Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Side 26
26 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 HelgarblaS DV Sumarið er á næsta leiti. Þeir sem fylgj- ast með segja hvítan lit, ferskulit og stutta jakka málið í sumar. DV ræddi við fata- hönnuði, stílista, verslunarfólk og tískulöggur til að for- vitnast um hvernig konur eiga að klæða sig í sumar. Enn má gyrða gallabuxurnar ofan í stígvélin en í góða veðrinu ná sandalarnir yfirráð- um. Gallabuxurnar verða þröngar niður og litlir sætir jakkar verða vinsælir. Kvenleikinn verður í fyrirrúmi auk þess sem það glittir í smá rómantík. Asa Ottesen stflisti og verslunarkona í Gyllta kettinum ífyrrasumar var allt i gulli en fsumar fær silfrið a6 fljóta með. Leggings með stroffi „Það verður mikið um kvart- buxur í leggingsstíl með stroffi svo við getum sýnt kálfana og verið í háum hælum við,“ segir Ása Ottesen stflisti og verslunar- kona í Gyllta kettinum. Ása segir kjóla vinsæla í sumar og að þeir verði í öllum stærðum og litum. „Kjólarnir verða samt í styttri kantinum, fyrir ofan hné. Hvítur verður líka mjög vinsæll, hvítir fylgihlutir, hvítar töskur og hvít belti. Galllabuxurnar verða í öll- um litum, grænum og bleikum. Þetta er eitthvað byrjað en ég held að það verði sprenging í lituðum gallabuxum og þá þröngum niður." Ása segir röndótt munstur og doppótt málið í sumar. „Við ætíum að vera með mikið af svörtum stuttum kjólum og mínipils úr blúndum og teygjuefnum sem eru flott yfir leggingsbuxur sem eru að koma sterkar inn, bæði einlitar og með stjörnu- og ti- germunstrum. f fylgihlutunum vera stór sólgleraugu, fullt af armböndum og silfrið mun koma sterkt inn. í fyrrasumar var allt í gulh en í sumar fær silfrið að fljóta með. Eymalokk- amir verða lflca stórir og mikið af hárskrauti eins og kömbum auk þess sem ökklaskórnir verða mjög heitir í sumar.“ ------------------\ Slaufur í hárið „Þessi early ‘90s tíska er mjög áberandi núna og þá emm við að tala um skyrtukjóla sem em jafnvel teknir saman með belti í mittið," segir Alda B. Guðjóns- dóttir stflisti. Alda B. segir kven- lega jakka áberandi í sumar og að ermunum verði ýtt upp að olnboga. „Svo koma buxna- draktirnar, með kvenlegum jökkum og víðum buxum. Það verður hreyfing í buxunum en þröngt að ofan. Hins vegar verð- ur ekki mikið um liti, hvítt, svart, beistónar og dömpaðir jarðlitir verða málið og þeir blandaðir með ferskju- og sterk- fjólubláum-, mintugrænum-, el- ektrik bláum og gulum liturn." Alda B. segir töskurnar annað hvort mjög litíar eða afar stórar þar sem þú ert með alla vikuna með þér. „f fylgihlutunum verð- ur ekki mikið um stórar keðjur heldur meira um nettar slaufur í hárið auk borða, svona svolítiil ‘60s fflingur," segir hún og bætír við að henni lítíst vel á það sem koma skal. „Það verður mikið um satín og í sumar verður allt með rómantísku og saklausu yf- irbragði. í næturlífinu verður hins vegar gamaldags Versace glamúr í kjólum sem eru mikið bundnir að ofan, víð pils í skær- um litum og munstri." J Alda B. stílisti „Það verður mikið um satfn og I sumar verður allt með rómantlsku og saklausu yfirbragði. Kristín Kristjánsdóttir fata- hönnuður Ryk. Hvlturerlika alltaf flottur á sumrin og það er ekkert flottara en hvltur bolur, gallabuxur og hvítir sandalar, “ segir Kristín. A Pastellitir hræðilegir „Ég held að mittisjakkamir eigi eftir að koma sterkir inn í sumar," segir Kristín Kristjánsdóttir fatahönn- uður Ryk. Kristín segir gallabuxumar löngu orðnar sígildar og að þröngar galiabuxur séu málið í sumar. „Einnig verður mikið um bjarta og fallega lití í bolum auk þess sem það verður flott að hafa belti í mittinu til að sýna kvenlega vöxtinn. Að mínu mati er alltaf töff að vera í kvartbux- um og sandölum en það heitasta er að vera í þröngum buxum með stíg- vélin utanyfir," segir Kristín sem von- ar að konur haldi áfram að setja bux- urnar innan undir stígvélin. „Ég veit ekki með munstur en að mínu mati er töff að vera í blúndu í bakið og engu innan undir. Á sumrin finnst mér skærir litir, eins og dökkbleikur, gulur og túrkís alltaf flottir en samt held ég að pastel litirnir séu að koma. Sjálfri finnst mér þeir hræðilegir og ætla ekki að elta þá tískustrauma enda fer ég frekar mínar eigin leiðir. Hvítur er lflca alltaf flottur á sumrin og það er ekkert flottara en hvíturr>i« -- bolur, gallabuxur og hvftir sandalar," segir Kristín og bætir við að fylgihlut- irnir haldi áfram að vera áberandi. „Svarta glingrið heldur örugglega , Si,a áfram og þá er mjög flott að veraíoifi g ljósum fötum við.“ Hægt er að nálg- ast hönnun Kristínar f versluninni Sirku á Akureyri. _____________________> Aldrei púkaleg „Gallapilsin og gallabuxurnar verða áfram í sumar en það verða margar gerðir af buxum," segir Rann- veig Ólafsdóttir verslunarstjóri Kultúr í Kringlunni. Rannveig segir að í sumar verði margar konur í kvart- buxum og sandölum við en að stíg- vélatískan verði enn í gangi. „Bux- urnar verða enn settar undir stígvélin en það fer samt eftir veðri. Þegar veðrið er gott er málið að breyta yfir í sandalana," segir Rannveig og bætir við að svartur og hvftur litur verði áberandi í sumar. „í fyrsta skiptið í langan tíma verður svartur litur áber- andi yfir sumartímann. Ferskjulitur, blár, grár, bleikur og rauður verða einnig inni en hvítur verður sá allra sterkasti." Rannveig segir tískuna svolítið rómantíska og að hún verði kvenleg þegar líður á haustið. „Það er ekkert eitt sem er áberandi í dag. Tískan hefur verið og verður áfram svolítið breið þar sem þú getur leyft þér margt án þess að vera púkaleg." iig Ólafsdóttir verslun- Kultúr. „I fyrsta skiptið I ■Ima verður svartur litur ’i yfir sumartímann.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.