Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Blaðsíða 17
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR28. FEBRÚAR2006 77 Hermann æfði með prinsinum Fyrir fáeinum mánuðum æfði Harry Bretaprins með liði Charlton, félagi Hermanns Hreiðarssonar. DV sport leikur forvitni á að vita hvern- ig æfingin gekk og þá sérstak- lega hvort Hermann hefði tæklað prinsinn. „Nei... það var samt á stefnuskránni. En hann var með lífverði með sér og leyniskyttur í trjánum þannig að ég ákvað að halda aftur af mér," sagði hann og hló. „Nei, nei - hann hitaði bara upp með okkur. Annars var ótrúlegt að sjá þann fjölda ffétta- manna sem fylgdi honum eftir. Það er greini- lega mikil og stór starfsemi í kringum konung- legu fjöl- skylduna." Warner klár í slaginn Leo Beenhakker, landsliðs- þjálfari Trínidad og Tóbagó, valdi Tony Warner, markvörð hjá Fulham og félaga Heiðars Helgusonar hjá liðinu, í lands- lið sitt sem mætir íslending- um í kvöld. Warner, sem er 31 árs, hefur aldrei áður spilað með landsliðinu enda kom það fyrst í ljós eftir að það komst á HM í sumar að hann ætti ættir að rekja til landsins. Wamer var ásamt öðrum landsliðs- mönnum Trínidad ogTó- bagó á blaða- manna- fundi liðsins í gær og bar sig vel. fml .kúlulegur ..keflalegur ..veltilegur ..rúllulegur ..flangslegur ..búkkalegur ívar Ingimarsson er kominn í íslenska landsliðið á nýjan leik Ekki hræddur við að lenda á bekknum fvar Ingimarsson ákvað fyrir tveimur árum að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið undir stjóm þeirra Ásgeirs Sigurvinssonar og Loga Ólafs- sonar. Þeir hættu í haust og Eyjólfur Sverrissón tók við og nú hefur ívar verið valinn á ný í liðið. fvar var á sín- um tíma ósáttur við að þáverandi þjálfarar ómökuðu sig aldrei á því að koma og sjá ívar spila með sínu fé- lagsliði en hann fékk afar fá tækifæri í byrjunarliði þeirra. Hann mun þó ekki hætta á nýjan leik ef Eyjólfur semr hann á bekkinn í kvöld - sem er reyndar afar ólíklegt. „Ef að þjálfari veit hvað ég getur - hef- ur fylgst með mér en telur mig samt ekki nógu góðan - verð ég einfaldlega að bæta mig og ekkert meira með það,“ sagði ívar í samtali við DV sport í gær. „Eg er eins og hver annar leik- maður í þessu liði enda hef ég aldrei beðið um neitt annað. Eyjólfur kom til Reading og sá mig spila sem ég var mjög ánægður með. Það er það sem skiptir máli. Þar ræddum við það sem er framundan og ég sagði honum að ég ætlaði að leggja mig 100% fram og berjast fyrir mínu sæti í liðinu." Og vissulega var ívar ánægður með að hitta landsliðsfélagana á nýj- an leik enda hefur hann margoft áður sagt að hann hlakki mikið til þess að leika með landsliðinu á nýjan leik. „Framundan eru erfiðir leikir. Við lentum í erfiðum riðli í undankeppn- inni og nú fáum við tækifæri til að stilla saman strengina í nokkrum æf- ingaleikjum og þjappa okkur saman. Nýr þjálfari þarf líka að koma sínum hugmyndum til skila og vonandi gengur það vel." einku&dvjs %5» Fyrsti leikurinn frá 2004 ívar Ingimarsson spilar í dag sinn fyrsta landsleik síðan I mai2004. m r„Ég hef reyndar alltaf sagtað égvllji spila j frammi en það hlustar enginn á i 8*lS Sló á léttD strencji „Jú, það er langt síðan síðasti leikur var og það er alltaf gam- an að hitta félagana," sagði Hermann Hreiðarsson í gær en hann ásamt 16 öðrum landsliðsmönnum hitti stjórn lands- liðsins á sunnudag. Hann segir í samtali við DV sport að ís- lenska landsliðið búi yfir einum sterkasta leikmannahópi frá upphafi en hann eigi engu að síður erfitt með að meta möguleika liðsins gegn Trínidad og Tóbagó í kvöld. I-Iermann segist ekki hafa skynjað miklar breytingar undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Eyjólfs Sverrissonar, en bætir við að nýj- um mönnum fylgi alltaf nýjar áherslur. „En þetta lofar góðu enda engin ástæða til að búast við öðru," sagði Hermann í léttum dúr. Eyjólfur var sem kunnugt er leikmaður landsliðsins þar til hann hætti með því árið 2001 og hefur því leikið ófáum sinnum við hlið Hermanns í vörn íslenska lands- liðsins. Verið í kringum okkur undanfarin ár „Það er eðlilegt að þjálfarar séu fyrrverandi leikmenn og þetta er ekkert öðruvísi. Hann hefur vita- skuld að sama skapi þjálfað U-21 landsliðið og hefur því verið í kringum okkur undanfarin ár.“ Hermann segist ekki vita mikið um andstæðing íslands í kvöld en segir að leikmenn muni mæta af fullum krafti í þennan leik. „Menn vilja alltaf sanna sig fyrir þjálfaran- um, sérstaklega þegar hann er að stýra sínum fyrsta leik. Hópurinn hefur sjaldan verið sterkari og get- ur enginn leikmaður verið öruggur með sæti í liðinu. Menn þurfa að standa sig í hverjum einasta leik til þess." Nokkrir leikir til að slípa hópinn Hermann bætir því við að það sé aldrei hægt að spila of marga æfingalandsleiki og því verði að nýta hverja ferð vel. „Við höfum nú nokkra leiki til að slípa hópinn r Eiríkur Stefán Ásgeirsson | skrifar frá Englandi saman fyrir næstu undankeppni og við þurfum að sýna það og sanna í kvöld að við erum tilbúnir í þetta verkefrii." Aðspurður segir Hermann að hann, rétt eins og aðrir í íslenska landsliðinu, viti ekki mikið um lið Trínidad og Tóbagó. „Ég veit þó að þeir eru komnir á HM og það segir sitt. Þó svo að maður þekki ekki marga í þeirra liði eru þetta pott- þétt góðir leikmenn enda greini- lega að gera eitthvað rétt." Hlustar enginn á mig Lið Hermanns, Charlton, siglir nú lygnan sjó í úivalsdeildinni og segir hann að nú sé stefnan tekin upp á við. „Undanfarin ár höfum við gefið eftir á lokaspretti deildar- innar en í þetta sinn náum við von- andi að klífa töfluna," segir Her- mann sem hefur verið fastamaður í byrjunarliði liðsins og langoftast spilað í stöðu miðvarðar. „Ég hef reyndar alltaf sagt að ég vilji spila frammi en það hlustar enginn á mig," segir hann og hlær. „En í fullri alvöru þá líkar mér best við stöðu miðvarðar, sú staða hentar mér best." Félagi Hermanns í vörninni í ís- lenska liðinu í kvöld verður vænt- anlega ívar Ingimarsson en báðir eru þeir fyrrverandi leikmenn ÍBV. Þeir léku þó ekki á sama tíma með liðinu en Ivar var fenginn til Eyja þegar Hermann var seldur til Crys- tal Palace árið 1997. vinnur gegn fílapenslum og bolum. Bindur bakterfur og húðflögur og dregur Þannig getur þú I þínni mjúkri og h komið í veg fyrir I Fæsi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.