Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Blaðsíða 38
4« FÖSTUDAGUR 16.JÚNI2006
Menning DV
Bækur fyrir börn á stuttum og löngum ferðum
Leikir, gátur ,spenna
og nýjar goðsögur
Handke afþakkar
Heine-verðlaun
Austurríska skáldið Peter
Handke hefur staðið í stórræðum
síðan hann hlaut Heine-verðlaun-
in. Handke hefur sem kunnugt
er verið ákafur málsvari Serbíu í
Evrópu og uppskorið hatur fyrir.
Meirihluti borgarstjómar Vínar
var reiðubúinn að svipta hann
verðlaununum seinna í þessum
mánuði en Handke sá við þeim og
afþakkaði verðlaunin á þriðjudag.
Mótmælin við Handke sem hand-
hafa hinna virtu verðlauna hefur
þegar valdið miklu írafári í þýsku-
mælandi löndum. Hann hefur
enda storkað almannaáliti en það
var ein forsenda viðurkenningar-
innar. Handke hefur staðið einn
í stuðningi við málstað Serba og
hafa risið háar öldur í umræðu
þar suður frá vegna afstöðu hans.
Hafa margir varið einstrengings-
lega afstöðu skáldsins og sagt það
rétt listamanna að skera sig úr
almenningsáliti. Ekki verður af-
staða Handkes til að minnka um-
ræðuna.
Nýtt leikrit eftir
Stoppard
Nýtt leikrit eftir Tom Stopp-
ard er á fjölunum í London -
Rock'n'Roll. Þar leikur Brian Cox
heimspeking og marxista í Cam-
bridge sem er kvæntur femínista
sem Sinead Cusack leikur. Verkið
rekur viðbrögð hans frá vorinu í
Prag 1968 til flauelsbyltingarinn-
ar þar eystra 1990. Atburðarásin er
rakin með tvennum hætti: Gamall
nemandi Max, Jan, reynir að kom-
ast af í Tékkó án þess að ganga í
kommúnistaflokkinn þar, en Max
sjálfur neitar að yfirgefa kommún-
istaflokkinn breska þrátt fyrir helj-
artök Sovétsins á flokknum.
Cox sem hefur dvalið í Amer-
íku í tíu ár við leik í kvikmyndum
segir verkið sýna hvemig ástríður
og stjómmál smeygja sér inn í allt:
flower power, femínisma og tón-
list. Vestantjalds var tónlistin róm-
antískt andóf, austantjalds var það
áþreifanlegur mótþrói. Frelsun
Austur-Evrópu hófst með Lennon
og McCartney, segir hann.
Upp úr Prag-vorinu reis popp-
grúppan Plastic People of the
Universe. Tónlist þeirra var bönn-
uð og við handtöku þeirra stofn-
aði Havel Charter 77-hreyfinguna
sem leiddi tíl flauelsbyltingar-
innar.
Forsýningar hófust á
Rock'n'Roll í gær í Royal Court-
leikhúsinu þar sem verkið er á
sviði tíl 16. júlí. Þaðan flyst það í
West End.
Þegar ferðalögin hefjast hjá ís-
lensku fjölskyldufólki og aksturinn
bíður barnahópsins er oft þörf á les-
efni fyrir ung augu. Safnakosturinn
getur bjargað en forlögin íslensku
hafa líka lagt í vor- og sumarútgáfu
svo kostur er á nýmeti fyrir krakk-
ana. Móðirin og ferðalangurinn
Kristín Helga Gunnarsdóttir hefur
sett saman bók fyrir sumarið sem
kennd er við hennar staðföstu hetju,
Fíusól, og er hún óvenju-
leg í sumar-
bókaflóðinu.
Það er Halldór
Baldursson
sem myndlýsir
bókina.
f kynn-
ingu forlagsins
segir: Fíasól á
ferðalagasjúka
fjölskyldu sem
vill helst alltaf
vera uppi um
fjöll og firnindi.
Oftast finnst
Fíusól líka gam-
an að ferðast en
stundum finnst
henni nóg um
ferðagleðina. Þá
er gott að kunna
mikið af leikj-
um, þrautum
og gátum tíl að
stytta sér stund-
ir. Með þessari
bók vilja Fíasól
og besti vinur
hennar, Ingólf-
ur Gaukur,
kenna krökkum
hvernig hægt er
að skemmta
sér konung-
lega á löngum
bílferðum, á
tjaldstæðum, í
skógarlundum
; og sumarbú-
stöðum.
Hér er
; meðal annars
; að flnna þjóðráð um hvernig leika
i má í bíl, leiki til að leika hvar sem
í er, myndir til að lita og þrautir til að
| leysa, gátur til að ráða, teiknisam-
| keppniog sögur.
Bókin höfðar til breiðs aldurs-
| hóps og hefur aðeins einn ágalla,
j það þarf að kaupa hana í tvíriti á
stærri heimilum. Það er Mál og
menning sem gefur út.
Skrudda hefur sent frá sér þriðju
bókina í flokknum um Spider-
wick og heitir sú Leyndarmál Lús-
indu. Höfundur er Holly Black, en
myndskreytíngar gerir Tony DiTerl-
izzi. Sögurnar eru nú orðnar þrjár í
þesum spennandi flokki fyrir læsa
krakka en þær eru frábærlega þýdd-
ar af Böðvari Guðmundssyni. Þrír
venjulegir krakkar, Jared, Simon og
Mallory Grace, hafa farið inn í ann-
an heim, án þess að yfirgefa þennan.
Búálfar, svartálfar, tröll og huldu-
fólk koma við sögu
“ í þessu æsispenn-
andi ævintýri. Sagan
er í handhægu broti
og læsileg með af-
brigðum.
Út er komið hjá
Máli og menningu
smásagnasafn-
ið Heil brú - sögur
úr norrænni goða-
fræði. Bókin, sem
er samstarfsverk-
efni Eddu útgáfu
og Ibby á íslandi,
geymir níu smá-
sögur unnar út frá
ótæmandi sagna-
brunni norrænn-
I ar goðafræði. Höf-
undarnir eru átján
-mumyndhöfund-
ar og jafnmarg-
ir textahöfundar.
Verkið var unn-
ið með þeim hætti
að myndskreytárn-
ir völdu sér efni úr
goðafræðinni og
myndlýstu það eft-
ir sínu höfði. Því
næst völdu þeir
sér textahöfimd
sem tók við keflinu
og skrifaði sögu út
frá myndunum og
frumheimildinni.
Útkoman er níu af-
skaplega skemmtí-
legar og ríkulega
myndskreyttar sög-
'WiéiM yj-
Fyrsta saga bókarinnar, Heil
brú, segir frá Heimdalli, mæðr-
um hans níu og því vandaverki að
gæta brúarinnar Bifrastar. Höf-
undar eru Björk Bjarkadóttir og
Gerður Kristný. í sögunni 2093
vinna Áslaug Jónsdóttir og Andri
Snær Magnason út frá sögnum um
skapanornirnar og þá örlagaþræði
sem þær skapa fólki. Halldór Bald-
ursson og Sjón nota sagnir af Mið-
garðsorminum og veiðiferð Þórs
og jötunsins Hýmis í sinni sögu
sem ber heitið Blúbb!
Það kallast ögurstund, nefn-
ist saga Guðrúnar Hannesdóttur
og Vilborgar Dagbjartsdóttur sem
segir frá ambáttunum Fenju og
Menju og kvörninni Grótta.
Mistilteinn er myndasaga eftir
Ingólf Örn Björgvinsson og Emblu
Ýr Bárudóttur þar sem dauði Bald-
urs er færður inn á ísknattleiksvöll.
Sigrún og Þórarinn Eldjárn segja
frá glötuðum og endurheimtum
hamri í sögunni Stanleyhamars-
heimt.
Jörmun Gunnur nefnist saga
Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur og
Úlfhildar Dagsdóttur þar sem unn-
ið er út frá frásögnum af Miðgarðs-
ormi og öðrum drekum.
f sögunni Leyniþjónusta hrafn-
anna og hænurnar þrjár spinna
Halla Sólveig Þorgeirsdóttir og Þór-
unn Valdimarsdóttir sögu sem ger-
ist í nútímanum með vísun í sagnir
af örlaganornunum Urði, Verðandi
og Skuld. Að lokum vinna Þórarinn
Leifsson og Auður Jónsdóttir með
söguna af ferð Þórs til Útgarða-
Loka í sögu sinni Sögurnar.
Heil brú er sjálfstætt framhald
bókarinnar Auga Óðins sem kom
út í samstarfi Eddu og Ibby árið
2003. Hér hefur einkar vel tekist
til að endurlífga fornan arf í nýjum
tíma. Bókin er í kiljubroti og hent-
ar vel til langferða, huga og hjarta
ungra lesenda og er ekki síður holl
eldri lesendum sem þykjast þekkja
sögurnar. Ritnefnd skipuðu Sólveig
Ebba Ólafsdóttir, Áslaug Jónsdóttir
og Sigþrúður Gunnarsdóttir.
Leiðarvísir fyrir göngumóða ferðalanga og hina sem heima sitja
Á labbi með Páli í skemmri ferðum
Göngugarpurinn og blaðamað-
urinn Páll Ásgeir Ásgeirsson hefur
sent frá sér nýtt leiðsögurit um tí'u
gönguleiðir og kallar heftið: Bíll og
bakpoki.
Páll á að baki
fjölda bóka sem
segja af ferðum hans
og leiðum um land-
ið. Hann er þaul-
vanur göngumaður
og miðlar í bókinni
lesendum af visku-
brunni sínum og
reynslu. Þeir sem
unna útivist og láta
heillast af einstæðri
náttúru landsins
eru ávallt á höttun-
um eftir spennandi
gönguleiðum. Inn-
PaH Áidtif AiacH-íÝön
gangur lýsir hvern-
ig maður skal búa sig
út til gönguferða en
síðan er greint frá tíu
leiðum sem allar eru
stuttar og viðráðan-
legar. Farið er um fjöl-
breytilegt land utan
alfaraleiða. Gengið er
með vistir og búnað
og gist í tjaldi og ferð-
unum lýkur á sama
stað og þær hófust -
við bílinn.
Páll Ásgeir Ás-
geirsson blaðamað-
ur er einn kunnasti útivistarmaður
og leiðsögubókahöfundur lands-
ins. Meðal bóka hans um útivist
eru Hálendishandbókin, Göngu-
leiðir, Hornstrandir og Útivistar-
bókin. Þessi bók er skreytt mynd-
um úr fórum höfundar, kortum
með leiðunum sem hann gengur,
en textinn er að mestu leiðarlýs-
ingar þótt hann auki við textann
ýmsum smávægilegum fróðleik en
vísar þá til verka sem geyma ítar-
legri frásagnir af söguslóðum.
Bókin er 157 blaðsíður og kostar
2.490 krónur.
DV Menning
FÖSTUDAGUR 16.JÚN/2006 47
SUBSTITUTE
Hvað vilja konur eiginlega sem eru sólgnar í að komast inn í
stjórnun hlutabréfamarkaðarins? Yfirdrátt, jeppa, ósýnilegt
typpi eða kannski jafnrétti?
Þegar karlmenn koma saman og
ráða ráðum sínum er samskipta-
mynstur þeirra ekki óáþekkt for-
feðranna úr górilluheimum. Einn
situr á toppi og fýrir neðan húka
hjálparsveinar alltaf tilbúnir að
stöldcva upp í toppsætið ef hinn
gamli hrynur niður. Kannski erum
við vitni að slfkum skopleik einmitt
þessa dagana því ekki hefur nokk-
ur maður heyrt talað um að víðsýn
kona með nýjar lausnir ættí að klifra
upp í hásætí í framsóknarfordyrinu.
Bifrastarsól
Þann 2. júní ákvað hún sól að
sveipa geislum sínum yfir hinn gull-
fallega Borgarfjörð eftír að dökk
ský höfðu hellt úr sér þar dagana
áður. í nýjum fyrirlestrarsal hins
merka skóla að Bifröst sté í pontu
einn frægastí femínisti okkar ti'ma,
prófessorinn og rithöfundurinn
Germaine Greer, sem flutti fyrirlest-
ur í boði ráðstefnunnar Tengslanets
III og forseta fslands.
Konan sú er ekki aðeins vön að
tala um stöðu kvenna í heiminum
öllum og möguleika kvenna á að
breyta henni heldur er hún einnig
atvinnumanneskja í listinni að ná
athygli áhorfenda með leikrænum
tílburðum og heillandi undirstrik-
unum orða sinna án þess að nota
glærur eða annað rafrænt nútí'ma-
dót sem hækjur.
Kallar á haug
Auðvitað er alltaf upplifun
að hlusta á uppeldisfræðilega
þenkjandi fólk sem trúir ekki aðeins
á orð sín heldur einnig að þau geti
haft áhrif. Vonandi sáði þessa merka
kona ffæjurn í þann jarðveg sem á
ráðstefnunni var.
Aðalmál ráðstefnunnar virtist
hafa verið að skoða og skilgreina
þann fjölda karlpenings sem situr
og stjórnar öllum peningahrúgum
og flæðinu inn og út úr þeim hér í
þessu landi sem og öðrum vestræn-
um ríkjum. Heimur fýrirtækjarekst-
urs er karlanna heimur, sem ein-
kennist af þeirra hegðun.
Germaine Greer kvenréttindakona og
kenningasmiður Greer var ein af
stjörnum sjöunda áratugarins viða um
hinn engilsaxneska heim en bók hennar
um Kvengeldinginn var áhrifamikið verk á
sinni tíð. Síðan hefur hún samiö fjólda rita
um kvennamenningu.
Górillur og krúttlegir ritarar
Til þess að konur teygi anga
sína frekar inn á stjórnarfundi
fjármálafyrirtækja í öðru formi en
sem krúttlegir ritarar þurfa þær að
spila með í górilluleikritinu og inn-
leiða ný gildi. Þessi nýju gildi, það
er kvenlæg nálgun, krefjast algerr-
ar kerfisbreytingar þar sem apabúr
fýrirtækjaheimsins eru hönnuð af
öpunum sjálfum.
Nú kannski virðist það við nán-
ari skoðun eins og konur séu bara
að uppnefna karlmenn og þjáist
af minnimáttarkennd yfir því að
komast ekki kafloðnar inn í apa-
búrin, en það var ekki það sem
Germaine Greer lagði áherslu
á heldur þá staðreynd að konur
hefðu aðra nálgun á vandamál og
ættu ekki að sækjast eftir jafnrétti
þannig að þær þyrftu að leika karl-
menn. Hermennska var eitt dæm-
ið sem hún tók af þeirri áráttu.
Konur og vopnaburður brýtur í
bága við eðli konunnar, móður-
innar sem verndar og ver.
Neikvæð ímynd nýju
konunnar
Með gervibrjóst og bryðjandi
rándýr lyf alla ævi birtast okkur
nýju konurnar, nýju konurnar sem
í tvo, þrjá áratugi voru karlmenn
en létu svo breyta sér í konur. Þess-
ar nýju konur verða því miður oft
ýkt skopmynd af venjulegum kon-
um með meiri fleður- og förðun-
arþörf en nokkur frumfædd kona.
Allt þetta brölt skurðlækna hvort
heldur í þá veruna að breyta körl-
um í konur eða stækka brjóst og
slípa rassa til þess að standast ein-
hverjar fáránlegar staðalímynd-
ir var meðal þess sem Germaine
Greer vakti athygli á að birtist sem
andstæða raunverulegrar jafnrétt-
isbaráttu.
Konan bak við manninn
I salnum sátu vafalítið marg-
ar konur sem í daglegu lífi þurfa
að leika hlutverk Claire Blaire sem
Germaine Greer gerði nokkuð grín
Nú hlæröu kerling Salurinn á Bifröst tók vel undirræðu Greer.
sem fara í hárgreiðslu fjórum sinn-
um á dag og brosa framan í heim-
inn haldandi í hendina á kallinum
í karríernum.
Þessari frægu konu var tíðrætt
um barnsfæðingar og barnaupp-
eldi og hvernig þessi elstu uppá-
tæki konunnar samræmdust því
að eiga eigin og glæstan atvinnu-
feril.
I framsögu hennar var ekki að
finna allar heimsins lausnir held-
ur hugmyndir sem byggja á því
hvernig ástandið er. Konur eru í
þeirri stöðu að þær þora ekki að
eiga börn á því tímaskeiði sem
þær eru best til þess fallnar og svo
þegar allt þetta ytra prjál er kom-
ið á sinn stað er lagt í óléttuævin-
týri sem lætur á sér standa og þá er
nauðsynlegt að beita nýrri tækni
læknisfræðinnar og líklega verð-
ur það þannig innan hundrað ára
að börnin verða flest búin til með
öðrum aðferðum en þeim sem við
þekkjum best.
Járnfrúin lélegur herforingi
Aftur og aftur kom hún inn á að
konur eru öðruvísi en karlmenn og
mikilvægi þess að breyta sér ekki í
karlmenn til þess að verða gjald-
gengar á þeirra vígstöðvum. Og til
þess að undirstrika þetta tók hún
smárispu í eftirhermulistinni og
minntist Margaretar Thatcher sem
hafði svo sannarlega ekki orðið
fyrir valinu vegna sinna kvenlegu
gilda eða nálgunar, heldur einfald-
lega vegna þess að það var enginn
annar gæi á lausu.
Hún var herforingi sem tók
hrikalega rangar ákvarðanir og
kannski af því hún var kerling var
hún svona lélegur herforingi.
Vantar góða húsmóður fyrir
plánetunajörð.
Hvað er til ráða? Hvernig eig-
um við að breyta þessu? Hvern-
ig eigum við að hreyfa okkur í átt
að jafnrétti án þess að vera alltaf á
hraða snigilsins? Eina leiðin er að
berjast gegn græðginni.
Raunverulegur sósíalismi eða
félagshyggja er eina leiðin, því
frjálshyggjan kemur í veg fyrir
frelsi og jafnrétti kvenna um allan
heim.
í hjarta sínu geta vafalítið flest-
ar konur tekið undir þau lokaorð
Germaine Greer í fyrirlestri henn-
ar á ráðstefnunni á Bifröst að það
er nauðsynlegt að endurskoða
gróðahugtakið, það er eina leiðin
til þess að ná jafnrétti og þar með
bjarga plánetunni.
Elísabet Brekkan
Gamlir rokkarar
upplifa gamla-
daga
Breska rokkhljómsveitin The
Who sendir frá sér singul í næstu
viku, ellefu mínútna ópus, sem
boðar nýtt lagasafn á komandi
haustí. Þeir Roger Daltrey og
Pete Townshend eru að leggja
í Evróputúr og hefja leikinn í
Leeds. Þar tóku þeir upp fræga
konsertplötu The Who 1970, Live
at Leeds, ásamt félögum sínum,
Keith Moon og John Entwhistle,
sem báðir eru látnir.
Live at Leeds hefur verið tal-
in ein kraftmesta konsertplata frá
blómati'ma rokksins og stend-
ur enn fyrir sínu í góðum græj-
um. Félagarnir manna The Who
nú með yngri mönnum en gera
sér vonir um að spilamennskan í
Leeds dugi í endurkomudisk. Þeir
eru mikið fýrir gamla efnið sitt
þótt vissulega verði spennandi að
heyra nýtt efni frá þeim.
Ligeti látinn
Georgy Ligeti er látínn, 83 ára
að aldri í Vín. Hann var fæddur í
Transylvaníu og komst lífs af úr
helförinni sem heimtí líf bróður
hans og föður í Auschwitz. Hann
flúði Búdapest
1956. Hann var
talinn eitt helsta
tónskáld heims-
ins þegar hann
lést og skilur eftir
sig gríðarlegt safn fjölbreytílegra
verka: konsertverk, stréngjakvart-
etta, kammerverk og einleiksverk
íyrir píanó og óperu.
Eftir flóttann frá Búdapest gekk
hann til liðs við brautryðjendur í
nútímatónlist Evrópu: Stockliau-
sen og Boulez. Fyrsta verk hans
vestantjalds var Artíkulatíon sem
var elektrónískt. Meðal kunnari
verka hans eru Atmospheres, Av-
entures og Nouvelles Aventures,
Requiem helgað helförinni og Lux
Aeterna sem Kubrik notaði í 2001.
Hann starfaði um ti'ma í Stan-
ford og var þá undir áhrifum mín-
imalistanna. Síðar kenndi hann
um langt skeið í Hamborg. Þar
samdi hann óperu sína Le Grand
Macabre, sem var frumsýnd 1978.
Ný plata með
Dylan
Ný plata með Dylan er vænt-
anleg í verslanir í lok ágúst. Mod-
ern Times er fýrsta lagasafn hans
um fimm ára skeið og geymir tí'u
nýjar lagasmíðar eftír karlinn sem
voru hljóðritaðar í vetur.
Columbia segir verkið vera
þriðja hlutann í þríleik með Time
Out Of Mind og Love and Theft.
Fyrstí hluti ævisögu Dylans,
Chronicles, vakti mikla athygli
2004 og heimildarmynd Martíns
Scorsese um fýrstu
ár hans var
mikið umtals-
efni árið s
leið.
Einn fremsti femínisti samtímans Germaine Greer dró að Qölda kvenna á fyrirlestur
um stöðu konunnar í hátíðarsal háskólans að Bifröst í byrjun júní