Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Side 44
44 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006
Helgarblað DV
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri úthlutaði Qórum styrkjum úr Guðrúnarsjóði við
athöfn í Höfða í vikunni. Guðrúnarsjóður er nýr sjóður sem var stofnaður af Reykjavíkurborg
í fyrra í samstarfi við stéttarfélagið Eflingu.
\
\
\
Guðrúnarsjóðurinn er kenndur við Guðrúnu Halldórsdóttur, fyrrverandi forstööumann
Námsflokka Reykjavíkur, en hún hefur sem kunnugt er unnið mikið brautryðjendastarf
við uppbyggingu Námsflokkanna. Markmið sjóðsins er að styðja við verkefni eða starf fé-
lagasamtaka á þeim sviðum þar sem sem Guðrún lét mest til sín taka og lýsa má með
þremur einkunnarorðum: Jafnrétti, frelsi og fjölmenningu.
I uðrún hefur sannarlega lát-
-ið tíl sín taka í málefhum
Iþeirra sem ekki hafa haft
tækifæri til að ganga menntaveg-
inn eftir hinni hefðbundnu beinu
braut og viðurkennir að skjól-
stæðingar hennar í gegnum tíðina
standi hjarta hennar ákaflega
nærri.
„Mér þykir voðalega vænt um
krakkana sem koma hingað til
lands sem innflytjendur en mér er
líka afar hlýtt tíl allra hinna sem
koma og þurfa að bæta stöðu sína
í námi,“ segir Guðrún. „Fjöldi
fólks hefur oröið undir í lífsbarátt-
unni og það fólk þarf að eiga
möguleika á að vinna upp það
sem hefur glatast eða misfarist. Ég
ber aUa þessa nemendur mjög fyr-
ir brjósti og hef reynt aö opna
þeim leið. Það er markmið sem
gleður mig að hafi gengið eftir."
Ekkert samasemmerki milli
prófa og gáfna
Guðrún var í 30 ár hjá Náms-
flokkum Reykjavíkur en lét af
störfum fyrir tæpu ári. Skólinn var
rúmlega 33 ára þegar Guörún tók
við honum, en hann var stofnaður
árið 1939.
„Markmið þessa skóla hefur
aUa tíð verið það að opna leiðir
fyrir fólk sem hefur ekki farið
hefðbundna leið í námi, annað
hvort vegna búsetu eða bágra
kjara. Fjölmargir útí á landi höfðu
ekki möguleika á að sækja skóla
og markmið Námsflokkanna var
að veita því fólki tækifæri. Þegar
skólinn var stofnaöur áriö 1939
var stríöið að skeUa á og þá hófiist
mestu búferlaflutningar sem orð-
ið hafa á fslandi. Fólk fluttíst í
stórum stfl til höfuöborgarsvæð-
isins og einn skólabróðir minn
sagði mér að fyrir pabba sinn
mm
Tók stoltur á móti
styrknum
Máni Jósepsson kom til íslands þriggja ára
gamall en hann fæddist í flóttamannabúöum í
Hong Kong. Máni kom hingaö meö foreldrum
sínum og eignaöist tvö systkini eftir aö hann
fluttist til landsins. MóÖir Mána lést áriö 2003
og nú býr hann á heimili fyrir böm og unglinga
sem Reykjavíkurborg rekur á Asvallagötunni
Máni hefur staðiö sig með stakri prýöi í skóla og unn-
ið að félagsmálum, meðal annars verkefninu Framtíð f
nýju landi, þannig að hann er vel að styrknum kominn.
Hann talar að sjálfsögðu lýtalausa íslensku en hann
heldur vfetnömskunni viö með félögum frá sfnu heima-
landi.
„Fyrst þegar ég kom áttí ég aðaUega fslenska vini
þannig að þegar ég byrjaöi að tala við Vfetnamana eitt-
hvað um tíu ára var ég bara lélegur í málinu," segir hann
hlæjandi. „Ég hafði ekki mikinn orðaforöa, en það hefur
breyst og nú tala ég hana ágætlega. Ég á lfka víetnamska
kærustu og það hjálpar."
Á ráðstefnu f Kraká
Máni segist aldrei hafa oröið fyrir neinum kynþátta-
fordómum og finnst hann bara vera fslenskur. Hann er á
þriöja ári á náttúrurfræðibraut f Kvennaskólanum og
stefiíir í verkfræði f Háskólanum eftír stúdentspróf. Meö
—
skólanum vinnur Máni ýmis störf, meðal annars hjá
IKEA aðra hveija heigi, og fjármagnar sitt nám að mestu
sjálfur.
„Styrkurinn kom sér mjög, mjög vel. Ég fæ um það bil
50 þúsund krónur á mánuði í laun en svona aukapen-
ingar skipta miklu máli og svo var þetta svo mikill heið-
ur. Ég var ofsalega stoltur þegar ég tók á móti styrknum."
Máni segir fínt að búa á unglingaheimilinu en hann
segist oft vera kallaður til þegar þarf aö aðstoöa ný-
komna og stundum túlkar hann f Alþjóðahúsinu. Hann
var líka fulltrúi Alþjóðahússins á ráðstefhu í Kraká ný-
lega þar sem hann kynnti sér málefni innflytjenda frá
mörgum löndum og kom svo heim og deildi reynslu
sinni. Honum finnst gott að vera unglingur á íslandi.
Lfflö ekkert bara auðvelt
„Ég er ánægður með flest, ekki síst veðrið," segir hann
hlæjandi. „Það hentar mér vel að búa í landi þar sem
veöurfarið er svona svalt og hressandi. Ég er samt í
miklu sambandi viö vfetnamska vini og við höldum að
einhvetju leytí í víetnamskar heföir. Það er einn dagur í
viku sem rnaöur hittir fjölskylduna og borðar meö henni
og ákveðnir dagar þar sem maður biður fyrir hinum
látnu. Þá bið ég meðal annars fyrir mömmu minni."
Máni segir móðurmissinn hafa verið erfiðan en lífiö
sé bara ekkert endilega auðvelt. „Maður verður bara að
takast á við verkefnin og vera bjartsýnn. Ég reyni alltaf
að gera það. Ég ætla að vera áfram á íslandi, hér á ég
heima og hér líður mér vel. Ég vonast samt tíl að heim-
sækja Víetnam í framtíðinni, kannski meira að segja
strax í vor.“
edda@xlv.ls
Finnst íslenskan
fegurst tungumála
HongXuan Ngyen, sem er reyndar kölluö Emily, kom
til íslands frá Víetnam í mars áriö 2000. Hún hefúr
staðiö sig afburöa vel í námi og hlaut viöurkenningu
fyrir frammistöðu sfiia í stærðfræði þegar hún útskrif-
aðist sem stúdent frá MH.
Emily talar fallega íslensku enda lagði hún sig strax í upphafi
fram við fslenskunámið. „Ég kom hingað með foreldrum mfoum
og litla bróöur, en móöurbróðir minn kom hingað með hópi
flóttamanna árið 1991. Hann hvatti okkur til að koma lfka og viö
slógum tfl," segir Emfly sem hlakkaði strax tfl vistaskiptanna.
„Mér fannst bara spennandi að fá að kynnast nýju landi, nýj-
um siðum og nýju fólkL Ég var 15 ára þegar við komum og Iflcaði
strax vel Ég byrjaði í skólanum í Keflavflc þar sem við bjuggum og
var mjög vel tekið. Fyrst talaði ég aðallega ensku en ég fékk sér-
kennara í íslensku og langaöi að læra tungumálið veL Mér finnst
íslenskan svo falleg,“ segir Emily. „Það skiptir lfka svo mfldu máli
að ná tökum á tungumálinu og laga sig að nýjum siðum. í
Víetnam segjum við að ef ég er gestkomandi í þfou húsi verð ég
að fara efdr þfoum reglum. Það er alveg eins þegar maður er gest-
komandi í nýju landi," segir Emily.
Gott aö hafa eldd áhyggjur af peningamálum
Efdr að Emily lauk samræmdu prófunum lá leið hennar í Fjöl-
brautaskóla Suöumesja en þegar fjölskyldan fluttist tfl Reykjavík-
ur hóf hún nám við MH og lauk þaðan stúdentsprófi. Nú er hún
m
Máni Jósepsson
Vinnur með skólanum
og sinnir ráðgjafastarfi
fyrir verkefnið Framtíð i
nýju landi.
) 4