Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Síða 44
44 LAUGARDACUR 28. JANÚAR 2006 Helgarblað DV .'1 ■ „Ég var alveg ákveðin og þess vegna þótti vinkon- um mínum alveg ótrúlega fyndið þegar ég sagði þeim frá því hvaða mann ég væri að hitta." Tónlistarmaöurinn Davíð Smári Harðarson og útvarpskonan María Sveinsdóttir hafa komið sér vel fyrir í lífinu. Þau hafa mikið að gera hvort sem það er í vinnu eða einkalífi en reyna ávallt að styðja við bakið á hvort öðru. Fyrst eftir að þau kynntust fóru þau leynt með samband sitt enda virtust æði margir hafa skoðun á því að hún er áratug eldri en hann. Sá tími er liðinn enda hefur Davíð sannað sig í foðurhlutverkinu. Ástin leynir sér ekki þau eru hamingjusöm saman og standa þétt við bakið á hvert öðru. Jftítw a/cluf*&fniiiu/ut að er notaleg stemning heima hjá þeim Maríu og Davíð. Heimilið er fallegt og kveikt hefur verið á kertum. María býður kaffi og ég sest niður með þeim í sófann. Davíð er þó fljótlega kominn með gítar í hönd slær á létta strengi í bók- staflegri merkingu. Þau eru afslöpp- uð enda vön því að vera í sviðsljós- inu þó hingað til hafi þau ekki verið hrifin af því að fá fjölmiðlafólk inn á heimili sitt. Það er ef til vill ekki að undra ef litið er til þess hve sam- band þeirra hefur verið mikið milli tannanna á fólki. Ekki aðeins fyrir þær sakir að hún er þekkt útvarps- kona og hann umtalaður eftir frækna frammistöðu í Idolkeppn- inni heldur vegna þess að hún er Æ, heilum áratug eldri en hann. „Þetta gerðist um leið og ég sá hárið á henni. Ég varð bara að koma viðþað." Óþekktur og í eldri kantinum María á tvær dætur úr fyrra sam- bandi sínu við Snorra Sturluson fjöl- miðlamann og segir hún skilnað sinn við hann hafa orðið til þess að hún ákvað að næsti maður í lífi hennar þyrfti að uppfylla tvö skil- yrði. Hann mátti ekki vera þekktur og átti að vera í eldri kanúnum. „Ég var alveg ákveðin og þess vegna þótti vinkonum mínum alveg ótrú- lega fyndið þegar ég sagði þeim hvaða mann ég væri að hitta," segir María og skellir upp úr við minning- una enda er Davíð Smári talinn einn eftirtektaverðasú keppandi í sögu Idolsins en vinsældir þess stóðu hvað hæst þegar þau voru að sú'ga sín fyrstu slaef í sambandinu. Göldrótt og dáleiðandi Þau hittust fyrst í teiti á vegum Stöðvar 2 og segist Davíð strax hafa fallið kylliflatur fyrir Maríu. „Þetta gerðist um leið og ég sá hárið á henni. Ég varð bara að koma við það," segir Davíð dreyminn. María hlær og útskýrir að hann hafi í raun gengið að henni tekið spennu sem hún var með £ hárinu og byrjað að fikta í því alveg dolfallinn. „Hann renndi fingrunum í gegnum hárið á mér og spurði Svavar Örn sem ég var að tala við hvaða kona þetta væri og hann kynnti okkur. Ég fór svo á barinn en var ekki fyrr búin að Davíð Smári Er þroskaður miðað við aldur. panta drykkinn fyrr en hann var búin að borga hann og svo fylgdi hann mér í raun eftir allt kvöldið." Þú hefur ekkert verið að passa þig að vera ekki ofágengur? „Ekki neitt ég var bara dáleidd- ur," svarar hann og mig rennur í grun að hann hafi ekki enn vaknaði úr leiðslunni. Blaðamaður spyr þar af leiðandi Maríu varfærnislega hvort hún sé nokkuð göldrótt og áður en hún nær að svara, fullyrðir Davíð að það sé hún tvímælalaust. Öðrum konum stuggað í burt Eins og áður segir fékk Davíð mikla athygli á þessum tíma og ekki síst frá hinu kyninu. María minnist þess að sama kvöld og þau kynntust hafi nokkrar stúlkur hópast að hon- um og beðið hann um eiginhandar- DV-myrtd Hgjjða'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.