Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006
Menning DV
Umsjon: Þorunn Hrefna Sigurjónsdóttír hrefna@dv.is
Grettir býr i Notting Hilt
Lundúnabúinn James Steel hefur skrifað heljarmikla bók sem ber
heitið The Saga of Grettir Ásmundarson og er eins og nafnið upplýsir,
skáldsaga sem byggð er á Grettis sögu.
Sagan er nútímaútgáfa af miðaldasögunni og í frásögn Steels er flakk-
að á milii tímaskeiða. Grettir er orðinn miðaldra
og býr í Notting Hill-hverfinu. Hann þjáist af ;
því sem kallað er „sáluþoka" en mætti senni- l Hl. S \(, \ Ol
legast líka kalla þunglyndi. Hann kennir ein- CRK l'TIR
staklingshyggju nútímasamfélags um líðan \s\llM)\RSI \
sína og gllmir ekki síst við eigin sjálfselsku.
Átökin í sálinni eru mikii - og kannski eru þau
verri en öll átök við drauga og forynjur.
James Steel er fæddur og uppalinn í
Cambridge og hann nam sagnfræði í Exeter-
háskólanum í Oxford. Hann hefur starfað við
kennslu og fleira síðan hann lauk námi.
I Bók Steel Skrifar um
J glímu Grettis við þung-
\lyndi og sjálfselsku.
mm
I Harold Pinter |
I TlmaritMáls
I og menningar.
Eldræða Pinters
Það sem tvímælalaust ber
hæst í nýjasta Tímariti Máls og
menningar er að þar er birt
eldræða Harolds Pinter, sem
hann flutti þegar hann tók við
Nóbelsverðlaunum í bók-
menntum nú nýverið. Ræðan ber
yfirskriftina List, sannleikur og
stjómmál og er þýdd af sjálfum
ritstjóranum Silju Aðalsteinsdótt-
ur. I ræðunni hvetur Pinter til
þess að Bush og Blair séu leiddir
fyrir Alþjóða v
stríðsglæpa- »t tTÍ íl
dómstólinn og
segir m.a.:
„Innrásin f írak
var glæpsam-
leg, blygðunar-
laust hryðju-
verk ríkis sem
gaf skít í hug-
taldð alþjóða-
lög. Innrásin
var hemaðarleg geðþóttaaðgerð,
fædd af lygum á lygar ofan og
grófri misbeitingu fjölmiðla og
þar af leiðandi almennings.
Aðgerð sem ætlað var að sam-
eina hemaðarleg og efnahagsleg
yfirráð Bandaríkjanna yfir Mið-
Ausmriöndum undir fölsku flaggi
frelsunar, þegar öll önnur ráð tfl
þess að réttlæta hana höfðu
bmgðist. Gríðarleg beiting hem-
aðarvalds sem leiddi tfl dauða og
limlestingar þúsunda og aftur
þúsunda saklausra manna."
Jónas svarar skömmum
Annað Nóbelsverðlaunaskáld,
Elfriede Jelinek, fær kærkomna
umfjöllun í heftinu, en hana
skrifar Jórunn Sigurðardóttir.
*■ Skáldkonan virðist vera mj ög
skrýtin, eins og skáld eiga að vera
og einræn með afbrigðum. Jór-
unn bregður upp skýrri mynd af
þessari óvenjulegu hæfileika-
konu. Skemmtilegt er að lesa
verðlaunaljóð Óskars Áma Ósk-
arssonar, í bláu myrkri, en fyrir
það hlaut hann Ljóðstaf Jóns úr
Vör á dögunum. Þorleifur Hauks-
son svarar gagnrýni Kristjáns Jó-
hanns Jónssonar úr síðasta hefti
á eitt helgasta vé Þórbergsaðdá-
andans; Einum kent, öðrum
bent, og ég hef það lyrir satt að
v þar græði hann dýpstu sár þeirra
sem fengu hálfgert áfall við að
lesa grein Kristjáns.
T ónlistargagnrýnandinn
Jónas Sen skrifar langa grein þar
sem hann bregst m.a. við öllum
þeim skömmum sem rigndi yfir
hann á árinu. Jónas getur verið
ómyrkur í máli þegar hann gagn-
rýnir tónlist og stundum fær
I hann að heyra
að hann sé
eiturpenni og
eitthvað það-
anaf verra.
„Ég virðist
hafa farið
óvenjumikið í
taugamar á
fólki á árinu
sem leið'' segir
Jónas, en notar
tækifærið til þess að rökstyðja
mál sitt og gera upp tónlistarárið.
Jón Yngvi Jóhannsson gerir svo
upp bókmenntaárið og að venju
em margir nytsamlegir ritdómar
íheftinu.
Vill leiða Bush og
Blair fyrir stríðs-
glæpadómstól-
inn. Margtgirnilegt
I heftinu.
Ormstunga hefur gefið út níunda heftið af Jóni á Bægisá, tímariti þýðenda, og í
því fá mætir þýðendur gott pláss til sinnar iðju. Að mestu er heftið helgað H.C.
Andersen og m.a. er þar fjallað um konurnar í lífi hans
Ljótasti maður í heimi
í heftinu em birtar í fyrsta sinn
þýðingar skólapflta á 19. öld á
þremur ævintýmm Andersens og
einnig nýjar ljóðaþýðingar Franz
Gíslasonar ásamt þremur nýjum
ævintýraþýðingum Sigurðar A.
Magnússonar. Fyrir utan sjálfar
þýðingarnar em í heftinu greinar
eftir ýmsa höfunda. Landi skálds-
ins, Ernst Philipson, segir frá því
hvernig Andersen beið hvert skip-
brotið á fætur öðm en braust
áfram af fádæma þrautseigju og
hafði sigur að lokum. í annarri
grein segir Philipson fr á konunum í
lífi H.C. Andersens, en um skáldið
hefur hann eftir Clöru Schumann:
„Hann er ljótasti maður sem til er í
heiminum."
Sá ljóti maður lifir þó enn í
minningu bama og fullorðinna um
allan heim og „ótrúleg fjölbreytni
yrkisefnanna helst í hendur við
hugarflug sem er í senn frumlegt,
djúphugult og töfmm slungið,
enda engin tilvfljun að börn á
öllum aldri laðast að ævintýra-
heimi hans eins og flugur að skær-
um bjarma," líkt og segir í formála.
Hildur Halldórsdóttir ber sam-
an texta eftir Jónas Hallgrímsson
og H.C. Andersen, sem vom sam-
tíða í Kaupmannahöfn, en „Dan-
inn lifði vel og lengi og varð gamall
maður en íslendingurinn lifði hratt
og dó ungur". í grein sinni „Svona
eða hinsegin H.C Andersen?" fjall-
ar Jónfna Óskarsdóttir um hvernig
íslendingar nálgast þýðingar á
ævintýmm skáldsins á mismun-
andi hátt.
Jóhanna Þráinsdóttir fjallar á
gamansaman hátt um afstöðu
genginna þýðenda til iðju sinnar.
Jóhanna hafði lengi þýðingar að
aðalstarfi og hún átti þátt í tilurð
Jóns á Bægisá, en hún lést langt
fyrir aldur fram 27. nóvember
2005. Vilborg Sigurðardóttir minn-
ist hennar í þessu tölublaði og seg-
ir m.a. að Jóhanna hafi lagt mikla
vinnu og metnað f að leysa allt sitt
þýðingastarf af hendi eins vel og
henni var ffamast unnt.
Jón á Bægisá birtir þýðingar á
erlendum bókmenntum og efni
um þýðingafræði, þýðingastarfið
og gildi þýðinga fýrir íslenska
menningu. f ritnefnd sitja Franz
Gíslason, Gauti Kristmannsson,
Guðrún Dís Jónatansdóttir og Sig-
urður A. Magnússon.
H.C. Andersen Fyrir tæpu ári var
haidin mikil afmælishátíð á tvö
hundruð ára fæðingarafmæli ævin-
týraskáldsins. Nýjasta heftiJóns á
Bægisá er tileinkað Andersen.
Kathryn Harrison með nýja bók
Kossakonan skrifar um öfund
Kathryn Harrison Nýja bókin fjallarum
sálgreini sem er á barmi taugaáfalls.
Það vakti mikla athygli fyrir
nokkrum árum þegar skáldkonan
Kathryn Harrison skrifaði bókina
Kossinn, sem síðar kom út í ís-
lenskri þýðingu hjá Sölku. Þar
greindi Harrison á sláandi máta
frá kynferðislegu sambandi sem
hún stóð f við föður sinn og sýndi
með því að það eru ekki einungis
börn sem eru misnotuð, heldur
einnig fullorðið fólk sem af ein-
hverjum ástæðum hefur skerta
sjálfsmynd.
Kathryn Harrison hefur m.a.
skrifað bækurnar The Binding
Chair, The Seal Wife, Poison og
The Mother Knot og nú segir Gu-
ardian frá því að ný bók er komin
út eftir hana, en hún ber heitið
öfund, eða Envy. Þetta þykja
nokkur tíðindi og bókin mun
fjalla um sálgreini í New York sem
er á barmi taugaáfalls. Hann hef-
ur nýlega misst son sinn í hörmu-
legu slysi og í ofanálag gerist kon-
an hans köld í bólinu. Þetta leiðir
af sér sálarkreppu sem sálgreinir-
inn fær útrás fyrir með þrá-
hyggjukenndum kynlífsórum um
sjúklinga sína. Líka kemur í ljós
að sálgreinirinn á tvíburabróður
sem hætti að tala við hann þegar
hann kvæntist. Sálgreinirinn
ákveður að komast að leyndar-
málinu sem bróðirinn geymir, en
það gengur ekki eftir fyrr en í lok
bókarinnar.
Gagnrýnandanum Natöshu
Walter finnst það til marks um
takmarkanir öfundar að það sé
eiginlega ekki hægt að fjalla um
söguna án þess að skemma hana
fyrir væntanlegum lesendum. Að
forvitnin yfir því leyndarmáli sem
afhjúpað er í lok bókarinnar sé
það sem drífur lesanda áfram, en
þegar leyndarmálið er Ijóst og
sagan lesin aftur, verði hún ekkert
sérstök. Hún segir að Harrison sé
þó snillingur í að skrifa um kynlíf,
enda séu persónur bókarinnar sí
og æ í kynlífsathöfnum - þ.e.
þegar þær eru ekki að tala, en af
því geri þær nóg; enda ein þeirra
sálgreinir í New York og ekki
skrýtið að blaðrið sé mikið!