er ekki minna gefandi og ánægjulegt að horfa upp á þau vaxa og dafna, rétt eins og þau heU- brigðu," segir hún og minnir á að annar tvíburinn hennar hafi ekki fuUa heyrn. Það komi samt ekki í veg fyrir að hann njóti lífsins. Anna hefur starfað mikið með Þroskahjálp og lát- ið sig málefni fatlaðra miklu skipta. Hún segir gefandi að geta lagt eitt- hvað af mörkum í því starfi, en enn sé margt sem betur megi fara. Mest af öllu fari í taugamar á henni þegar hún sé í tíma og ótí'ma minnt á hvað bamið hennar kosti í skólakerfinu. Tölur sé ævinlega verið að birta um hve mUdu sé eytt í þennan málaflokk. „En það spyr enginn hvað kosti fyrir heUbrigt bam að ganga í skóla eða A Islandi fóru, árið 2004, alls 2131 kona I fósturskimun á tólftu til fjórtándu viku meðgöngu. I fósturskimuninni er leitað að göllum svo sem litningagöllum og er notast við ákveðið kerfi þar sem skimað er fyrir svokölluðum litningaþrlstæðum (T13, T18 og T2 l).AIIs voru 86 (eða 0,4%) með jákvæða niðurstöðu. Þessum konum var boðið að fara I greiningarpróf, annað hvort með sýnatöku frá fylgju eða iegvatni. Alls voru gerðar litningarann- sóknir á 63 afþessum 86. Nlu litn- ingagallar fósturs greindust I þessum rannsóknum. Var öllum þeim fóstrum hvað hin og þessi þjónusta kosti," segir hún og hækkar róminn. Ekki tvævetra í pólitík Anna er mikU kraftakona. Hún ólst upp við pólití'ska umræðu og Framsóknarflokkurinn er samtvinn- aður við aUt hennar líf. Með föður sínum starfaði hún mikið og vann í mörg ár við fyrirtæki hans, ferðskrif- stofuna Ferðaval. Á skrifstofu flokks- ins starfaði hún í tí'u ár. Þegar Anna bauð síðan fram krafta sfna í borgar- stjórn og tók sæti á lista R-listans má segja að það hafi verið eðlUegt fram- hald á póUtí'sku starfi hennar fyrir flokkinn. „Þessi fjögur ár sem ég hef setið í borgarstjórn hef ég unnið af heUindum í þágu borgarbúa. Og ég á ýmsu eftir að koma í verk," segir hún og haUar sér fram á borðið. Heldur síðan áfram og segir með áherslu að hún sé ekki tUbúin tU að gefa eftir baráttulaust fyrir Birni Inga Hrafns- syni sem etur kappi við hana um fyrsta sætið í prófkjörinu. „Ég legg allt mitt í þessa baráttu en hún hefur staðið meira eða minna síðan í sept- ember þegar ég tUkynnti að ég ætlaði að bjóða mig fram í fyrsta sæti,“ segir hún ákveðin og neitar að hún óttist keppinaut sinn. „Ég hef reynsluna fram yfir hann. Ég þekki vel innviði flokksins og hef tengst honum aUt mitt líf. Bjöm Ingi gekk í flokkinn fyr- ir fáum árum. Vinum mínum og þeim framsóknarmönnum sem fylgst hafa með störfum mínum treysti ég til að meta af sanngirni hvor kosturinn sé betri," segir Anna og bætir við kankvís að hún sé ekki tvævetra í pólitflc og hafi snemma séð hver framvindan yrði. „Reynslan hef- ur kennt mér að sjá leiki fram í tí'm- ann. Var nokkuð viss um hvaða leiki þurfti að spUa í stöðunni. Því hafði ég tímann fyrir mér," segir Anna um leið og hún stendur upp. Hún er hávaxin, ber af sér mUdnn þokka og frá henni geislar krafturinn. Þann kraft er hún tilbúin tU að beisla áfram í þágu Reykvíkinga. Og þeir eru ekki svUcnir af önnu Kristins. Sannarlega ekki. „Ég vona ekki, en þetta hefur ver- ið löng töm og ég hlakka tU þegar þessu er lokið. Maðurinn minn ætlar að bæta mér upp tapaðar stundir og hefur sagt mér að gera mig klára fyrir flugferð út í buskann á morgun. Það eina sem ég veit er að hann vUl að ég sé tUbúin síðdegis á morgun. Veit ekkert hvert ég er að fara en er óhrædd við að láta hann leiða mig hvert sem er og dekra við mig í vUcu,“ segir hún og veifar í kveðjuskyni úr dymm skrifstofu sinnar. eytf. Einn litningagalli greindist að auki hjá skimjákvæðri konu sem ekki hafði farið I greiningarpróf (einni afþeim 23 sem ekki fóru I frekari rannsókn). Sá litn- ingagalli greindist eftir að barn hennar hafði fæðst andvana. Sama ár komu 3065 konur / ómskoðun á 20-21 viku meðgöngu (tölur reyndar bara frá Landspítalanum). Byggingagall- ar greindust hjá 37 fóstrum (eða 0,1 %). Þar affóru 151 fóstureyöingu vegna al- varlegs vandamáls/galla fósturs en 22 luku meðgöngu. bergljot@dv.is Úr skýrslu frá fæðingarskráningu 2004

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.