Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 DV Fréttir g-j Challenger springur í loft upp Síðustu sekúndurnar Challen- ger fórst þennan dag fyrir 20 árum. Lesendur Ur bloggheimum Hverjar eru líkurnar? „Heppnin I mér rlður ekki einteyming frekaren venjulega þessi misserin. ! Fékk hringingu frá lög- reglunni á sunnudaginn og vartilkynntað brotist hefði verið inn I bllinn minn. Hefði I sjálfu sér ekki skipt öllu þar sem sáralltil verð- mæti voru I bílnum. Neibb, það var ekki svo gott. Þegar nánar var að gáð virðist sem krossviðarkassi nokkuð stór hafi komið svlfandi úrmyrkrinú aðfaranótt sunnudags Irokinu sem þá var og stór- skemmt bílinn minn. Framrúðan mölbrot- inn og tværstórar beiglur á gluggapóstin- um. Frábært. Jú kaskóið dekkar þetta en samt80 þúsund kr I sjálfsábyrgð. Hvaða llkur skyldu vera á þvl að flúgandi kassi vatdi meiri háttar tjóni á bllnum mínum. Nánast ekki neinar Haukur Logi Karlsson - mersol.blog- spot.vom Heimildarmynd um naflaló „Horföum slðan á fenginn úr Laugar- jisvídeó sem var hörmuteg HÖRMU- k LEG heimildarmynd um Guns n' Roses. Hún byrjaði á tilkynn- ingu sem kom að sjálfsögðu ekki fram á huistrinu:„This documentary contains no originat music by Guns n' Roses“.Á hulstrinu stóð að myndin væri..."packed with extensive interviews". Svo sannarlega var það rétt...þarna voru Itarleg viðtöl við manninn sem húðflúraði bandið, ritstjóra lltils blaðs sem skrifaði um þá, og stelpu sem heilsaði einu sinni Axl Rose og bauð honum ávaxtakara- mellu. Ég gæti gert áhugaverðari heimild- armynd um naflaló! Algjört rusl." Berglind Björk Halldórsdóttir - bedda- bjork.blogspot.com Óendanlega hæfileikasnautt „Ókei, nýja American Idol byrjar einsog vanalega. Óendanlega langar raðiraf óendanlega hæfilaukasnauðu fólki sem skemmtir mér ó svo mikið. Það er svo fyndið að næstum alltafsér maður það á útliti viðkomandi hvort hann kunni að syngja eða sé geðtruflaður og algjörlega laglaus vitleysingur á röngum stað á röngum tlma. Og, að sjálfsögðu, I röngum fötum og allt það. Ég veit að klippikrúið fær kreditið fyrir þetta, en oft- ast er það þannig að þeir sem labba inn rólegir og feimnir syngja miklu betur en þeir sem eru æstir og fullvissir um eigin fullkomleika." Haraldur Civelek - icomefromreykja- vik.com/halli Þennan dag árið 1986 klukkan 17.38 að íslenskum tíma hóf geim- ferjan Challenger sig til flugs frá Kanaveralhöfða í Flórída. 73 sek- úndum síðar sprakk ferjan í loft upp. Þessi ferð átti að verða söguleg fyrir þær sakir að fyrsti óbreytti borgar- inn, Christa McAuliffe, var með um borð. McAuliffe var kennari að mennt og horfðu nemendur hennar og fjölskylda á beina útsendingu at- burðarins. Milljónir annarra fylgd- ust með þessari 25. ferð geimferju síðan Columbia fór sína fyrstu ferð þann 12. aprfl 1981. í dag eru 99 ár síðan Sláturfélag Suðurlands var stofnað sem samvinnufélag bænda. Það hét fyrst Sláturfélag Árnesinga og Rangæinga. Challenger var önnur geimferjan sem skotið var upp af Bandaríkja- mönnum. Þetta var fyrsta stórslysið sem varð í geimferjusögu Bandaríkj- anna og kostaði alla áhöfnina, sjö að tölu, lífið. Geimskotinu hafði áður verið frestað vegna veðurs og nokkrir deilarstjórar lýstu yfir áhyggjum vegna þolmarka svo- kaÚaðra O-hringja við eins lágt hita- stig og í raun var. Vegna þrýstings frá yfirstjórn NASA voru áhyggjuraddir þeirra þaggaðar niður. í ljós kom við rannsókn slyssins að eldsneytisleki varð við O-hringina með þeim af- leiðingum að ferjan sprakk. 1. febrúar 2003 sprakk svo ferjan Columbia í loft upp með áhöfn sinni þegar hún kom inn í lofthjúp jarðar að geimferð lokinni. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Geösjúkir í geymslu Ragnar Haialdsson skrifar: Enn og aftur er í hámæli þessi stóri hópur geðsjúkra einstaklinga sem er utanveltu í samfélaginu. Þetta er hópur fólks sem er hættuleg- ur samborgurunum vegna sjúkleika síns því oftar en ekki grípur hann til ofbeldis í samskiptum við þá. Eng- inn veit hvernig á að meðhöndla þessa einstaklinga og þeir ráfa um í kerfinu. Enginn veit hvað á að gera við þá þegar þeir eru hvað veikastir. Geðsjúkrahúsin geta ekki vistað þá Lesendur og lögreglan bíður ekki upp á meira en einnar nætur gistingu. Á endanum ánetjast þeir eitur- lyfjum og þá er ekki langt eftir. Þeir fremja hræðilegan glæp. Þjóðin stendur á öndinni og spyr sig hvern- ig hún gat látið þetta gerast. Allir sem horfðu á vissu samt að um tímaspursmál var að ræða en eng- inn greip inn í. Hvað þurfum við að horfa á marga geðsjúka einstaklinga fremja hræðileg afbrot eða fara með sjálfan sig og aðra í gröfina? Hvenær ætlar samfélagið að vakna til meðvitundar Heiðarlegur Bubbi Bergdís hringdi: Mér finnst að fleiri karlmenn ættu að taka sér Bubba Morthens til fyrirmyndar. Ég sá hann í Kastljós- inu tala um sólgleraugun sín eins og skartgrip. Bubbi vill skreyta sig og til þess notar hann sólgleraugun jafn- vel þegar hann er inni. Það eru fáir karlmenn sem þora að viðurkenna að þeir vilji skreyta sig líkt og konur og fyrir þetta fram- tak á Bubbi hrós skilið. Bubbi er sannur karl maður sem kann að njóta lífsins með öllum þeim blæ- brigðum sem það býður upp á. Bubbi og Mugison Flottur með sólgleraugun. ÞórJóhannesson lætursig dreyma. Vesturbæingurinn segir Ef égværi ríkur Ætíi stærstu mistök sem ég hef gert um daganna séu ekki þau að hætta í Framsóknarflokknum. Það er að segja ef ég hefði viljað verða rflcur, því ef miðað er við býsnin öll af þeim pening- um sem fram- bjóðendur flokksins hafa á milli handanna í yfirstandandi prófkjöri þá mætti ætla að all- framsóknar- menn séu vel ijáðir, jafnvel moldrfldr. Það sem ég myndi gera ef ég væri rfkur framsóknarmaður er að kaupa upp það sem mér líkar ekki nógu vel við. Helst væri ég til í að kaupa KR og leggja það niður, því þó ég sé vesturbaeingur þá er ég alls ekki KR- ingur. Ég myndi fara á fund æðstu ráðamanna félagsins sem sannur vesturbæingur og sannfæra þá um að selja mér félagið. Ég væri þannig séðari en feðgarnir sem reyndu að kaupa DV til að leggja það niður. Svo myndi ég tryggja mér einkaleyf- ið á KR nafninu og auðvita nofæra mér hina fínu aðstöðu í Frostaskjól- inu til þess að stofnsetja lið sem ég myndi láta heita Keflvíkingar Reykjavíkur, skammstafað KR. Að lokum myndi ég svo breyta búningunum í gtfla og bláa, eins og gömlu Keflavíkurbúningarnir voru og gera samning við alla þá fínu íþróttamenn sem störfuðu innan gamla KR. Svona vildi ég hafa hlutína ef ég væri ennþá framsóknarmaður - og þar af leiðandi ríkur. Bara kaupa það sem ég fflaði ekki nógu vel og breyta því eftir mínu höfði. En ég er ekki rflcur og sem betur fer ekki ffamsóknarmaður. Maðurinn að baki orgelinu -án f 1 Guðmundur Sigurðsson Organisti í Bústaðakirkju. „Músíkin rennur í æðum mér, held ég," segir Guðmundur Sig- urðsson, organisti við Bústaða- kirkju. Síðustu helgi hélt hann há- degistónleika í Hallgrímskirkju þar sem hann steig fram fyrir tjöldin og ræddi við áheyrendur um þau tón- verk sem hann flutti við góðar und- irtektir. „Ég var settur í tónlistarskóla af foreldrunum aðeins átta ára og hélt náminu áfram í gegnum mennta- ferilinn, bæði í píanó- og orgelleik. Ég tók samt aldrei neina vitsmuna- lega ákvörðun um að verða org- anisti, það bara gerðist. Ég ætlaði mér alltaf að verða flugmaður, en ég sé engan veginn eftir ákvörðun- inni, þrátt fyrir að engum lokum sé skotið fyrir að ég taki flugprófið einn daginn." Guðmundur segir fáa vita hvernig starf það sé að vera org- anisti. Þannig spyrji margir hvað hann hafi að lifibrauði eftir að hann segist vera organistí. „Það eru margir sem halda að þetta sé lítil vinna, en staðreyndin er önnur. Að baki hverri athöfn liggja oft margra daga æfingar. Æf- ingin er bráðnauðsynleg öllum tón- listarmönnum því maður fær bara eitt tækifæri til að koma tónlistinni rétt frá sér. Það þýðir ekkert að ýta á pásu eða replay." Guðmundur lýs- ir því að oft reynist erfitt að vera við athafnir eins og kistulagningar og jarðarfarir. „Það kemst upp í vana, en mað- ur verður samt að passa sig á að það verði ekki svo mikill vani að „Það eru margir sem halda að þetta sé lítil vinna, en staðreyndin er önnur." maður missi tilfinninguna fyrir því sem er að gerast. Sorgin er vissu- lega stór þáttur athafnanna, en svo koma brúðkaup og skírnir þar sem gleðin og hamingjan er svo mikil. Starfið er því þeim eiginleikum gætt að geta tengst öllum tilfinn- ingaskalanum frá sorg í gleði." r,.mll„H„r „r fæddur oo uppalinn í Reykavík, sonur hjónanna Sigurðar H. kirkiunnar árið 1996 og orgelprófi 1998. Hann lauk mastersnaini i orgelleik tra Westminister Choir Collage í Princeton í Bandaríkjunum.Hann íllf sem orgelieikari Bústaðakirkju síðan í ágúst 2002 og hefur haldið fjolda ton leika sem einleikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.