Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 34
Fréttir DV 42 LAUGARDAGUR 6. MAÍ2006 Þótt öryggisgæsla í íslenskum fangelsum sé ekki sú strangasta í heimi er það fremur sjaldgæft að fangar strjúki úr vistinni. Þeir fáu sem reynt hafa að flýja fangelsismúrana hafa ávallt verið handsamaðir fljótt aftur. At- burðarásin í þessum flóttatilraunum er oft æsileg. DV ræddi við reynslubolta úr röðum fangavarða og fékk að *heyra um eftirminnilegustu strokufangana. # iFlóttinn mikli Æsilegasta flóttatilraun íslandssögunnar er án efa tilraun þeirra Donalds Feeney og Jóns Gests Ólafssonar í ágúst 2003. Jón Gestur afplánaði á Litla-Hrauni dóm sem hann fékk í júlí 2003 fyrir að nauðga sex- tán ára gamalli stúlku í heimahúsi. Donald Feeney hafði skömmu áður komist í fréttirn- ar með eftirminnilegum hætti þegar hann ásamt fyrirtæki sínu, CTU, reyndi að ræna tveimur íslenskum dætrum Ernu Eyjólfs- dóttur og fara með þær til Bandaríkjanna. Feeney var ráðinn til verksins af fyrrverandi eiginmanni Ernu, Brian Grayson. Mannránið komst upp þegar önnur stúlkan var komin háifa leið til Lúxemborg- ar í Flugleiðavél og hin var í vél á Keflavík- urflugvelli og nokkrar mínútur til brottfar- ar. Feeney var dæmdur í tveggja ára fang- elsi fyrir skipu- lagningu mannráns- bandaríska hernum. Sá bakgrunnur hafði mikil áhrif á hans daglega líf. Til dæmis hljóp hann klukkutíma á dag með bakpoka með um þrjátíu kílóum af sandi. Samfangar Feeneys fussuðu og sveiuðu þá yfir þessu uppátæki en skildu betur síð- ar tilganginn. Samverkamaðurinn fundinn Eftir að hafa fengið símtal frá konu sinni Judy, sem aðstoðaði við mannránstilraun- ina, þess efnis að fyrirtæki þeirra hjóna í Bandaríkjunum væri á barmi gjaldþrots ákvað Donald að láta til skarar skríða. Það fyrsta sem þurfti að huga að var að finna sér samverkamann. Donald þótti ómögulegt að vera einn á flótta í ókunnugu landi. Reynsla hans úr hernum hafði kennt honum það. Hann reyndi því að finna ein- hvern sem líklegur var að geta bjargað sér úr ólíklegustu aðstæðum. Sá sem varð fyrir val- inu var Jón Gestur Ólafsson. Stórhættulegur nauðgari Jón hafði aðeins mán- uði áður verið dæmd- ur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga sextán ára stúlku í heimahúsi í Reykjavík. Nauðgunin þótti sérstaklega óhuggu- leg en Jón notaði við hana stærðarinnar hníf til að ógna konunni sem varð fyrir ofbeldi hans. Jóni Gesti líkaði vistin illa á Litla-Hrauni og tók vel í hugmyndir Donalds um að flýja land. Donald Feeney Dæmdur I tveggja ára fangetsi fyrir mannrán. Reyndi að flýja til Færeyja skömmu slðar. Gestur hefði bakgrunn úr erlendum her- sveitum en það var ýkjusaga sem Jón Gestur sagði mörgum í þá daga. Meðal annars fórn- arlambi sínu, stúlkunni sem hann nauðg- aði. Vinir þeirra af Hrauninu í þá daga segja að ákvörðun Donalds um að fá Jón Gest með í flóttatilraunina hafi einmitt ráðist af þessum misskilningi. Og hann átti eftir að reynast dýrkeyptur. Hræddur við Keflavíkurflugvöll Árið 1993 þufti enga sérstaka snill- inga til að flýja fangelsið á Litla- Hrauni. Kúnstin fólst frekar í því að nást ekJd. Flestir sem strokið höfðu árin áður höfðu yfirleitt verið teknir innan við sól- arhring síðar á einhverju af öldurhús- um bæjarins. Enn aðrir skiluðu sér ein- faldlega sjálfir í Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og afsökuðu fjarvlst sína með því að þeir hefðu haft mikilvægum er- indum að sinna. Donald Feeney vissi sem var að ekki var á það hættandi að reyna að fljúga af landi brott frá Kefla- víkur- flug- velli. Bit- ms. Strangtru- aður || her- ■ maður Don- W ald Feeney er enn þann dag (1 í dag talinn af þeim i sem eftir hon- P um muna einn 1 af þeim eftir- minnilegri sem þar hafa dvalið. Honum er lýst af fyrrverandi sam- 3* föngum sem strangtrúuðum »kaþólikka með bakgrunn úr Laug til um bakgrunn sinn Donald stóð í þeirri trú að Jón Jón Gestur Ólafsson Var nær dauða en llfi eftir langhlaupið tilSelfoss. Brian Grayson Réð Feeney til þess að koma tveim dætr- um sfnum úr landi og til Bandarikjanna. ur H Litla-Hraun Enginn hefur I sloppið úr rammgerðasta ■ fangelsi landsins síðustu ár. honum það. Starfslið hans frá CTU var grip- ið glóðvolgt á Hrauninu og þá var ekkert eft- ir annað en að hlaupa á Selfoss. Nær dauða en lífi Langhlaupið reyndist Donald Feeney lít- ið mál, enda í feiknaformi. Jón Gestur var hins vegar nær dauða en lífi þegar þeir fé- lagar komust loksins á Selfoss enda hafði Donald rekið hann miskunnarlaust áfram á leiðinni. Frá Selfossi var tekinn leigubíll til Reykja- víkur þar sem leiðin lá á Hótel Loftleiðir. Fé- lagarnir köstuðu þar mæðinni enda beið þeirra langur dagur. Snemma morguninn eftir lögðu þeir í hann frá Reykjavíkurflug- velli. Þeir millilentu í Vestmannaeyjum eins og áætlað var. Ferðamennirnir stigu frá borði en Halldór Árnason flugmaður tilkynnti þeim að vegna slæmra veðurskilyrða þyrftu þeir að bíða á flugvellinum þangað til það myndi létta til. Sannleikurinn var hins veg- ar sá að haft hafði verið samband við Hall- dór og honum tikynnt að hann væri hugsan- lega með strokufanga um borð. Hann var því beðinn um að tefja tímann þar til næðist að sannreyna hverjir væru á ferð með honum. Veðurskilyrði voru ekki góð og Halldór beið því spakur á flugvellinum þar til lög- reglumenn komu á staðinn og handtóku Donald Feeney og Jón Gest Ólafsson. Saman í írak Þótt flóttatilraun þeirra félaga hafi farið svona hrapallega úrskeiðis er hún engu að síður sú eftirminnilegasta í manna minnum. Jón Gestur og Donald héldu vinskap sínum eftir að þeir losnuðu loksins af Hrauninu. Jón Gestur fékk vinnu hjá fyrirtæki Don- alds og hlaut þjálfun í Manilla á Filippseyj- um. Síðast fréttist af honum í i’rak þar sem hann særðist við sjálfsmorðssprengitilræði í Bagdad. Jón Þór er þar við störf hjá CTU við einkaöryggisgæslu en sá iðnaður er blóm- legur þessa dagana vegna ótryggs ástands í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.