Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Síða 33
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 4. MARS 2005 33 reyndi að kanpa Utvarp Sögu Þegar Arnþrúður Karlsdóttir gengur inn á kaffihúsið til fundar við mig heldur hún á útprentuðu tölvupóstsbréfi. Konan sem Jónína Benediktsdóttir kallaði opinberlega „bréfberann" heldur á bréfi. Arnþrúður hafði samþykkt að rökstyðja ýmislegt sem hún hefur sagt á öldum ljósvakans, á þeirri útvarpsstöð sem hún á meirihlutann í og stýrir, Útvarpi Sögu - en einhverra hluta vegna átti ég ekki von á að hún væri með eitt umtalaðasta og huldasta tölvubréf síðari ára í hendinni. „Ég var að koma af fundi menhtamálanefndar," segir hún og leggur bréfið á borðið. „Langar þig að lesa þetta?" Þjónustustúlkan bjargar mér frá því að afþakka þann lestur að sinni, en Arnþrúði liggur mikið á hjarta, enda frumvarp um Ríkisútvarpið að fara í gegn og Arnþrúður lagði um- sögn Utvarps Sögu fyrir nefndina. „Við á Sögu leggjum höfuð- áherslu á að fólki verði frjálst að velja þann fjölmiðil sem það greiðir nefskattinn. Með því móti yrði meira jafnræði á milli ijölmiðla og örugglega vandaðri og metnaðar- fyllri dagskrá. Þá teljum við að Ríkis- útvarpið eigi ekki að hafa svona mik- ið forskot með aðstoð ríkisins, því það er ekki að framleiða meira menningarefni en við hin. Það er því eðlilegt að RÚV verði settar ein- hverjar skorður og takmarkanir varðandi auglýsingar." Það værí auðvitað algjör ósann- indi að segja þetta fyrsta fund okkar Arnþrúðar. Við höfum vitað hvor af annarri um áratuga skeið, starfað saman á jafn ólíkum stöðum ogfjöi- miðli og tískuverslun og þetta er þriðja viðtalið sem ég á við hana. Að þessu sinni vegna þess að hún hefur oft tekið djúpt íárinniþegarhún tal- ar á eigin útvarpsstöð og lika vegna þess að síðasta árið virðist hún hafa lent upp á kant við fólk sem margir tfkía talið vera vini hennar. En við byrjum á upphafinu á 'ævi þessarar konu: „Sem var í Flatey á Skjálfanda 21. október árið 1953," segir hún. „Ég er yngst átta systkina, önnur stelpan sem hjónunum Helgu Guðmunds- dóttur og Karli Pálssyni útgerðar- manni fæddist. Eyjan var ekki alltaf ábúendum sínum ákjósanleg. Þar var ekki rennandi vatn og vatnið þurftum við að sækja í brurm og eld- að var á kolaeldavél. Lífsbaráttan var gríðarlega hörð og sem dæmi þá bar mamma þvottinn af okkur öllum niður í fjöru og þvoði hann á bretti upp úr grænsápu. Nú til dags hring- ir maður bara í umboðið og vill skila þvottavélinni ef manni finnst hún ekki þvo nógu hratt! Mamma er stórkostleg kona, orðin 92 ára og á ættir í Flateyjardai og ég er þvf skyld Kára Stefánssyni og Thor Vilhjálms- syni. Pabbi var aðkomumaður, ætt- aður úr Eyjafirði. Ég held að það hafí verið um það bil 50 manns sem bjuggu í Flatey á mínum æskuárum og ég er mjög rík af þessum upp- runa. Fyrsta starf mitt var kúasmali og svo passaði ég heimalningana. Þess vegna er ég svo hrifin af mál- leysingjum. Ég hef oft hugsað út í það á lífsleiðinni að ég var aldrei svikin sem bam. Dýrin svíkja ekki. Þess vegna átti ég svo auðvelt með að treysta fólki." Þú talar íþátíð? „Já, þetta er hlutur sem ég snar- lega lagfærði í mínu fari af biturri reynslu. Það gerðist svo sem ekkert sérstakt, maður fer bara að upplifa ýmislegt og fer þá að spyrja sig spurninga og líta yfir farinn veg.“ Fyrsta menningarsjokk lífsins segist Arnþrúður hafa fengið þegar íjölskyldan fluttist til Húsavíkur þeg- arhún varátta ára: „Þá sá ég í fyrsta skipti bíla og húsaþyrpingar og fékk sælgæti og Coca Cola." Ogkynntist Jónínu Ben? „Nei, við Jónína vorum aldrei vinkonur í skilningi þess orðs. Það er mikill misskilningur. Þess vegna er ég ekki upp á kant við vini mína þeg- ar Jónínu ber á góma. Vissulega man ég eftir henni sem lítilli stelpu, en hún er fjórum árum yngri en ég, sem var mikill aldursmunur á þessum æsku- og unglingsárum. Ég bjó ekki nema í sjö ár á Húsavík, því ég var valin í unglingalandsliðið í hand- bolta þegar ég var 15 ára, gekk í Fram og fór í Kvennaskólann í Reykjavík. Auðvitað var það stórt skref að stíga að flytja að heiman 15 ára og til Reykjavíkur hafði ég aldrei komið þegar ég mætti þangað á mínum gulu gúmmístígvélum. Fyrir mér var þetta eins og fyrir marga að lenda aflt í einu í New York." Töffari með viðkvæma sál Arnþrúður var góður liðsmaður í meistaraflokki Fram og landsliðinu, naut sín íkeppni enda keppnisskap- ið aldrei verið í ólagi og liðið var mjög sigursælt á þessum árum: „Við Framstelpurnar höldum ennþá hópinn og hittumst mánað- arlega. Það er engin smá fjölskylda sem ég eignaðist þarna. Núna um miðjan mars erum við til dæmis að fara í veiðiferð austur í sveitir." Fyrirgefðu, en hvað veiðir maður ímars? „Við köllum þetta bara veiðiferð því karlmennirnir fara í slíkar ferðir á sumrin! En ég féll afskaplega vel inn í hópinn strax. Við héldum vel saman, enda æfðum við mikið og þetta var sterkur hópur. Ef þú sást eina Framstelpu, fylgdu aiveg ör- ugglega sex á eftir. Síðar spilaði ég með landsliðinu í nokkur ár með stelpum úr öðrum félögum, þeirra á meðal Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur menntamálaráðherra og Agnesi Bragadóttur, blaðamanni á Morgunblaðinu. Agnes var vinstri- handarskytta, alveg kolvitlaus í horninu," segir hún og brosir. „Auð- vitað langaði mig stundum heim á Húsavík, en þetta voru aðstæðurnar. Ég hafði horft á eftir bræðrum mín- um og systur fara að heiman og það þótti ekki tiltökumál. Ég var ekki með síma og fyrsta veturinn fór ég tvisvar niður á Símann við Austur- völl að hringja í foreldra mína úr símaklefa. Svona eru nú breyting- arnar á ekki lengri tíma, enda verð ég stundum miður mín þegar ég upplifi kröfurnar sem unga fólkið gerir nú til dags." Skólastjórinn á Húsavík hafði lagtdrögað því að Arnþrúður færi til náms við Kvennaskólann íReykjavík og að því loknu fór hún til starfa hjá Samhandinu. Þaðan lá svo leiðin í lögregluna, en eins og margir vita var Arnþrúður ein af fyrstu lögreglu konum íslands. Það var starfsem átti eftir að gjör- breyta lífi hennar: „Við Fram- stelpurnar rákumst á auglýs- ingu 4 þar * sem auglýst var eftir lögreglukonum. Við fórum að veðja hver okkar þyrði að sækja um og vorum þrjár sem það gerðu. Skyndilega var ég komin inn á gólf hjá lögreglustjóra og þá var ekki aftur snúið. Eg þorði ekki að segja að þetta hefði aðeins verið veðmál! Ég er þessi týpa sem snýr ekki við á miðri leið, enda er ég í vogarmerkinu og lít sjaldan um öxl. Mér finnst ekki taka því.“ Hugmynd Arnþrúðar var að Ijúka námi frá Lögregluskólanum og starfa innan lögreglunnar í eitt, tvö ár, en raunin varð önnur, árin urðu átta: „Ég fer ekki troðnar slóðir og finnst eðlileg- asti hlutur í heimi að ég sé eina konan sem verið hefur útvarps- stjóri á íslandi. Svona eftir á að hyggja fynd- ist mér skrýtið efég væri það ekki!" „Ég kunni ljómandi vel við mig í starfi lögreglukonu," segir hún. „Kennslan í skólanum er miklu yfir- gripsmeiri en margan grunar og þar er til dæmis mjög góð íslensku- kennsla og gott innsæi í helstu lög og reglugerðir. Eftir að ég lauk skól- anum var ég settur varðstjóri í um- ferðarslysadeild ásamt Björgu Jó- hannesdóttur. Sigurjón heitinn Sig- urðsson, fyrrverandi lögreglustjóri, var einhver fremsti kvenréttinda- frömuður sem til er. Jafnréttislögin voru ekki einu sinni komin í gildi á þessum tíma. Við vorum fjórar sem fórum í skólann þetta árið, 1974, en áður höfðu tvær konur klæðst lög- reglubúningi, þær Katrín Þorkels- dóttir og Dóra Hlín Ingólfsdóttir og við, þessar lögreglukonur, erum miklir vinir enn þann dag í dag." Hún verður hugsi þegarhún rifj- ar upp þennan tíma og segir lífs- reynsluna hafa verið afar erfiða: „Enda get ég varla lesið um banaslys í umferðinni," segir hún, en daginn sem viðtalið er tekið birt- ast tvær slíkar fréttir í blöðunum. „Ég er ekki eins mikill töffari og margir kunna að halda. Maður brást við aðstæðunum og tók á þeim og það var meira eftir á sem manni fór að líða illa, enda engin handleiðsla eða aðstoð í boði fyrir lögreglumenn á þeim árum. Margir lögreglumenn liðu mikið." Kærur: ekki allt sem sýnist Það var í starfi lögreglukonunnar sem endi var bundinn á frekari handboltaferil Arnþrúðar. f útkalli klukkutíma fyrir úrslitaleik slasaðist hún alvarlega á hendi: „Það var brunaútkall á Óðins- götu, þar sem fjórir menn voru lok- aðir inni," segir hún og þagnar um stund. „Okkur tókst því miður ekki að bjarga þeim. Ég var með kaðal bundinn við höndina og sjúkrabíll sem kom að keyrði á kaðalinn og i sleit höndina af mér. Hún hékk á bláþræði, þannig að ég var ein , þeirra sem þurfti að flytja á slysadeildina. Mennirnir létust við hliðina á mér á spítalanum," segir hún og það er augljóst að enn- þá fær þessi endurminning mikið á hana. „Ég hef átt í erfiðleikum með að beita hægri hendinni síðan og þótt Rögnvaldur Þorleifsson og Tryggvi Þorsteinsson hafi verið góðir læknar, dugði það ekki til. Ég reyndi að leika handbolta með spelkur, en það gekk þvi miður ekki. Jú, það var erfitt að sætta sig við þetta á þessum tíma - kannski sérstaklega vegna þess að ég hef ekki einu sinni fengið tryggingabætur! Sjóvá er búin að eyða öllum gögnum og málið'ekki til en þeir áttu eftir að greiða mér helming bótanna sem voru 6 milljónir gamalla króna," seg- ir hún og brosir stríðnislega. „í kjöl- far þessa var ég skipuð rannsóknar- lögreglumaður hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Þar starfaði ég í fjögur ár og kannski þess vegna skynja ég oft hvað það er sem er ósagt, þegar ég les um mál í blöðunum. Eins og nafnið bendir til fólst starfið í að rannsaka sakamál og mér hefur einmitt orðið tíðrætt um hvað það er nauðsynlegt að skoða vel hvað ligg- ur að baki öllum kærum sem lagðar eru fram. Það er ekki endilega allt sem sýnist. Falskar nauðgunarkærur eru til dæmis staðreynd. Þar getur legið að baki hefndarþorsti, einhver þorði ekki að segja satt til um fram- hjáhald og annað slíkt. Ég lenti í því að leysa slík mál, fékk oft útkall á nóttinni og stundum voru þetta kærur sem voru ekki sannar. En ekk- ert var jafn erfitt og að koma að sjálfsvígi." Hjá RLR kynntist Arnþrúður fyrri eiginmanni sínum, Gísla Pálssyni, sem nú starfar við morðdeild Ríkis- lögreglustjóra. Þau eiga dótturina Arnþrúði Önnu, sem er 26 ára og starfar núna við hlið móður sinnar á Útvarpi Sögu: „Hún er yndisleg stúlka, gull af manni," segir Amþrúður og stoltið leynir sér ekki þegar hún talar um hana og son sinn af seinna hjóna- bandi, Einar Karl Gunnarsson, sem er nýorðinn 14 ára. „Ég á ffábær börn sem reynast mér vel í hvívetna." Meðan Arnþrúður starfaði hjá Rannsóknarlögreglunni á daginn stundaði hún nám í öldungadeild MH íFjögur árogþað var oft á tíðum mikil vinna og álag. „Ég var svo sem ekki með neitt ákveðið nám í huga í framhaldinu og það var fyrir algjöra tilviljun sem ég fór að mennta mig á sviði fjöl- miðlunar," segir hún. „Upphafið má rekja til þess að ég hitti Sigmar B. Hauksson á götu, líklega árið 1981. Hann sá þá um þátt hjá Ríkisútvarp- inu ásamt Ástu Ragnheiði Jóhannes- dóttur, sem var að hætta og gera sinn eigin þátt. Sigmar spurði mig hvað ég væri eiginlega að gera í lög- reglunni, hvort ég vildi nú ekki frek- ar fara að vinna við eitthvað skemmtilegt og koma í útvarpið. Þar sem RLR og Útvarpið voru báðar rík- isstofnanir var ég lánuð yfir til Ríkis- útvarpsins í þrjá mánuði til að hugsa mig um og eftir það varð ekki aftur snúið. Þegar ég mætti til starfa hjá útvarpinu á Skúlagötu gekk ég inn í nýjan heim. Þar voru allir glaðir og engar sorgir að kljást við, alveg ynd- islegt fólk. Ég ákvað að söðla um og fara yfir í fjölmiölana, eitt leiddi af öðru og þegar Rás 2 var stofnuð 1983 var ég fengin þangað með Þorgeiri Ástvaldssyni, Páli Þorsteinssyni, Ás- geiri Tómassyni og Jóni Ólafssyni að búa til eitthvað sem hét „frjálst út- varp" og enginn vissi hvað var. Við héldum að það væri bara nóg að út- búa boli sem á stóð „Rás 2" og geng- um um í þeim!" segir hún og skelli- hlær. Ólíkir menningarheimar „í kjölfar þessa ákvað ég að sækja um við blaðamannaháskólann í Osló og hélt þangað með Arnþrúði I f tískubrans- I anum Arnþrúð- I ur stofnaði og I rak Tískuhús | Sissu um árabil. önnu dóttur mína, sem þá var þriggja ára. Leiðir okkar Gísla höfðu skilið, en við verðum alltaf góðir vin- ir. Noregur átti alveg óskaplega vel við mig, ekki bara Osló heldur allt , sem norskt er. Nágrannarnir voru þannig að þeir bönkuðu upp á klukkan sjö á morgnana ef maður var ekki mættur í skíðabrekkuna með sitt barn, svo ég sá að mér yrði ekki vært öðruvísi en fá mér göngu- skíði. Arnþrúður Anna fór því í skíðaskóla og ég gekk um á göngu- skíðum í Holmenkollen á meðan með mitt kakó!" Eftir að Arnþrúður útskrifaðist sem blaða- og fréttamaður frá blaðamannaháskólanum sótti hún um starf hjá norska ríkisútvarpinu, NRK. Hún þykist ekki heyra þegar ég spyr hvort hún hafí verið svo góð í norsku aðþeirhafíhiklaustráðið út- lending til starfa á fréttastofunni, en þegar ég ítreka spurninguna kemst hún ekki hjá þvíað svara: „Ég þurfti að fara í inntökupróf ásamt níu öðrum útlendingum og var sú eina sem náði inn. Ég starfaði jafnframt sem fréttaritari fyrir ís- lenska sjónvarpið í Noregi. Aðallega sá ég um fréttir sem tengdust sjávar- útvegi, en þeim þótti líka mjög merkilegt að íslendingar drykkju bjórlíki! Eins og fyrr segir kunni ég vel við dvölina í Osló og ákvað að fara í enn frekara nám sem tók tæp þrjú ár til viðbótar. Ég fór í háskól- ann í Osló og nam fjölmiðlafræði og útskrifaðist með ex.phil.-próf i heimspeki. Mér leið óskaplega vel í Noregi, fannst ég varla hafa lifað betra lífi og hefði ekki flutt aftur heim nema vegna þess að Arnþrúð- ur Anna átti pabba á íslandi sem hún elskaði auk þess sem hún var '*r komin á skólaaldur. Ég stóð frammi fyrir því að velja hvort dóttir okkar yrði Islendingur eða Norðmaður." Þú fórst hamförum í einum þátta þinna þegarrætt var um múslima og ræddir einmitt námsárin þín í Osló. Ertu fordómafull? „Já og nei, ég á það til að vera for- dómafull en reyni að vera sann- gjörn," svarar hún brosandi. „Þegar maður hefur hins vegar búið með fólki frá gjörólíkum menningar- heimi og reynslan er slæm, eru það ekki fordómar sem stjórna því hvað Framhaldá næstusíðu I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.