Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 16.JÚN/2006
Fréttir DV
Vísitölur: ICEXMAIN 5.202 ▼!,52% - DowJones 10.930 t1,07% - NASDAQ 2.151 v0,82% - FTSE100 5.706 v0,97% - KFX 371 v1,56%
Aðeins fjögur félög ICEX í plús á árinu
Aðeins fjögurfélög innan ICEX-15 hafahækkað frá
áramótum, þarafhafa hækkað mestActavis (26,5%) og
Straumur-Burðarás (10,5%). Fimm félög hafa lækkaö
meira en 10% frá áramótum en það eru Mosaic (-20,7%),
Landsbankinn (-18,1%), Flaga (-15,8%),Alfesca (-14,7%)
og Bakkavör (-13,2%). Þetta kemur fram fmorgunfréttum
Greiningar Glitnis.
„Sé horft áþróun ICEX-15 frá áramótum þásést að sveiflur
hafa verið talsverðar á öðrum ársfjórðungi. Breyting
vísitölunnar frá áramótum hefurþannig verið að sveiflast _____.
nokkuð reglulega og skiptast á sidn og skúrir. Á miðvikudag lækkaði ICEX-15
Um 1,7% og hafði þá lækkað á sex afslðustu sjö viðskiptadögum. Þar áður
hafði vfsitalan hækkað samfellt á sex viðskiptadögum. Idag hefur hlutabréfa
verð hækkað á ný eða um 0,9% f litlum viðskiptum og nemur breyting
vlsitölunnar frá áramótum sem stendur -2,4%,'segir Greining Glitnis.
Markaðsmaðurirm
■ '' -„vA
Arnór
Guðjohnsen
Umboösmaöurmn Arnór
Guöjoiinsen er markaösmað-
ur vikunnar að þessu ssnni og er
vel aö því kominn. Arnór !and-
aði eínum glæsilegasta samn-
ingj ársins á miövikudaginn
þegar sonur hans, Eiður Smári
Guðjohnsen, skriiáði undir
íjögurra ára samning við Evt-
ópumeistara Barceiona, samn-
ing sem raetinn er á rúman
milljarð.
Arnór hefur verið umboðs-
maður Eiðs Smdra undanfarin
ár og samdí meðal annars fyrir
hönd sonar sins við Chelsea fyr-
ir tveimur árum. Sá samningur
færði Elði Smára um railljón á
dag í iaun.
Arnór er einn af albestu
knattspyrnumönnum sem ís-
iand hefur alið af sér. l iann
gekk til iiðs við belgíska iiðið
Lokeren þegar hann var sautján
ára gamali og var á sínura tíma
besti knattspyrnumaður lands-
ins ásamt Asgeiri Sigurvinssyni.
Hápunkti knattspyrnuíerils-
ins náöi hann árið 1987 þegar
hann lék meö Anderlecht. l>á
var hann valinn besti leikmað-
ur belgtsktt deiidarinnar, varð
markahæstur og einnig belgísk-
ur meistari.
Eftir að Arnór kom heim
spilaði hítnn tvö tfmabii meö
Val og stðan Stjörnunni. Hann
rakbónstöð til skamms n'raa en
hefur aö undanförnu einbeitt.
sér að því aö vera umboðsmað-
ur fvrir Eið Smára.
Athafnamaðurinn Jóhann Óli Guðmundsson, stundum kenndur við Securitas, hyggur
á innreið á íslenska fjarskiptamarkaðinn. Fyrirtækið Wireless Broadband Systems, sem
er í eigu Jóhanns Óla, hefur hafið starfsemi og mun einbeita sér að þráðlausa markaðn-
um. Fyrirtækið mun keppa beint við Símann, Og Vodafone og Hive.
Jóhann Óli kominn á fullt
á fjarskiptamarkaðnum
Fyrirtækið Wireless Broadband Systems, sem er í eigu athafna-
mannsins Jóhanns Óla Guðmundssonar, ædar sér stóra hluti á
íslenskum fjarskiptamarkaði á næstu misserum. Það var eitt af
tíu fyrirtækjum sem sóttu um tíðniheimildir hjá Póst- og fjar-
skiptastofnun á dögunum og vonast menn þar á bæ eftir því að fá
úthlutað heimild til að geta hafið sókn sína inn á íslenskan fjar-
skiptamarkað.
viðskiptalíf en hann hefur aðal-
lega sinnt viðskiptum í Bretlandi á
undanförnum árum, allt frá því að
hann seldi hlut í Lífi, sem hét áður
Lyfjaverslun fslands, um áramótin
2002/2003.
Auðgaðist á Securitas og ÍÚ
Jóhann Óli byggði upp auð sinn í
kringum öryggisfyrirtækið Securitas,
sem nú er í eigu Dagsbrúnar, móður-
félags 365 sem gefur út DV, auk þess
sem hann græddi vel á hlut sínum í
íslenska útvarpsfélaginu sem hann
seldi árið 1995 til Jóns Ólafssonar,
sem oft er kenndur við Skífuna. í
viðtali við Morgunblaðið árið 2001
sagðist hann í fyrsta sinn hafa haft
fé á milli handanna til að sýsla með,
eftir söluna á hlutnum í fslenska
útvarpsféiaginu.
Berst við risana
Það er óhætt að segja að Jóhann
Nokkur leynd
hefur hvílt yfir
þessu fyrirtæki
en Jóhann Óli
Guðmundsson
er stjórnarfor-
maður og að-
aleigandi þess.
Sonur Jóhanns
Óla, Arnar Hrafn,
er framkvæmda-
stjóri. Framganga
þessa fyrirtækis
markar endur-
komujóhanns
Óla inn í ís-
lenskt at-
vinnu-
°g
Óli og hans fólk ráðist ekki á garðinn
þar sem hann er lægstur. Með því að
hella sér inn á fjarskiptamarkaðinn
er Wireless Broadband Systems, hér
eftir nefnt WBS, komið í samkeppni
við risana tvo, Símann og Og Voda-
fone, auk Hive.
Margrét Stefánsdóttir hjá WBS
sagði í samtali við DV að fyrirtækið
ætíaði sér inn á þráðlausa markað-
inn. „Það er ákveðin grunnvinna í
gangi en meira er ekki hægt að segja
á þessu stigi málsins," sagði Mar-
grét.
Beðið eftir heimild
WBS sótti um tíðniheimild tO Póst-
og fjarskiptastofnunar um miðjan maí
ásamt m'u öðrum aðilum. Gert er ráð
fyrir að heimildunum verði úthlutað
í lok þessa mánaðar og sagði Sigur-
jón Ingvason, forstöðumaður hjá
stofnuninni, að úthlutanimar
væru á áætlun. Mikilvægt er
fyrir fyrirtæki á fjarskipta-
markaðnum að hafa
tíðniheimild því annars
þurfa þau að kaupa að-
gang hjá samkeppnis-
aðilum sínum til að
koma þjónustu sinni
á ffamfæri við við-
skiptavini sína.
Fagna allri samkeppni
Arnþór Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Hive, sagði í samtali
við DV í gær að hann liti ekki á WBS
sem keppinaut heldur fagnaði hann
allri samkeppni á fjarskiptamark-
aðnum. „Það eykur aðhaldið á ris-
ana tvo," sagði Arnþór.
oskar@dv.is
Sími
Markaðir heldur að hressast
Síðustu daga og vikur hafa
alþjóðlegir markaðir lækk-
að allnokkuð, meðal annars
vegna talna um meiri verð-
bólgu í Bandaríkjunum og jafn-
vel víðar sem aftur eykur líkur á
vaxtahækkun í USA. Segja má að
minni markaðir og vanþróaðri
hafi sveiflast langmest sökum
óvissu um framhaldið. Flestir eru
þó á því að ástandið síðustu daga
verði ekki langvinnt og að forsend-
ur rekstrar og kennitölur á til dæm-
is Evrópumörkuðum séu góðar. í
dag (fimmtudag) og í gær sjá-
um við vissan viðsnún-
ing en ekki er óvarlegt að
spá einhverjum sveiflum
næstu daga. Það sama á
við hér heima, grunnfor-
sendur eru góðar og markaður-
inn hefur lækkað nokkuð og flest
bendir til þess að árið verði hag-
fellt flestum félögum á markaði.
Það eru því víða tækifæri til að
fjárfesta og spara þessa dagana
þó svo að það borgi sig að fara var-
lega og setja ekki öll eggin í sömu
körfuna. Það hjálpar iíka hag-
kerfinu að auka sparnað og leggja
þannig lóð á vogarskálarnar til að
tryggja mjúka lendingu hagkerfisins.
Valdimar Svavarsson
verðbréfamiðlari
íðasti kaupmaður-
inn á horninu til sölu
lýlenduvöruverslunin Nesval,
staðsett er á Melabrautinni á
Jtjarnarnesi, er til sölu. Þessi búð á
lérlanga sögu og segja má að eigandi
hennar sé einn af síðustu kaupmöim-
unum á horninu. Verslunin er afar vel
sett vestast á Seltjarnarnesi og er
eina búðin á ansi stóru svæði sem
ýsir þorra íbúa á Nesinu.
Verslunin hentar vel samhent-
tm hjónum sem vilja vinna saman.
Reksturinn hefur gengið vel undan-
ár, er vaxandi og það er bjart
nundan vegna mikillar uppbygg-
;ar á Seltjamamesi.
imiiin—ii' ri—ni—n
Nesval Þessi gamalgróna nýlenduvöruversl-
un á Seltjarnarnesi er til sölu.
Verð fyrir verslunina er 4,5 millj-
ónir fyrir innréttingar og reksturinn
auk einnar milljónar fyrir lagerinn.