Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 16.JÚNÍ2006
Fréttir DV
Hrækti á
dyravörð
Karlmaður á þrítugs-
aldri, búsettur í Snæfells-
bæ, hefur verið ákærður
af sýslumanni Snæfell-
inga fyrir að hafa að kvöldi
laugardagsins 20. maí síð-
astliðins valdið hneyksli
þegar hann var ölvaður á
veitingastaðnum Narfeyr-
arstofu í Stykkishólmi.
Honum er gefið að sök að
hafa verið með háreysti
og dónaskap við starfsfólk
staðarins og hrækt á dyra-
vörð. Telst hann hafa brot-
ið áfengislög. Þá er hann
ákærður fyrir að hafa kýlt
sama starfsmann og hann
hrækti á. Hlaut starfsmað-
urinn bólgur og sár á efri
vör.
Hættuleg
líkamsárás
Ríkissaksókn-
ari hefur gefið
út ákæru á
hendur16
ára unglingi
fyrir sérlega
hættulega
líkamsárás
í febrúar s.l.
Árásin átti
sér stað við
Suðurbæj-
arlaug í
Hafnarfirði.
Drengur-
inn sló þar
annan mann í andlitið
með glerflösku með þeim
afleiðingum að flaskan
brotnaði og hlaut fórnar-
lambið all djúpan skurð á
vinstri kinn. Þess er kraf-
ist að unglingurinn verði
dæmdur til refsingar fyrir
þetta athæfi.
Skeggrótin í
borgarráð
Árni Þór Sigurðsson var
skipaður í borgarráð fyr-
ir hönd Vinstri grænna en
ekki Svandís Svavarsdóttir,
efsti maður á lista.
össur Skarphéðinsson
alþingismaður segir á síðu
sinni þetta skjóta skökku
við í ljósi þess að Svandís
hafi gagnrýnt mjög rýran
hlut kvenna í nefndum og
ráðum.
„Viti menn - „konan"
sem þar situr fyrir VG er
hins vegar með kollvik og
skeggrót og heitir Árni Þór
Sigurðsson. Sigurvegari
flokksins í kosningunum
fékk ekki að njóta sigurs
síns og sitja í borgarráði
heldur lét kallpúngaveld-
ið vaða yfir sig. Sjálfskil-
greindur femínistaflokkur
gaf flokkslega skipun um
að karlinn Árni Þór skyldi
kosinn í borgarráðið þar
sem öll völdin eru," segir
Össur.
Lalli Johns nær ekki upp í nefið á sér af hneykslun í dag. Hann situr nú inni á Níunni,
eða Skólavörðustíg 9, og er á leið á Litla-Hraun til að afplána sex mánaða dóm. Undan-
farin ár hefur Lalli ætíð getað komið því þannig fyrir að hann sleppur úr haldi á vorin
og er í bænum yfir sumarið. Notar svo veturna til að afplána dóma sína á Hrauninu.
á að fara á Litla-Hraun á
háannatímanum
„Þeir bara komu og stungu mér inn á Níuna og mér er sagt að ég
eigi að fara á Hraunið núna eftir helgina/' segir Lalli Johns og er
hneykslaður yfír klúðri lögfræðings síns í málinu. Lalli stóð í
þeirri trú að hann gæti fengið frestun á þessari afþlánun fram á
haustið en lögfræðingur hans mætti ekki fyrir réttinn og því fór
sem fór.
Undanfarin ár hefur Lalli Johns
yfirleitt getað komið því þannig fýr-
ir að hann hefur afplánað dóma sína
yfir vetrarmánuðina á Hrauninu en
eytt svo sumrinu í borginni. Lalli
er þjóðareign að eigin mati og því
alls ekki sáttur við hvernig fyrir sér
er komið í dag. Hann er blankur og
aumur á Níunni og það sem verra er,
næstum orðin sígarettulaus.
Stal veski dómara
Dómurinn sem hér um ræðir er
sex mánaða langur og hann hlaut
Lalli fyrir að stela veski og kápu eins
dómaranna við Héraðsdóm Reykja-
víkur. Lalli segir að hann hafi verið
dæmdur á líkum í málinu. „Og svo
til að bæta gráu ofan á svart þá klikk-
ar áfrýjunin hjá lögfræðingi mínum
þannig að ég er á leið í afplánun að
sumri til sem er náttúrulega regin-
hneyksli," segir Lalli. „Ég mætti sjálf-
ur í réttínn en það dugði ekki til."
Blankur og bótalaus
Lalli segir að hann fái ekki að
sjá fjölskyldu sína þar sem hann er
staddur nú. „Ég er orðinn 54 ára og á
böm," segir hann. Og hann ber Trygg-
ingarstofhun ekki vel söguna. „Ég er á
þessum lúsabótum eða 80 þúsund-
um á mánuði og nú er Trygginga-
stofnun að kh'pa af þeirri upphæð
þar sem þeir segja að ég skuldi þeim
peninga," segirLalli. „Af þessum
sökum var ég á götunni þegar
ég var tekinn, blankur og að
verða sígarettulaus."
Finnst aö sér vegið
Lalli segir að í þess-
ari stöðu finnist hon-
um sem að sér sé vegið.
„Það er ekki svo að mér
finnist leiðinlegt að vera
að fara á Hraunið enda
nokkrir góðir strákar þar," seg-
ir Lalli. „Mér finnst bara tíma
setningin á þessu hreint af-
leit. Það er alltaf gott að vera
í borginni yfir sumartímann ef
veðrið er skaplegt."
Lalli Johns Lögfræðingur hans mætti ekki
I réttarhald oa bvl er Lalli Johns á leið á
Engin lausn í Melasveitinni
Tré stráfelld í nágrannastríði
Sverrir Seg/sf hafa
verið í fullum rétti og
að lóðin tilheyri
tengdamóöur sinni.
Engin lausn virðist ætla að verða
í nágrannadeilum sem geisað hafa á
Höfn í Melasveit síðastliðinn miss-
eri. Deilurnar snúast í stuttu máli
um lóðamörk á Höfn. Landeigand-
inn Ólafína Ingibjörg Palmer telur
að nágrannar sínir og þeir sem leigja
af henni lóðarskika, hjónin Unnur
Herdís Ingólfsdóttir og Gunnar Tyrf-
ingsson, séu að eigna sér lóð sem
ekki tílheyrir leigusamningi. Hjónin
eru ekki á sama máli.
Á hvítasunnudag 4. júní voru tré,
sem standa á svæðinu sem deilurn-
ar standa um felld. Þau voru á sjö-
unda tug, allt frá litlum hríslum og
upp í nokkurra metra aspir. „Ég var
að snyrta til þar fyrir kartöflugarðinn
minn," segir Sverrir Þór Einarsson,
betur þekktur sem Sverrir Tattoo og
tengdasonur Ólafínu, sem hjó trén.
„Það verður að taka trén snemma á
vorin, annars deyja þau," segir hann
um ástæðuna.
DV hefur fjallað ítarlega um ná-
grannaerjurnar frá því fyrir áramót.
Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur
verið kölluð á staðinn til aðstoð-
ar lögreglunni í Borgarnesi, sýslu-
mannsembættið hefur skorist í deil-
urnar og nú síðustu mánuði hafa
lögfræðingar beggja aðila reynt að
koma á sáttum.
Hjónin á Höfn reyndu að fá lög-
bann á fyrirætlanir landeigandans,
þess efnis að trén yrðu ekki felld og
girðing til afmörkunar ekki sett upp.
Lögbannið var til meðferðar hjá
embætti Sýslumannsins í Borgar-
nesi og hafði verið síðustu mánuði
en ljóst er að sú krafa er farin fyr-
ir bý. Sverrir Þór hringdi á lögreglu
áður en hann lét verkin tala og að
eigin sögn fór hann í lögreglufylgd
og felldi þær „hríslur" sem voru fýrir
honum auk þess sem hann settí upp
Felld Á sjöunda tug trjáa voru felld IMelasveit inágrannadeilum.
5 strengja gaddavírsgirðingu. unni að þau telji lóðarhlutann til-
Báðir aðilar vilja sem minnst heyra þeirri lóð sem þau eru með á
reka málið í fjölmiðlum en hjónin leigu og að felling trjánna hafi ekki
á Höfn sögðu í samtali við DV í vik- verið til góðs.