Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Blaðsíða 4
: 4 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ2006 Fréttir DV Fangarunnu lögmenn Fangar á Lida-Hrauni unnu lögmenn, 7-6, í ár- legum leik á Litla-Hrauni á dögunum. Leikurinn var æsispennandi og fengust úrslitin ekki fyrr en eftir framlengingu. Heimild- ir DV herma að fangarnir hafi ekki stillt upp sterk- ara liði í áraraðir. Vel fór á með þessum tveimur liðum sem settust niður eftir leik, drukku Pepsí og borðuðu Prins póló. Engar yfirheyrslur DV hefur heimildir fyr- ir því að engar yfirheyrslur hafi farið fram í Stóra BMW- málinu síðan gæsluvarð- hald yfir fjórmenningunum Ólafi Ágústi Ægissyni, Herði Eyjólfi Hilmarssyni, Johan Hendrik og Ársæli Snorra- syni var framlengt um sex vikur síðastfiðinn föstudag. Kastaði öskubakka Átján ára stúlka á Suður- nesjum var í vikunni dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa, í desem- ber síð- astliðn- um hent ösku- bakka í átt að starfsmanni Félagsþjónustu Reykjanesbæjar. Var starfs- maðurinn að hafa afskipti af stúlkunni er hún reidd- ist og atburðarrásin hófst. öskubakkinn lenti á höfði starfsmannsins sem hlaut skurð, sem þó þurfti ekki að sauma. Stúlkan var ákærð fyrir brot gegn valdstjóm- inni og lauk málinu sem fyrr greinir í dómsal en það var virt henni til viðlits að hún hefur átt erfitt og að hún var með hreina sakaskrá. Kerlingarfjöll opin Nú um síðustu helgi opn- aði útivistar- og göngusvæð- ið formlega fyrir sumar- umferð. Gistipantanir fyrir sumarið 2006 em nú þegar hátt á fjórða þúsundið ásamt því að 800 hestar koma við í fjöllunum í sumar. Kjalvegur er nýheflaður og með besta móti. Fært er í Kerlingarfjöll á ölfum bílum - bæði stór- um og smáum. Staðarhald- ari í sumar verður sagnfræð- ingurinn Þóra Fjeldsteð. Eftir að skíðaiðkun var lögð af í Kerlingarfjöllum árið 2002 og öU áhersla lögð á að byggja upp útivistar- og göngusvæði hefur aðsókn almemira ferðalanga farið stigvaxandi. íviðtaliReuters-fréttastofunnaráþriðjudaginnviðUnniBimuVilhjálmsdótturalheims- fegurðardrottningu kom fram að hún væri á lausu. Fréttablaðið birti frétt um þetta í miðvikudagsblaði sínu og vakti það mikla athygli enda hefur samband hennar og hesta- mannsins Sigurðar Straumfjörð verið á síðum blaða að undanförnu. Sigurður varð sjálfur hvumsa við lestur fréttarinnar og hringdi beint í sína heittelskuðu. „Er eitthvað sem þú átt eftir að seaja mér Unnur Birna?" Það er ekki tekið út með sældinni að bera titilinn Ungfrú Heimur. Því hefur Unnur Birna Vilhjálmsdóttir fengið að kynnast að und- anförnu. Endalaus ferðalög heimshornanna á milli og misjafti- lega þokkaðir fjölmiðlamenn á hverju strái. Fréttamanni frá Reut- ers-fréttastofunni tókst meðal annars að snúa út úr orðum hennar og sagði hana á lausu jafnvel þótt hún sé í ástríku sam- bandi við hestamanninn Sigurð Straumfjörð. Fréttin birtist þýdd í Fréttablaðinu daginn eftir og vakti mikla athygli. „Þetta er algjört rugl sem stend- ur í þessari frétt," sagði Unnur Birna við DV í gær aðspurð um hvort hún væri á lausu. „Blaðamaðurinn spurði hvort ég væri á lausu og ég sagði að það væri bara mitt einka- mál sem ég vildi ekki ræða. Hann kaus að setja þetta svona fram," sagði Unnur Birna. Ástarmálin ekki vinsæl Unnur Birna sagði að það væri 4 m Hamingjusamt par Það ber engan skugga ó samband alheimsfegrurðardrottningarinnarog hestamannsins Siqurðar Straumfjörð. „Hann spurði mig hvortþað væri eitt- hvað sem ég ætti eftir að segja hon- um/'sagði Unnur Birna og hló. reyndar ekki vjnsælt hjá að- standendum keppninnar að hún væri að ræða um ástarmál sín í fjölmiðlum. „Það er ekki bannað en það er farið fram á að ég ræði frekar um hluverk mitt og keppnina heldur en um ástar- málin." Sambandið gengur vel Unnur Bima er í sam- bandi með hestmannin- um Sigurði Straumfjörð og er enn með honum þrátt fyrir tilraunir Reuters- fréttastofunnar tif að stt'a þeim í sundur. „Það gengur rosalega vel hjá okkur þrátt fyrir að ég sé kannski ekki eins mikið heima og ég vildi," sagði Unnur Birna. Kærastinn hringdi strax Unnur Birna sagði að Sigurður hefði hringt strax í hana eft- ir að hann las fréttina og verið frekar hissa. „Hann spurði mig hvort það væri eitthvað sem ég ætti eftir að segja honum," sagði Unnur Birna og hló. „Ég fullvissaði hann um að þessi frétt væri bara rugl," sagði Unn- ur Bima sem er ekki á lausu heldur í ham- ingjusömu sambandi með Sigurði Straum- fjörð. oskar@dv.is Veruleikabrenglun Jóns og Valgerðar Svarthöfði hefur um langt skeið lesið pistía kolfega síns á Fréttablað- inu, hans Jóns Gnarrs, sér tíl ánægju og yndisauka. Það gladdi Svarthöfða mjög þegar Jón hætti hinu ósmekk- lega gríni sínu með hinum óforbetr- anlega Sigurjóni Kjartanssyni og fór að ganga á Guðs vegum. Með ein- lægnina að vopni. Og Svarthöfði gat ekki annað en hfegið dátt þegar Jón Gnarr sagðist, í innskoti á tónleikum Bubba, hafa sem drengur trúað á orð tóniistarmannsins sem hin dýpsta speki væri aUt þar tU upp rann ijós: Ljóðlínur gúanórokkarans voru inni- stæðulaust dóprugl. Ensvovirðistsem bama- og bókstaf- strúnni fýlgi ómælt magn hrekkleysis. jf Sem tekur sig upp núna þegar Jón k endurnýjar kynni sín við hana eftir m Svarthöfði svörtu árin með Sigurjóni. Svarthöfði er hrekklaus maður. Og er stoltur afðí. En ekki eins hrekklaus og Jón sem skrifar í síðasta pistíi sínum að honum hefði þótt það verulega ljótt þetta sem umhverfisvemdarsinnaðir krakkar máluðu á borða og örkuðu með niður Laugarveginn: jDrekkjum Valgerðij. Svarthöfði hefur það umfram Jón að vera noklarð klókur spæjari þó DREKKJU/' /alo.ebJ’I hann segi sjálfur frá. Og hann leggur dæmið svona upp fýrir sér: Er til svo vitíaus og kaldrifjaður morðingi að hann augiýsi fýrirhugað morð með því að mála þar um á borða? Og ganga með niður Laugaveginn? Ekki er það líklegt. Meira að segja er afar ólíklegt að morðingi með snefil af sjálfsvirð- ingu myndi drekkja Valgerði og láta sér detta í hug að hann gæti þannig komið sök á borðabömin. Því telur Svarthöfði einfaft að álykta sem svo að þeir sem hafi skrifað iDrekkjum Valgerðii á borða hafi verið að meina eitthvað allt annað en nákvæmlega það. Og geta líklega treyst því að hér- aðsdómarar sjái það í hendi sér að orðin þýða oft eitthvað allt allt annað en þau segja. En hjákátíegt hrekkleysi Jóns er eitt og skaðlaust í sjálfu sér. Þó orð séu dýr. Annað er að Valgerður sjálf skuli taka borðann bókstaflega. Til þess þarf góðan skammt af vænisýki og vem- leikabrenglun. Og vill láta lögreglu rannsaka málið. Ekki er það nú til þess fallið að auka á virðingu fýrir lögregl- unni með því að láta hana eltast við slíka vitleysu. Og nú er Valgerður orð- in utanríkisráðherra? Er líklegt, fyrst Valgerður frá Lómatjöm skilur orðin á borðanum bókstaf- lega, að hún verði með á nótunum þegar hún fer að tala við erlenda diplómata? Þegar það ball byrjar fyr- ir alvöru er best 4 ' að ákalla ákaft JesúsPétm-,hina heilögu jómfrú og Haligrím Pétursson. Svarthöfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.