Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Blaðsíða 16
J 6 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 Sport DV »•...... Eiríkur Stef Ásgeirsson skrifar frá Englandi Mikill áhugi enskra Enskir blaða- menn sýndu lands- liðiTrínidadogTó- bagó mikinn áhuga á blaðamannafundi liðsins í Lundúnum í gær en það er í sama riðli og England á HM í sumar ásamt Svíþjóð og Paragvæ. Sýndu þeir mikinn áhuga á að fá að vita allt milli himins og jarðar um liðið en sýndu hins vegar ieiknum í kvöld nákvæmlega enga athygli. Umræðan sner- ist að mestu leyti um skoðanir Leo Beenhakker á stöðu enska landsliðsþjálfarans og feril Dwight Yorke í Ástralíu. Warnerfór hamförum Austin „Jack“ Wamer, einn varaforseta FIFA og ráð- gjafi knattspymusambands Trínidad og Tóbagó, hóf blaðamannafund landsliðs- ins í gær með því að útskýra þriggja þrepa áætlun sambandsins fyrir landsliðið. „Fyrst var það að komast áHM.Svoað dragast í sama riðil og England. Næst verður það að vinna England á HM í sumar." Wamer er afar um- deildur og stendur í ströngu vegna hneykslismáls varð- andi aðgöngumiða á HM í sumar og gæti farið svo að hann þyrfti að segja af sér vegna deilunnar. „Farið og segið Eriksson þetta," bætti hann við. Gottað hittast Leo Beenhakker er þjálfari liðs T&T en þessi hollenski þjálfari er marg- reynduríbransan- um og gerði til að mynda Real Madrid nokkrum sinnum að meist- urum seint á níunda áratug síðustu aldar. Hann stýrði einnig landsliði Hollands á HM á Ítalíu árið 1990. „Það er mikilvægt að koma saman og hittast á ný enda aðstæð- ur liðsins ótrúlegar. Þetta er í fyrsta sinn sem við hittumst síðan við tryggðum farseðil- inn á HM í haust og verður mikilvægt að fá þetta tæki- færi til að spila gegn íslandi. Það verður þar að auki eini leikur liðsins áður en form- legur undirbúningur íyrir HM hefst í maí." Árniað braggast Ámi Gautur Ara- son markvörður ís- lenska landsliðsins er allur að koma til eftir að hafa verið frá í nokkra mán- uði í vetur en hann er aðeins nýlega orðinn leikfær á ný. „Ég meiddist undir lok tíma- bilsins í fyrra en kláraði það engu að síður. Ég hef síðan verið að jafna mig á þessu en ég meiddist á öxl. Ég hef núna spilað síðustu tvo leiki Válerenga í Royal League- keppninni og það hefur gengið ágætlega," sagði Ámi. Eyjólfur Sverrisson stýrir í dag sínum fyrsta A-landsleik er íslenska landsliðið mætir HM-liði Trínidad og Tóbagó. Eyjólfur sagði í samtali við DV Sport í Lundúnum í gær að hann yrði ekki hræddur við að prófa nýja hluti í leiknum. íslenska landsliðið kom saman í Lundúnum á sunnudag en leikurinn í kvöld verður leikinn á Loftus Road, heima- velli QPR. Síðasta æfing liðsins var í gær en Eyjólfur sagði að hann myndi stilla upp liðinu samkvæmt leikkerfinu 4-4-2 með þá Eið Smára Guðjohnsen og Heiðar Helguson saman í fremstu víglínu. Eiður Smári og Heiðar hafa eins og flestir vita leikið vel með sínum félögum og Heiðar hefur til að mynda verið iðinn við kolann fyrir framan mark andstæðings- ins. Eiður að sama skapi hefur sýnt það og sannað að fáir em betri en hann í að skapa færi og möguleika fyrir félaga sína. Sam- starf þeirra ætti því að verða at- hyglisvert í kvöld. Ætlar að nýta sér styrkleika Eiðs Smára Eyjólfur segir það eðlilegt að byggja upp liðið í kringum leik- mann eins og Eið Smára. „Eiður Smári verður annar framherjinn í liðinu en hann fær það hlutverk að leita í auða svæðið fyrir framan vörn andstæðingsins og er það von okkar að þar getum við nýtt hans sendingargetu sem er með eindæmum góð. Hann hefur búið til mörg tækifæri fyrir félaga sína í Chelsea og vonandi náum við að nýta okkur þessa styrkleika hans í íslenska landsliðinu." Eiði Smára vantar aðeins eitt mark upp á að jafna markamet Ríkharðs Jónssonar og því aldrei að vita nema leikurinn í kvöld verði sögulegur í því ljósi. Hann verður sem fyrr fyrirliði íslenska landsliðsins. Liðsheildin mikilvæg Eyjólfur segir mikilvægt að nýta sér það að leikmenn íslenska liðsins koma nú til leiks fullir sjálfstrausts enda hefur gengið vel í vetur hjá flestum þeirra. „Við munu byggja eins mikið og við getum á þessu sjálfstrausti. Sú liðsheild sem hefur verið til staðar í íslenska landsliðinu er einnig mikilvæg og nauðsynlegt að skapa góðan anda innan hóps- ins." Aðspurður segist Eyjólfur ætla að reyna að gefa öllum leikmönn- um liðsins tækifæri á að sýna sitt og sanna hvað þeir geta. „Við get- um skipt inn á sex leikmönnum og ég reikna með að reyna að koma því við að nota alla vara- mennina," sagði Eyjólfur og ef marka má hans orð má jafnvel búast við því að Daði Lárusson fái tækifæri á milli stanganna í kvöld. Aðeins sautján leikmenn eru í íslenska hópnum þar sem Kári Árnason meiddist í síðustu viku og var ekki nýr leikmaður boðað- ur í hans stað, þar sem fyrirvarinn var skammur. Snýst fyrst og fremst um okkar lið En Eyjólfur segist nálgast þennan leik öðruvísi en hann myndi gera til að mynda í und- ankeppni EM eða HM. „Þessi leikur snýst fyrst og fremst um okkar lið. Ég er ekki að velta því fyrir mér hvaða veikleika ég eigi að nýta mér í andstæðingnum eða hvaða styrkleikum þeir búa yfir. Ég er með nokkur atriði sem ég vil reyna í okkar liði, eins og ákveðnar varnarfærslur sem ég vil prófa. Við þurfum að finna ákveðið jafnvægi á milli varnar og sóknar og finna ákveðinn flöt á þeim leik sem við viljum til- einka okkur." íslenska landsliðið Tíu landsleikir við HM-þjóðir Islenska landsliöið I knattspyrnu hefurspilaö 10 vináttulandsleiki við þjóðir sem hafa tryggt sér sæti á HM og eru að undirbúa sig fyrir úrsiitakeppnina. Leikurinn við Trinldad og Tóbagó I kvöld verður því 11. leikurinn. Is- land hefur aðeins unnið einn afþessum leikj- um gegn Bandarikjunum fyrirtæpum 16 árum. Leikir við verðandi HM-þjóðir: lifflnÍM Kúvæt (úti) 0-0 jafiitefli - Kúvæt endaði í 21. sæti á HM 1982 ö. Hprii lö3ö Bandarfldn (úti) 1-4 tap - Bandaríkin enduðu í 23. sæti á HM 1990 K0» ftprí! IÍIM Sádí-Arabía (Frakklandi) 0-2 tap - Sádí-Arabía endaði í 12. sæti á HM 1994 M, qprð Ui»4 Bandarfldn (úti) 2-1 sigur - Bandaríkin enduðu í 14. sæti á HM 1994 4* mití 1994 Brasilía (úti) 0-3 tap - Brasilía varð heimsmeistari 1994 7. tlrtieinljnei' íði? Sádí-Arabía (úti) 0-0 jafntefli m tm( mm Sádí-Arabía (Frakldandi) 1-1 jafntefli - Sádí-Arabía endaði í 28. sæti á HM 1998 «. |itm iðáil Suður-Afilka (Þýskalandi) 1-1 jafntefli - Suður-Afrfka endaði í 24. sæti á HM 1998 lO.JanÉffiN8 Sádí-Arabía (úti) 0-1 tap - Sádí-Arabía endaði í 32. sæti á HM 2002 I), niAlfi IMI Brasilía (úti) 1-6 tap - Brasilía varð heimsmeistari 2002 Samantekt: 10 leikir 1 sigur 4 jafntefli 5 töp 6 mörk skoruð 19mörkfenginásig 5 leikir viö Asluþjóðir 4 leikir við Amerikuþjóðir 1 leikur viö Afrikuþjóðir Mætt verðandi heimsmeisturum Islenska landsliðið spilaði bæði við Heimsmeistaralið Brasiliu árið 1994 sem og árið 2002. Dwight Yorke, fyrirliði Trínidad og Tóbagó, fyrir leikinn gegn íslandi í kvöld ísland gefur góða mynd af mótherjum okkar á HM Dwight Yorke er án efa lang- þekktasti leikmaður landsliðs Trín- idad og Tóbagó sem mætir íslend- ingum á Loftus Road í Lundúnum í kvöld. Hann sagði á blaðamanna- fundi í gær að hans menn hlökkuðu til að sýna hvað í þeim býr gegn fs- lendingum í kvöld og að það væri mikilvægt að hefja undirbúninginn fyrir úrslitakeppni HM í sumar með sigri. „Þetta er í fyrsta sinn sem lands- liðið hittist frá því það tryggði sér farseðilinn á HM í sumar gegn Bar- ein í haust og leikurinn gegn íslandi er mikilvægur af því tilefni. Núna hefst vinnan fyrir alvöru og við erum mjög spenntir fyrir þeim undirbún- ingi sem er framundan og hefst á leiknum á morgun." Yorke sagði aðspurður að knatt- spyrnuforysta síns lands hefði valið að mæta íslandi á þessu stigi máls- ins af ákveðinni ástæðu. „Islenska liðið mun gefa góða mynd af and- stæðingum okkar á HM í sumar," sagði Yorke en liðið er í riðli með Englandi, Svlþjóð og Paragvæ á HM í Þýskalandi í sumar. „Við vitum ekki mikið um ís- lenska liðið," sagði Yorke. „Eiður Guðjohnsen er auðvitað frábær leik- maður og við vitum að aðrir leik- menn eru góðir. Þetta verður ekki auðvelt heldur búumst við þvert á móti við fótbolta í háum gæðaflokki á morgun." Leo Beenhakker þjálfari liðsins sagði að hann væri að mestu leyti með sitt sterkasta lið í Lundúnum í dag. Það hefur þó verið áberandi að margir leikmenn sem eiga ættir að rekja tii Trínidad og Tóbagó hafa sett sig í samband við Beenhakker til að gefa kost á sér í landsliðið. Því hafa nokkrir af landsliðs- gömlu mönnunum verið settir út í kuldann. ■ Stoltur Trínidadi Dwight Yorke er fyrirliði Trínidad og Tóbagó sem mætir íslenska landsliðinu íkvöld. DV-mynd Nordic Photos/Getty

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.