Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2006 Helgarblað DV Díana drenllim Samrýmd systkini / 1 Stephanie prinsessa og Albert fursti af Mónakó skemmtu sér kon- unglega þegar þau skelltu sér í sirkus á dögunum.Systkinin létu vel að hvort öðru og voru mynduð í faðmlögum á meðan þau horfðu á trúða leika listir sínar. Albert hefur í nógu að snúast þessa dagana en læturfjölskylduna ekki sitja á hakanum. Albert tók nýlega við furstadæmi föður síns en Rainier fursti lést á síðasta ári. Almenning- ur velur veislumat drottningar Breskur almenningur verður látinn velja veislumatinn í tilefni af 80 ára af- mæli Elísabetar drottningar.BBC sjón- varpsstöðin mun framleiða þáttarröð þar sem hin fjögurra rétta máltíð verður valin en 14 af bestu matreiðslumönnum landsins munu sjá um eldamennskuna. Könnun mun svo skera úr um hvaða réttir verða í veislunni sem haldin verður drottningunni til heið- urs.„Maturinn okkar hefur lengi verið talinn *v $> sá versti í heimi en ^ nú munum við held- ur betur af- sanna þá kenningu," sagði einn kokkanna. Engin partý prinsessa Madeleine prinsesessa er komin með nóg af þvi að vera kölluð „partýprinsessan". Sænska prinsessan, sem er 23 ára,segist löngu hætt að djamma þar sem allur hennar tími fari í lærdóminn. Madeleine kláraði í vikunni gráðu í lista- og nútímasögu (háskól- anum í Stokkhólmi og er nú á leiðinni til New York þar sem hún verður lær- lingur hjá Barnadeild Sameinuðuþjóð- anna.Ef til vill mun prinsessan heim- sækja börn á stríðshrjáðum svæðum en það kemur í Ijós síðar. Jóakim á flakki Jóakim Danaprins mun halda til Kambódíu í marsmánuði og heimsækja munaðarleysingja- heimili barna með HIV. Landið hefur eitt hæsta hlutfall eyðnismitaðra en 3,5% fullorðinna eru með sjúkdóminn. Jóakim mun eyða viku í landinu og mun einnig heimsækja j bændur og , kynna sér land- ’ búnaðarmál. Prinsinn heldur síðan til Víetnam til að fylgjast með fram- i förum fá- I tækra þar- lenskra . kvenna sem l hlotið hafa , styrk úr dönskum s styrktar- sjóði. Christian Valdemar Henri John sonur A/lary og Friðriks krónprins Dana var skírð- ur um síðustu helgi. Litli drengurinn hefur fengið viðurnefnið „Grabby“ þar sem hann leitaði ítrekað að brjósti móður sinnar á skírnarathöfninni. Fyrri nöfnin hans tvö eru algeng nöfn á konungum en síðari nöfnin tvö eru í höfuðið á öfum litla prinsins. Meðlimir flestra konungsfjölskyldnanna mættu i skírnina til að votta litla verðandi ríkisarfanum virðingu sína. Prmsmn svannur Alltaf jafn vinsæl Á gestalista í skírnaveislu litla danska prinsins voru allar evr- ópsku konungsijölskyldunnar. Enginn fékk þó eins hlýjar mót- tökur hjá danska almúganum og Alexandra prinsessa. Prinsessan var glæsileg að vanda er hún heilsaði aðdáendum sínum og kom sér svo fyrir ásamt Jóakim fyrrverandi eiginmanni sínum og sonum þeirra tveimur. Jóaldm prins er guðfaðir litla prinsins og sat því hjá Mary og Friðrik í kirkj- unni með Felix son sinn í fang- inu. Sonur Friðriks krónprins og Mary prinsessu Danmerkur var skírður um síðustu helgi við fallega athöfn sem foreldrarnir báðir táruðust við. Prinsinn hlaut nafnið Christian Valdemar Henri John sem þykir sannarlega nafn á konungi. Mary segir litla drenginn hafa verið svangan í athöfninn enda sé hann algjört matargat. „Hann er orðinn helmingi þyngri en þegar hann fæddist," sagði Mary en Christian litli fæddist 15. október. „Hann vildi fá að drekka í kirkjunni og leitaði af brjóstinu." Mary og Friðrik héldu litla 65 manna veisiu í vikunni í tilefni nafngiftarinnar. Á gestalistanum var fjölskylda Mary frá Ástralíu ásamt helstu meðlimum evrópsku konungsfjölskyldnanna. Veislan er sú fyrsta sem Mary heldur án hjálp- ar tengdamóður sinnar, Margrétar drottningar. Drottningin hafði nefnilega bæði puttana í giftingar- og trúlofunarveislu ungu hjónanna en í þetta skiptið vildi Mary sjá sjálft um veitingarnar og fékk einkakokk sinn til starfsins. Nafnið Christian kom engum á óvart enda hafa danskir konungar borið það nafn eða Frederik í ald- anna rás. Talið er að öll fjögur nöfn litla prinsins munu nú aukast í vin- sældum í Danmörku og þá sérstak- lega nafnið Valdimar sem var al- gengt konungsnafn á miðöldum. Bæði John prófessor, faðir Mary, og Henrik prins faðir Friðriks eru sagðir himinlif- andi og stoltir af nýjan nafn- anum. Prinsinn liefur hins vegar verið kallaður prins „Grabby" í góðlátlegu glensi í fjölmiðlum þar sem hann reyndi margoft að grípa í brjóst móður sinnar í athöfninni. „Við köllum hann alltaf Lilleman," sagði Mary prinsessa eftir athöfnina svo greini- legt er að ungu foreldrarnir verða að fara að venja sig við nýju nöfnin. Harry prins mun ljúka herþjálfuninni í apríl. Harry sendur til íraks Harry prins gæti verið á leiðinni til íraks. Harry er að ljúka herþjálfun sinni í Sandhurstherskólanum. Prinsinn, sem er 21 árs og sá þriðji í röðinni eftir bresku krúnunni, hefúr sótt um inn- göngu í Blues og Royals en deildin mun væntanlega halda til íraks í nánustu framtíð. Harry mun ljúka herþjálfun- inni í apríl. Ef yfírmenn breska hersins kæra sig um segist Harry vera tilbúinn að berjast í fremstu víglínu. Hann gæti Júns vegar einnig fengið það hlutverk að gæta Elísabetar drottingar ömmu sinnar. f sjónvarpsviðtali sem prinsinn veitti í september í tilefni af 21 árs afmæli sínu sagðist hann þess fullviss að berj- ast á fremstu vígstöðvum. „Ég ætla ekki að þrauka í gegnum þennan erfiða skóla án þess að nota það sem ég lærði. Ég ætla ekki að sitja á rassinum á með- an vinir mínir eru að berjast fyrir land okkar. Þetta hljómar kannski asnalega en ég þarf enga sérstaka meðhöndlun."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.