Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Page 19
LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 7 9 DV Sport BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason mega yfirgefa Magdeburg íslendingahreinsanir í Magdeburg Það er engu líkara en að Bemd Uwe-Hildebrandt sé að hreinsa til hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Magdeburg eftir að hann sagði Alfreði Gíslasyni upp störfum í byrjun árs. Báðum ís- lendingunum sem eftir em hjá félag- inu, þeim Sigfúsi Sigurðssyni og Am- óri Atlasyni, hefur verið sagt að þeir megi fara ffá félaginu nú strax í vetur eða þá klára sína samninga óski þeir þess. Báðir em þeir samningsbundn- ir félaginu fram á mitt sumar árið 2007. „Framkvæmdarstjórinn ákvað að félagið myndi kaupa pólskan línu- mann og að ég þyrfti að víkja fyrir honum þar sem ég er einnig útlend- ingur. Hann vill ekki hafa of marga út- lendinga í sínu liði,“ sagði Sigfús við DV Sport í gær. Talið er líklegt að Bogdan Wenta sem nú starfar sem landsbðsþjálfari Póllands og aðstoð- arþjálfari hjá Flensburg, taki við lið- inu í sumar. Sigfús og Amór fengu þau skila- boð að félagið væri tilbúið að gera við þá starfslokasamninga í vor til að þeir gætu farið frítt til annarra félaga eða þá að þeir klámðu sína samninga. Þeim getur þó ekki þótt það spenn- andi kostur þar sem þeir mega búast við því að fá fáar mínútur á vellinum. En þeir em þó sammála um að ef þeim býðst ekki neitt spennandi, munu þeir klára sína samninga. „Ég lít á þetta jákvæðum augum þar sem ég var farinn að hugsa mér til hreyf- ings," sagði Amór. „Ég má ekki við því að eyða öðm tímabili á bekknum og því vil ég helst koma mér að hjá öðm liði." Sigfús sagðist ekki vera reiðubú- inn að halda heim á leið alveg strax og horfði helst til annarra félaga í Þýska- landi eða á Spáni. eirikurst@dv.is Hefna Hauk- arnir fyrir bik- arúrslitin? Haukar fá í dag tækifæri til að hefha fyrir tapið fyrir Stjömunni í bikarúrslita- leiknum því bikarmeistaram- ir sækja þá heim á Ásvelli í DHL-deild karla. Stjaman vann bikar- úrslitaleikinn 24-20 um síðustu helgi þar sem Roland Valur Eradze lokaði marki Stjömunnar og varði 30 skot. Haukamir höfðu tveggja marka forskot í hálfleik, 11-9, en Stjaman vann seinni hálfleik- inn 15-9 og hefur nú leikið 13 leiki í röð í deild og bikar án þess að tapa. Fimmti Reykja- víkurmeistara- titill Ásgeirs Ásgeir Elíasson gerði Fram að Reykjavíkurmeist- urum í knattspymu á fimmtudagskvöldið þegar Fram vann Vík- ing 2-0 í úrslitaleik mótsins. Þetta er í fimmta sinn sem Ás- geir gerir lið að Reykjavíkurmeisturum en Fram vann titilinn einnig undir hans stjóm 1985,1986 og 1998 og þá gerði hann Þróttara að Reykjavíkurmeist- urum 2002 en þá var liðið í B- deild alveg eins og nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar Fram- ara em næsta sumar. 22 þjálfararút- skrifaðiraf KSÍ KSÍ útskrifaði í gær 22 þjálfara sem hafa lokið UEFA A-prófi í þjálfaramenntun KSÍ. UEFA A-gráða er hæsta þjálfaragráða sem er í boði á íslandi og næsthæsta þjálf- aragráða sem UEFA viður- kennir.Þjálfarar með UEFA A-gráðu hafa leyfi til að þjálfa alla flokka og í öllum deildum á íslandi. Jafnframt er þjálfara- gráðan viðurkennd í 48 af 52 löndum sem eiga aðild að UEFA. Meðal þeirra sem út- skrifuðust vom Sig- urður Jónsson og Milan Stef- án Jankovic, þjálfarar Grindavíkur, Éh'sabet Gunn- arsdóttir, þjálfari kvennaliðs Vals, Magnús Gylfason, þjálf- ari Víldngs og Guðlaugur Baldursson, þjálfari ÍBV. .kúlulegur ..keflalegur ..veltilegur ..rúllulegur ..flangslegur ..búkkalegur SMuaMSAtarejn Símí 461 2288 Mr 5TRAUMRÁS ~ZJB Funuwettr3-e00Alcureyri Guðmundur Ágúst Ingvarsson formaður Handknattleikssam- bands íslands segir að ráðning Alfreðs Gíslasonar í stöðu landsliðsþjálfara sé mikill fengur fyrir íslenskan hand- leik. Alfreð var ráðinn í gærkvöldi og stýrir liðinu fram í júní árið 2007. •. . c_... ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 Alfreð Gíslason er tekinn við starfi þjálfara handknattleiks- landsliðs karla og mun hann stýra liðinu fram í júní árið 2007. Ekki hefur enn verið ráðinn aðstoðarmaður Alfreðs en það verður sennilega gert strax í næstu viku. HSÍ tilkynnti um ráðningu Al- freðs á blaðamannafúndi í gær- kvöld sem seinkaði vegna tafa á flugi Alfreðs frá Frankfurt. Fór því fundurinn fram eftir að helgarblað DV fór í prentun. En Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður HSÍ, sagði í samtali við blaðið í gær að Alfreð hefði verið fyrsti kostur HSÍ í starfið eftir að Viggó Sigurðsson gerði mönnum ljóst að hann hefði ekki áhuga á að ræða við samband- ið um starfið. Samningur Alfreðs nær fram til júní á næsta ári og mun hami því stýra liðinu fram yfir umspilsleiki íslands um sæti á EM í Noregi sem fer fram í janúar og febrúar árið 2008, taki íslenska landsliðið þátt í því umspili. Fyrsta verkefni Alfreðs verður þó að koma liðinu í gegnum erfiða umspilsleiki gegn Svíum en þar er leikið um laust sæti á HM í Þýskalandi í janúar næstkomandi. Þar yrði Alfreð sannarlega á heima- velli enda hefur hann verið búsett- ur þar síðan hann tók við Mag- deburg árið 1999 og mun hann að öllum líkindum búa þar áfram. „Alfreð mun fljúga mikið á milli til að fyigjast með leikmönnum bæði hér heima og á meginlandi Evrópu. En hann mun búa áfram í Þýskalandi," sagði Guðmundur, sem býst ekki við öðru en að Alfreð muni leiða ísland til sigurs gegn Svíum. „Ég held að það dyljist eng- um hversu hæfúr þjálfari Álfreð er og koma hans í starf landsliðsþjálf- tu-a er mikill fengur fyrir íslenskan handknattleik," sagði Guðmundur. Þeir eru ófáir sem hafa haft það á orði að Alfreð sé með hæfustu þjálfurum sem starfa í handboltan- um í dag. En Alfreð er samningsbundinn þýska úrvalsdeildarliðinu Gum- mersbach frá og með sumrinu 2007 og því mun hann að öllu óbreyttu hætta með landsliðið þegar samningur hans við FISÍ rennur út. Hver langtímalausnin á starfi landsliðsþjálfara verður á enn eftir að koma í ljós. Einn möguleikinn er að ráða aðstoðar- mann fyrir Alfreð sem svo tæki við liðinu þegar hann hættir. „Það er einn möguleiki en það er ekki víst að við förum þá leið. Við komum til með að setjast niöur með Alfreð og fi'npússa þessa hluti sem aðra," sagði Guðmundur. Alfreð gerði í vikunni starfsloka- samning við Magdeburg eftir að honum var vikið úr starfi í byrjun árs. Til stóð að hann þægi laun út samningstímann, ffam á mitt sum- ar 2007, en aðilar sættust á starfs- lokagreiðslu. eirikurst@dv.is HMELLUR. t emum grænum G. Tómasson ehf • SúiarvogiS • simi: 577 6400 • www.hvellur.com • hvellur@hveilur.com Q Q? -o Alfreð Gíslason Verður á hliðarllnu Is- lenska landsliðsins næstu fímmtdn mánuðina. *>

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.