Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006
Menning jyv
íslendingar ekki hættir að lesa £'1
Það var vist troðfullt á bókamarkaðnum í ■ M
Perlunni um helgina. Að sögn hefur sala á K
markaðnum verið á niðurleið síðan árið
2002, en nú hafa bókaormar tekið við sér og f -
salan hefur aldrei verið meiri. Félag islenskra p
bókaútgefenda fékk sem kunnugt er mark- j
aðsmanninn Ásmund Helgason til þess að
hafa umsjón með markaðnum og greip hann
m.a. til þess ráðs að fá bókaútgefendur ti!
þess að hafa nýrri bækur á boðstólum, en
henda út einhverju af þeim bókum sem
höfðu legið þar óseldar áratugum saman. Eitt
er víst að Islendingar eru ekki hættir að hafa V
áhuga á því að eignast bækur - og langt í frá
hættir að lesa. Perlumarkaðurinn er opinn frá
tiu til sex alla daga og honum lýkur á sunnudaginn.
Sesarverðlaunin
veitt
Á laugardags-
kvöldið var „Sesar-
inn", hin árlegu
kvimyndaverðlaun
Frakka, veittur við há-
tíðlega athöfn í París. Sú mynd
sem sópaði að sér verðlaununum
er The Beat My Heart Skipped
(De Battre Mon Coeur s'est
Arrete) en leikstjóri hennar er
Jacques Audiard. Myndin fékk tíu
tilnefningar en hlaut alls átta
verðlaun þegar upp var staðið;
besta myndin, besti leikstjóri,
besti leikari í aukahlutverki og
besti kvenkyns nýliði, auk þess
sem aðstandendur hennar fengu
styttu fyrir kvikmyndatöku, að-
lögun handrits, klippingu og tón-
list.
Það má segja að allir aðrir en
Audiard hafi fallið í skuggann á
hátíðinni, en sagt er á kvik-
myndavefnum Cineuropa að
þessi 53 ára gamli leikstjóri sé
elskaður og dáður, jafnt af al-
menningi sem og kollegum hans
meðal kvikmyndaleikstjóra.
Audiard fékk þrenn Sesarverð-
laun árið 1995 fyrir See How
They Fall og sex tilnefningar árið
1997 fyrir A Self-Made Hero.
Hann fékk níu tilnefningar árið
2002 fyrir Read My Lips, en
hreppti þrenn verðlaun. Lflca hef-
ur hann áður unnið til verðlauna
á Cannes-hátíðinni.
The Beat My Heart Skipped
fékk BAFTA-verðlaunin sem
besta erlenda myndin á dögun-
um og Silfurbjörninn á Berlínar-
hátíðinni í íyrra.
Million Dollar
Baby besta er-
lenda myndin
Engum kom á óvart að
Nathalie Baye var vaiin besta
leikkona í aðalhlutverki, fyrir leik
sinn í Le petit Lieutenant, en það
er skemmtilegt að þetta er önnur
Sesarstyttan sem hún hreppir, en
það eru 23 ár síðan hún fékk
verðlaun fyrir hlutverk sitt í La
balance. Annar reyndur leikari,
hinn áttræði Michel Bouquet,
fékk verðlaun fyrir leik sinn í The
Last Mitterand.
Athygli vakti belgíska leikkon-
an Cécile de France, sem fékk
Sesarinn fyrir aukahlutverk í
myndinni The Russian Dolls.
Besta frumraunin þótti vera
heimildamyndin Darwin’s
Nightmare sem Hubert Sauper
gerði.
Eina myndin af „erlendum
myndum" sem var verðlaunuð á
hátíðinni var Million Dollar
Baby, sem
einmitt var sig-
ursæl á óskars-
hátíðinni vestan ^ .
hafs í fyrra, en ■?" Æ ,
hún er sem
kunnugt er
leikstjórn-
arverkefni
fslandsvin-
arins Clints I
Eastwood. 1
- ■ '
Halldór Kvaran er nýr framkvæmdastjóri Jazzhátíðar Reykjavíkur. Hann er upp-
fullur af eldmóöi og hefur ýmsar hugmyndir um það hvernig auka megi hróður
djasstónlistarinnar á íslandi, m.a. með því að fá hingað fleiri fræga djassista.
Það er aðeins rúm vika síðan
jazzdeild FÍH réð Halldór í fram-
kvæmdastjórastöðuna, þegar for-
veri hans, Friðrik Theódórsson, lét
af störfum fyrir aldurs sakir. Nú er
hann önnum kafinn við að koma
sér inn í hlutina. „Ég er að fara yfir
þau gögn sem ég hef fengið í
hendur og íhuga málin," segir
Halldór í samtali við menningar-
síðu, en hann ætti að hafa dágóð-
an tíma til þess, þar sem Jazzhátíð
Reykjavíkur hefst ekki fyrr en í
haust.
Stærri nöfn
En er hann staðráðinn í því að
gera miklar breytingar á fram-
kvæmd hátíðarinnar?
„Ég vil stækka hátíðina og
tengja nafn hennar við fleiri við-
burði. Þó að Jazzhátíð Reykjavíkur
sé formlega haldin í fimm daga á
ári, þá vil ég að hún sé allt árið í
umræðunni," segir Halldór, en vill
þó hrósa fráfarandi framkvæmda-
stjóra fyrir vel unnin störf fyrri ára.
„Mér finnst líka mikilvægt að
komast að því hvað djassáhuga-
menn vilja," segir Halldór. „Því
hef ég verið í sambandi við góða
menn sem hafa sent til mín lista
yfir áhugaverðustu djasslista-
menn samtímans. Ég vil fá hingað
stærri nöfn - frægari djassista,
vegna þess að ég hlera að það er
það sem fólkið vill."
Flytur inn Iggy Pop
Halldór ætti að hafa dágóða
reynslu í því að eiga við fræga tón-
listarmenn, vegna þess að síðustu
árin hefur hann ásamt Ragnheiði
Hanson rekið fyrirtækið RR ehf.
sem sérhæfir sig í innflutningi
hljómlistarmanna og hefur staðið
fyrir nokkrum hljómleikum lista-
manna á borð við Metallicu, Iron
Maiden og Megadeth. Á árinu
mun RR meðal annars flytja inn
velskorna brjálæðinginn Iggy Pop.
Þegar nýi framkvæmdastjórinn
er spurður út í eigin tónlist-
arsmekk segist hann ekki geta gert
I Halldór Kvaran Ætlar að gera
I þaðsemhann þarf til þess að
I Jazzhátíð Reykjavíkur vaxi og
I dafni. Hann horfir bjartsýnn fram
I á veginn.
upp á milli tónlistarstefna. „Ég get
varla skilgreint mig sem hlust-
anda," segir hann. „Ég heyri gott
lag og hef gaman af því að hlusta á
það, sama hvort það heitir pönk
eða sinfónía, enda er það lagið
sem skiptir máli ekki stefnan."
Halldór segir að djasstónlistin
skiptist í margar undirgreinar,
sumt finnist honum skemmtilegt
en annað ekki.
„Annars er ég náttúrlega ekki
að taka að mér framkvæmda-
stjórastarfið til þess að fullnægja
eigin metnaði. Bissnesshugsjón-
irnar þurfa auðvitað að vera fram-
ar persónulegum löngunum mín-
Jazz.is
Halldór er uppfullur af eldmóði
og segist vilja koma á djassvakn-
ingu á íslandi. Til þess að það
megi verða, má nefna að hann
hefur ásamt fleirum fest djass-
áhugamönnum lénið jazz.is en
áformað er að í náinni framtíð
verði það miðstöð djassumræð-
unnar. Þar sé hægt að fletta upp
öllu því sem er á döfrnni og öllu
um djasshljómsveitir, hvort sem
þær hafi aðsetur úti á landi eða í
Reykjavík. Allar tillögur og uppá-
stungur eru vel þegnar og þeim
sem vilja hafa samband er bent á
netfangið haildor@jazz.is.
En þó að Halldór hafi áhuga á
nýja starfinu tekur það ekki allan
hans tíma. Hann er nýkvæntur og
eftir nokkra daga leggur hann upp
í ferð til Egyptalands þar sem
hann ætlar að kafa í Rauða hafinu.
Kannski rekst hann á einhverja
fræga djassista við sömu iðju.
Jónas hefur setið við flygilinn í Qörutíu ár
Leikur Mozart og fleira um helgina
Hinn góðkunni píanóleikari
Jónas Ingimundarson mun halda
tvenna píanótónleika á Suðurlandi
um helgina. Fyrri tónleikamir verða
haldnir í Safnaðarheimili Odda-
sóknar, Dynsölum 8 á Hellu á láug-
ardaginn og þeir seinni daginn eftir í
Versölum, ráðhúsi ölfuss í Þorláks-
höfn. Báðir tónleikar hefjast kl. 16.
Jónas Ingimundarson var fyrsti
heiðursverðlaunaþegi Menningar-
verðlauna DV og vitaskuld er óþarfi
að kynna hann fyrir lesendum með
mörgum orðum. Hann hefur verið
gríðariega virkur í íslensku tónlistar-
lífi síðustu áratugi, en um þessar
mundir heldur hann einmitt upp á
fjörutíu ára starfsafmæli sitt. Því
mun hann fagna með því að halda í
tónleikaferð um landið á næstu vik-
um.
Á efnisskrá tónleikanna eru verk
eftir Mozart, Beethoven, Schumann
og Brahms. Þess er minnst um allan
heim að á þessu ári eru 250 ár frá
fæðingu Mozarts. Fyrsta verkið á
tónleikunum er sónata eftir hann,
sónatan með Tyrkneska rondóinu
en hana kannast eflaust margir við.
Því næst er sónata Beethovens op.
57 sem oft er kölluð Appasionata.
Stórt og mikilfenglegt verk sem er
óhikað í flokki stórverka klasssíska
tímabilsins í tónlistarsögunni. Eftir
hlé leikur Jónas „Fiðrildin" eftir Ro-
bert Schumann en hann lést 1856
og er þess minnst víða í veröldinni á
þessu ári. Tónleikunum lýkur svo
með hugleiðingu Brahms um stef
eftir Hándel. Stef Hándels er úr h'tilli
svítu og gerir Brahms 25 tilbrigði og
fúgu á einkar glæsilegan hátt.
Aðgöngumiðar að tónleikunum
em seldir við innganginn.
Jj Jonas Ingimundarson píanóleikari
j Eríslenskum tónlistarunnendum að
góðu kunnur og heldur um þessar
mundir upp á starfsafmæii sitt.