Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Blaðsíða 30
Stéttarfélög og Alcoa Fjarðaál hafa gert
nýstárlegan vinnustaðarsamning fyrir starfsmenn í
framleiðslu- og viðhaldsstörfum í álverinu á
Reyðarfirði. Samningurinn hvílir á gagnkvæmu
trausti og sameiginlegum árangri og miðar að því
að búa til framúrskarandi vinnustað. Launakjör
ráðast af verksviði, ábyrgð, fjölhæfni og
ffammistöðu starfsmanna. í stað hækkana vegna
starfsaldurs er umbunað fyrir aukna hæfni,
ábyrgð, þátttöku í stoðstarfsemi og hlutdeild í
bættum árangri fýrirtækisins.
Knattspyrnuæfing í Fjarðabyggð
Hluti af starfsmönnum Fjarðaáls fær pjálfun
í álveri Alcoa í Kanada.
Reyðfirðingurinn Guðný Björg
Hauksdóttir sér um ráðningar
hjá Alcoa Fjarðaáli.
Laun framleiðslustarfsmanna
Byrjunarlaun framleiðslustarfsmanns eru 3.316.000 kr. á ári fyrir fullt starf
í vaktavinnu með orlofsuppbót, desemberuppbót, yfirvinnu vegna vakta-
fyrirkomulags, stoðferlaálagi og 1 5% árangursávinningi sem viðmiði.
Markmiðið er að allir framleiðslustarfsmenn öðlist þá hæfni og nái þeim
árangri að þeir fái hærri laun samkvæmt samningnum. Þegar framleiðslu-
starfsmaður hefur fengið þjálfun og vottun til að vinna á tilskildum fjölda
starfsstöðva eru sambærileg viðmiðunarlaun yfir árið 3.732.000 kr.
Árangurstenging
Sameiginlegur frammistöðuávinningur
starfsmanna er 0-30% af mánaðar-
launum, vaktaálagi og unninni yfirvinnu,
með 1 5% sem viðmiði fyrir eðlilega
frammistöðu. Tilgangurinn er að deila
ávinningi fyrirtækisins með starfs-
mönnum og tryggja að liðsheildin vinni
saman að því að ná stöðugt betri árangri
eftir áherslum í starfseminni hverju
sinni, svo sem á sviði framleiðslu,
öryggis, umhverfis og þjónustu.
Allir styðja alla
Allir þeir sem samningurinn nær til fá
19.000 kr. stoðferlaálag á mánuði fyrir
að taka þátt í margvíslegum verkefnum
sem styðja álframleiðsluna og málm-
vinnsluna. Þannig öðlast starfsmenn
betri skilning á starfseminni í heild sinni
og hafa meiri áhrif á star'fsumhverfi sitt.
Stuðningsverkefni geta meðal annars
tengst stöðugum endurbótum, vinnu-
vernd, umhverfl, þjálfun, móttöku gesta
eða samþættingu vinnu og fjölskyldulifs.
Stuðningsverkefni koma til viðbótar
daglegum störfum en vinnast innan
reglulegs vinnutíma.
Laun iðnaðarmanna
Byrjunarlaun iðnaðarmanns, með sveinspróf og minna en þriggja ára
starfsreynslu í faginu, eru 4.108.000 kr. fyrir fullt starf í vaktavinnu með
orlofsuþpbót, desemberuppbót, yfirvinnu vegna vaktafyrirkomulags, stoð-
ferlaálagi og 15% árangursávinningi sem viðmiði. Þegar iðnaðarmaður, með
sveinspróf og þriggja ára starfsreynslu í faginu, hefur Staðist hæfnismat í
viðhaldsstarfi eru sambærileg viðmiðunarlaun yfir árið 4.915.000 kr.
Greiðsla fyrir fjölhæfni
Alcoa Fjarðaál leggur áherslu á að
starfsmenn auki stöðugt hæfni sína og
vinni fjölbreytt störf. Þegar framleiðslu-
starfsmaður hefur hlotið þjálfun og
vottun á tilteknum fjölda vinnustöðva
fær hann greitt sérstakt fjölhæfniálag,
5% af grunnlaunum, vaktaálagi og
unninni yfirvinnu. Þjálfunin geturtekið
18-36 mánuði. Til þess að fá 5%
fjölhæfniálag þarf iðnaðarmaður að
standast hæfnismat í viðhaldsstarfi.
Óskar Borg, framkvæmdastjóri
innkaupasviðs Fjarðaáls, setti
upp svuntuna og bakaði vöflur
fyrir samningamenn þegar
skrifað var undir
vinnustaðar-
samninginn.
Nútímaálver er
hátæknivæddur
vinnustaður.