Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 12.APRÍL2006
Fréttir DV
SígUrAlir Káni KrÍSQáilSSOII Skólastjórinn afhjúpar lausn í máli Flóka eftir páska
Hann er gegnheill sómadreng-
ur, fyndinn, duglegurog harður
vígamaður ípólitískri orrahríð.
Hann er lélegur hlaupari.
Stuðningsmaður Manchest-
er United. Of hægrisinnaður.
„Hefkynnst honum
Sigurði vet. Kann við
fáa jafn vel og hann.
Gegnheill sómadreng-
ur. Fastur Isinni pólitik.
Persónulega þekki ég
enga ágalla aðra en
hans hægrisinnuðu skoðanir. En
Sjálfstæðisflokkurinn er heppinn
að hafa hann ísinni framvarða-
sveit."
Björgvin G. Sigurösson alþingismaöur.
„Helsti gallinn við
Sigurð erhvað hann er
seinn að hlaupa. Hann
hefði verið með mér I
fótboltanum efhann
hefði verið sneggri.
Hann ermjög traustur.m
Maður veit alltafhvar maður
hefur hann. Ég held að fáir viti
hversu mikil húmoristi hann
Sigurðurer. Hefur skemmtilegan
gálgahúmor."
Pétur Marteinsson æskufélagi.
„Hann ermjög
skemmtilegur, duglegur,
færvígamaðuri
pólitískri orrahríð. Hans
helsti galli er að hann
styður Mancester
United."
Guðlaugur Þór Þórðarson
alþingismaður.
Sigurður er fæddur 9. mal 1973. Sonur
hjónanna Kristjáns Ágústs ögmundsson-
ar og Elínar Þórjónsdóttur. Sigurður er
alinn upp I Suðurhólum í Breiðholtinu.
Hann gekk I Hólabrekkuskóla,
Verzlunarskólann og tóksvo lögfræðipróf
frá Háskóla íslands. Árið 2003 var
Sigurður kosinn á þing fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og situr I fjórum
þingnefndum fyrirhann; Allsherjarnefnd,
iðnaðarnefnd, menntamálanefnd og
sérnefnd um stjórnarskrármál. Hann á
eina systur. Sigurður er í sambúð.
Tölva ræður
fólk í álver
Um sjöhundruð um-
sóknir hafa borist álverinu
í Straumsvík sem er með
því meira sem borist hefur
hingað til samkvæmt vf.is.
Ljóst er að Hafnfirðingar
hafa ekki látið umtal um-
hverfissinna á sig fá undan-
farin misseri og því komin
upp'sú staða að álverið þarf
að vísa mörgum hæfum
einstaklingum frá. Álverið
hefur komið sér upp nýj-
um hugbúnaði sem vinnur
úr umsóknum og flýtir fýrir
allri vinnu við ráðningar og
ætti því að auðvelda mönn-
um þetta erfiða ferli.
Flokamalið sagt vera
leyst í ágætri sás
Ekkert fæst uppgefið um það í hverju sú lausn felst sem sögð er
vera fundin vegna óánægju foreldra skólabarna á Hvanneyri um
kennsluaðferðir séra Flóka Kristinssonar í kristinffæðitímum.
,Ég er ekki að taka
fram fyrir hendurnar
á skólastjóranum.'1
„Það er búið að leysa máiið í
ágætri sátt. Eftir páska fær fólkið
sem málið varðar fregnir af því," seg-
ir Guðlaugur Óskarsson, skólastjóri í
Grunnskóla Borgarfjarðarsveitar, um
vandamái sem kom upp í skólanum
vegna kvartana foreldra yfir kennslu-
aðferðum séra Flóka Kristinssonar.
Flóki fann lausnina sjálfur
Sjálfur segist séra Flóki vera sáttur
við þá lausn sem fundist hafi. Hún sé
í samræmi við það sem hann sjálfur
hafi upphaflega lagt til. „En ef Guð-
laugur hefur ekki sagt hver lausnin
er, þá ætla ég ekki að gera það held-
ur. Ég er ekki að taka fram fýrir hend-
urnar á skólastjóranum," segir Flóki.
Guðlaugur skólastjóri boðaði til
fundar á miðvikudag í síðustu viku
vegna óánægju meðal foreldra þeirra
barna sem eru nemendur í kristin-
fræðum hjá séra Flóka.
Fræðslunefnd fordæmir DV
„Ég get ekkert tjáð mig um þetta
mál. Skólastjórinn er með verkefn-
ið á sinni könnu. Fræðslunefndin
hefur fjallað um málið og ég vísa til
ályktunar nefndarinnar," segir Snorri
Sigurðsson, formaður fræðslu-
nefndar Borgarfjarðarsveitar.
Bókun fræðslunefndarinrtar er
eftirfarandi:
„Borist hafa athugasemdir
vegna kristinfræðikennslu Flóka
Kristinssonar í grunnskólanum á
Hvanneyri. Skólastjóri vinnur að
lausn málsins í samvinnu við for-
eldra. Lakara er hinsvegar að DV
hefur birt fréttir af málinu sem
eru í engum takti við eðli og um-
fang þess. Fræðslunefnd fordæmir
fréttaflutning DV og stendur heils-
hugar að baki skólastjóra í
sáttastarfi hans."
Dautt og ómerkt
Séra Flóki hefur einnig gert
athugasemdir við lýsingar
sem DV hafði eftir heim-
ildarmanni um samskipti
Flóka við nemendur sína
í skólanum á Hvanneyri.
í þeim efnum hafi verið
farið með staðlausa stafi.
Þegar viðkomandi frétt
birtist mánudaginn 3.
apríl vildi þessi heimildar-
maður ekki láta nafns síns
getið. Sú staða er óbreytt.
í yfirlýsingu sem séra Flóki
sendi frá sér í liðinni viku sagði
hann að meðan þessi heimildar-
maður DV ekki stigi fram í dagsljós-
ið undir eigin nafni væru ummæli
hans dauð og ómerk.
gar@dv. is
Guðlaugur Óskarsson
Skólastjórirm ætlar að kynna
foreldrum skólabarna lausn Imáli
séra Flóka Kristinssonar eftir páska.
Eigendur Hallarinnar í Eyjum funduðu með nágrönnum. Fyrsta ballið á fóstudaginn langa.
Svefnlaus nótt nágranna fram undan
Ingi Sigurðsson, útibússtjóri Glitn-
is í Vestmannaeyjum, og Ólafur Elís-
son sparisjóðsstjóri héldu fund með
nágrönnum Hallarinnar í fýrradag til
að kynna þeim hvað er ffam undan í
málefnum Hallarinnar. Eins og frarn
kom í frétt DV um málið í gær hafa
Glitnir og Sparisjóðurinn sem nú eiga
húsið, fengið bráðabirgðastarfsleyfi
fyrir starfsemi
skemmtistaðar-
ins. Fyrsta ballið
verður eftir mið-
nætti á föstu-
daginn
langa. Frið-
björn Val-
týsson, einn'
nágrann-
anna, segir
að þeir
sjái fram á
svefnlausa
nótt meðan á þessu balli stendur.
Þeir Ingi og Ólafur greindu frá
þeim endurbótum sem fyrirhugaðar
eru á Höllinni í ár og jafnframt gerðu
þeir nágrönnunum tilboð um að setja
upp nýja hljóðeinangraða glugga í
hús þeirra. Samkvæmt því sem þeir
sögðu er ljóst að töluverðum upp-
hæðum þarf að eyða til að starfsemi
geti farið fullt í húsinu.
Friðbjörn segir að eftir sem áður
hafi engar breytingar átt sér stað frá
því að Höllinni var lokað á sínum
tíma og hávaðamengun verður sú
sama og áður. Hann bendir einnig á
að brunavörnum sé ábótavant að því
leytí að útgangur út á svalir hússins sé
brunavarnaútgangur en það vanti svo
stíga eða tröppur tfi að komast niður
af svölunum.
Sigurður Smári Benónýsson,
byggingarfulltrúi í Eyjum, segir hvað
þetta varðar að lokaúttekt hafi ekki
farið frarn á húsinu en hún standi fyr-
ir dyrum. „Þetta atriði mun að sjálf-
sögðu koma til skoðunar í þeirri út-
tekt," segir Sigurður Smári en vísar að
öðru leytí á Berg Elías Ágústsson bæj-
arstjóra til svara fyrir framtíð Hallar-
innar. Bergur svaraði ekki skilaboð-
um frá DV í gær.
Til eru tvær viðamiklar úttektir á
ástandi Hallarinnar, annars vegar frá
Línuhönnun og hins vegar frá Rann-
sóknarstofnun byggingariðnaðarins.
Samkvæmt þeim
þarf að eyða tugum
milljóna króna til að
hljóðeinangra
húsið á raun-
hæfan hátt
og gera aðr-
ar nauðsyn
legar end-
urbætur á
því.