Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 16.JÚNÍ2006 Fréttir DV • Páll Magnússon útvarpsstjóri er orðinn mjög óþreyjufullur að bíða þess að alþingi hluta- félagavæði RUV. Og eru það ekki bara verldn sem kalla í því sambandi. Segja kunnugir að Páli þyki launin hjá hinu opin- bera mjög skorin við nögl. Samkvæmt kjaranefnd er Páll með 718 þúsund í laun sem þykir ekki mikið meðal forstjóra — margur launaþrællinn myndi glaður þiggja þau býtti. En þannig má ætla að hann sé með aðeins þriðjung á við Ara Edwald forstjóra hjá 365 miðl- um - í sambærilegu starfi. Menn þykjast hafa heyrt til Páls segja í góðra vina hópi að ef ekki náist fram breyting á rekstrarfyrirkomulagi hið fyrsta þá hætti hann í haust... • Kristjón Kormákur rithöfundur staldraði stutt við sem forseti Hróks- ins en hann er nú kominn á ný til Spán- ar þangað sem hann mun hafa elt ástina og ritstörfin. Kristian Guttesen, sem hefur verið öflugur í forystu Ilróksins, er fluttur út á land og fjarri góðu gamni. Við svo búið má ekki standa og er búist við því að sjálfur Hrafn Jökulsson snúi til baka eftir stutt hlé og taki við forystunni á ný hjá þessu öfluga fyrirbæri. Hróksmenn hafa ráðið sér framkvæmdastjóra og er sú ekki af verri endanum - Bryndís J. Gunnarsdóttir en hún hefur ver- ið framkvæmdastjóri helstu verka manns síns, Þorfinns Guðnasonar kvikmyndagerðarmanns... • Sigurður G. Guðjónsson, lögmað- ur og athafnaskáld, neitar því að vera að kaupa Fróða - en hann sé hins vegar að skoða þau mál fyrir umbjóð- anda. Starfsmönnum Fróða hefur verið tjáð að í lög hafi verið leitt nýlega það að þegar um svo mikla eign sé að ræða hafi hugsan- legur kaupandi þriggja vikna umþóttunartíma og á meðan leyfi til að athuga hvort þeir starfsmenn sem fylgja fýrirtækinu hafi lent í gjaldþrotaskiptum eða séu á sakaskrá. Mun það fara verulega fyrir brjóstið á mörgum að Sigurður, þó góður sé og grandvar, sé að fletta í slíkum persónulegum gögnum í þessu ferli... Hið merka menningarfyrirbæri Víkingahátíð hefst í dag, sú tíunda í röðinni en nú er stefnt að því að víkingavæða Sauðárkrók í leiðinni. Jóhann Viðar, vert á Fjörukránni, gefur ekk- ert eftir og ætlar ekki að láta Reyknesinga stela glæpnum með aðstoð hins opinbera. Svakalegir Steinn ktár I slaginn ásamt víkingunum vinum slnum frá Noregi I hljámsveitinni Skvaldri. „Já, ég er eins og margur efasemdamaðurinn. Þótti hrein fásinna að gera út á forfeður okkar víkingana með þessum hætti. Hafði ekki mikla tiltrú á þessu uppátæki. En hef þurft að éta það allt ofan í mig," segir leikarinn og grínistinn, Steinn Ármann Magnússon. Víkingahátíð í Hafiiarfirði hefst í dag, sú tíunda í röðinni, og þar er Steinn allt í öllu. Innstí koppur í búri. DV hefur fyrir því áreiðanlegar heimildir að þegar Jóhannes Viðar Bjamason, vert á Fjörukránni, hóf sitt mikla brautryðjenda- og uppbygging- arstarf fyrir rúmum áratug hafi leik- aranum Steini fundist h'tið til koma - reyndar fundist þetta hallærislegt tiltæki. En honum hefur rækilega snú- ist hugur og hefur starfað við hátíðina undanfarin ár. „Ég er opinberlega titlaður kynnir hátíðarinnar. En innan míns verksviðs er líka að búa til einhverjar uppákom- ur og halda utan um dagskrána. Og stilla upp græjum," segir Steinn. Sauðárkrókur víkingavæddur Leikarinn upplýsir að hátíðin sé með óvenjulegu sniði núna. Hún nær yfir tvær helgar í Hafitarfirði og 21. og 22. þessa mánaðar leggja víkingamir land undir fót og fara til Sauðárkróks. „Þeir hafa stimplað sig inn sem mikl- ir vfldngaáhugamenn. Skín við sólu Skagafjörður. Við verðum að leyfa fleirum að njóta vfldngahefðarinnar og þeirrar gleði sem felst í því að um- tumast í vfldng um skeið." Vfldngahátíð Fjörukráarinnar hef- ur verið gríðarlega vel sótt á undan- fömum ámm og skipta gestir þús- undum. Atvinnuvfldngar koma frá öllum heimshomum og þeir skilmast í vfldngabardögum, leikir fommanna em á dagskrá og tónlistarmenn troða upp: Skvaldur frá Noregi og Kráka með Guðjón Rúdolf í fararbroddi. Kolsvart reggí á víkingahátíð „Svo er þessi stórmerkilegi vík- ingamarkaður þar sem allur fjand- inn er á boðstólum. Handunnið vflc- ingaflott," segir Steinn. „Og dansleildr á kvöldin." Og þá kemur til kasta hinna kar- abísku meðlima hljómsveitarinnar FiveFourVipes. „Þetta em kolsvartir reggí-gaurar. Já, á vfldngahátíð. Þetta fann Jóhann- es einhvers staðar og þótti tilvalið að hafa. Þeir vom í fyrra og vöktu mikla lukku. Sérstaklegaþegarþeir í Skvaldri fóm að djamma með þeim og mætt- ust þá þar ólfldr menningarheimar. Og náði hápunktí þegar samísk hnífa- gerðarkona tók sig til og fór að jojka með vfldngunum og blámönnunum. Alveg óborganlegt." Suðurnesjamenn seilast of langt Heldur sígur brúnin á vfldngn- um Steini þegar talið berst að því sem komst í fréttir í fyrra - fjárstyrk- ur Reyknesinga sem nam 120 milljón- um tú að koma sér upp víkingasafni. Steinn sendir kaldar kveðjur til ráða- manna líkt og Jóhannes Viðar gerði á sínum tíma. „Já, þeir em að reyna að stela glæpnum. En ekki var nú hug- myndaflugið meira en svo að þeir sögðu bara: Best að gera bara eins og Jói í Hafiiarfirði." Steinn bendir á að Jóhannes sé bú- inn að byggja upp Vfldngþorp af mikl- um myndarbrag einn og sér. „Og þá á bara að splæsa milljónum af opin- bem fé í einhverja Suðurnesjamenn. Að frumkvæði Hafnfirðinganna og sjálfstæðismannanna Þorgerðar Katr- ínar menntamálaráðherra og Áma Mathiesen fjármálaráðherra sem púkka undir flokksbróður sinn, Áma bæjarstjóra Sigfússon. f ferðamála- þjónustu sem er í beinni samkeppni. Þetta er náttúrlega alveg... En þetta verður skemmtilegt innlegg í sumar- ið. Svo kemur ár eftír þetta ár" segir Steinn fulskeggjaður og hinn vfldnga- legasti. jakob@dv.is • Mikael Torfason, fyrrverandi rit- stjóri DV og nú aðalritstjóri Fróða, leitar ekki langt yfir skammt þegar hann ræður tíl sín nýtt fólk. Þannig segir sagan að Andri Olafsson áður á DV sé geng- inn til liðs við Mika- el sem og Bergljót Davíðsdóttir — nýr ritstjóri Vikunnar — og Eiríkur Jóns- son. Óstaðfest er að hinn eitursnjalli neytendablaðamaður Þór Jóhannes- son sé hugsanlega einnig að ganga til liðs við Fróða. Símon Birgisson, lærisveinn Eir, mun hins vegar sigla í aðra átt eða til NFS... • Benedikt Bóas Hinriksson íþrótta- fréttaritari þykir ekki ríða feitum hesti frá því þegar kemur að lýsingum frá HM. Þannig hefur hann lítt sem ekkert sést í HM- settinu, aðeins feng- ið að lýsa einum leik það sem af er: Túnis gegn Saudi Arabíu... EVE Online brýtur niður Kínamúrinn Heimsmet á fyrsta degi íslenskir athafnamenn eru ekki aðeins að sigra viðskiptaheiminn heldur einnig hugarheiminn. Und- anfarin misseri hafa rannsóknir staðið yfir hvernig tölvuleikurinn EVE Online muni pluma sig á Kína- markaði. Nýlega lauk fyrsta hluta þessara prufa og var kínversku þjóð- inni hleypt inn í þessa mögnuðu tölvuveröld. Leikurinn sló heims- met á fyrsta deginum þegar 30,000 Alræöisrfkiö Klnversk stjórnvöld skoðuðu innihald leiksins gaumgæfilega. manns tengdu sig við leikinn, örfá- um klukkustundum eftir að hann var kominn upp á kínverskan vefþjón. „Það var magnað að sjá fjölda spilara hins kínverska EVE komast yfir íbúafjölda íslands á öðrum deg- inum í Kína." sagði Hilmar V Péturs- son, framkvæmdastjóri CCP tölvu- leikjafyrirtækisins. Að hleypa fólki inn í EVE-veröldina var lokastígið í tilraunum á Kínamarkaði. í lok sum- ars mun leikurinn svo koma á al- mennan markað í Kína. Mjög langan tíma og mikla vinnu tók tfl að sann- færa kínversk stjórnvöld að enga „eiturlyfjasölu, pólitískt- né trúarlegt innihald" væri að finna í leiknum þar sem kínversk lög banna slílct. Talið er að það sem hafi að lokum sann- fært kommúnistastjórnina hafi ver- ið möguleikinn á því að nota EVE tfl þess að kenna þarlendum stúdent- um markaðs- og stjómmálafræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.