Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Blaðsíða 40
48 FÖSTUDAGUR 16.JÚNÍ2006 Helgin DV jiSSS Guðrún Gunnarsdóttir G uðrún segist sérstaklega góð I að búa til frosting-krem á kökur en að eiginmaður hennar sé dug- legri við að elda handa fjölskyldunni. „Þótt ég hafi aldrei prófað þá, get ég ekki hugsað mér að setja þá inn fyrir mínar varir." Borða allt nema snigla Guðrún Gunnarsdóttir söngkona og þáttastjórnandi er mikill sæl- keri þótt hún reyni að hugsa um heilsuna þegar kemur að matar- gerð. Guðrún segir eiginmanninn standa sig betur í eldhúsinu að mati dætranna þar sem hann sé mikill gourmet-maður en hún reyni að takmarka saltmagn og noti frekar lifrænar vörur. Sælkeri „Ég er alin upp við vestfirskan matog borða allan þennan islenska mat eins og kæsta skötu og siginn fisk.“ „Ég hef mjög gaman af því að dunda mér í eldhúsinu og sérstak- lega að baka," segir Guðrún Gunn- arsdóttir söngkona og stjórnandi þáttarins 6 til sjö sem sýndur er á Skjá einum. Guðrún segist sérstak- lega góð í að búa til frosting-krem á kökur en að eiginmaður hennar sé duglegri að elda handa fjölskyld- unni. „Ég gerði samt meira af því að baka þegar dæturnar voru minni, þá bakaði ég kanelsnúða, tebollur, skinkuhorn og fleira til að eiga. Nú er ég komin í aðeins meiri hollustu." Guðrún segist reyna að hugsa um heilsuna þegar hún eldi sem skili sér í því að dætrunum þyki matur pabba síns betri. „Hann er svo mikill gourmet-karl og eldar mjög góðan mat. Þegar hann er ekki heima finnst stelpunum maturinn ekki næstum eins spennandi því ég reyni að minnka saltið og nota lífræn hrá- efni. Eins og staðan er í dag eru þær því hrifnari af eldamennskunni hans en vonandi breytist það einhvern tímann," segir Guðrún brosandi. Aðspurð hefur fjölskyldan grillað mikið það sem af er sumarsins en húsbóndinn á heimilinu fékk glæsi- legt grill í fimmtugs afmælisgjöf. „Við höfum grillað mjög mikið og erum að reyna að auka fiskneysluna á grillinu. Okkur hjónunum finnst báðum fiskur mjög góður og það er á planinu að reyna að griila lax og lúðu sem oftast,“ segir hún og bætir við að hún hafi mjög gaman af því að gera salat og meðlæti með matnum. „Ég nota yfirleitt kiettasalatblöndu, ristuð graskersfræ, avókadó, kon- fekttómata og kannski smá rauðlauk og svona það sem ég finn í ísskápn- um hverju sinni," segir hún og bætir við að góð dressing sé ómissandi með salatinu. Guðrún segist vera algjör sælkeri og að hún borði allan mat nema Salatdressing að hætti Guðrúnar: -Góð ólífuolía -Vín- eða balsamikedik - Dijon-sinnep -Hunang - Örlítill sftrónusafi „Ég smakka mig áfram þangað til ég verð ánægð og strái svo köldum, rist- uðum graskersfræjum, furuhnetum eða sólblómafræjum yfir. Einnig er mjög gott að nota hreinan fetaost frá Mjólku eða ístenskan mosarella.' snigla. „Ég er afin upp við vestfirsk- an mat og borða alian þennan ís- lenska mat eins og kæsta skötu og siginn fisk. Það eina sem ég borða ekki eru sniglar. Þótt ég hafi aldrei prófað þá, get ég ekki hugsað mér að setja þá inn fyrir mínar varir," segir hún að lokum. indiana@dv.is Hrefna Rósa kokkur mælir með girnilegum, heimatilbúnum samlokum í lautarferðina í sumar. Æðislegf í lautarferð „Það er svo æðislegt að fara í lautarferðir í góða veðrinu og sér í lagi þegar maður útbýr nestið sjálf- ur,“ segir Hrefna Rósa Jóhannsdótt- ir, kokkur á Sjávarkjallaranum. Hrefna segir um að gera að prófa sig áfram í samlokugerðinni og að heimatilbúnar samlokur séu alls ekkert verri en þær sem keyptar eru í bakaríum fyrir utan hversu miklu ódýrari þær séu. „Það er sniðugt að pakka samlokunum inn í álpappír eða bréfpoka. Svo er um að gera að taka með kaffi eða kakó á brúsa og jafnvel frysta ávaxtasafa svo hann verði ískaldur þegar komið er á áfangastað," segir Hrefna Rósa sem deilir hér uppáhaldsuppskriftinni sinni með lesendum. Picnic-samloka aö hætti Hrefnu Rósu: - Hvítt brauð - Majónes - Iceberg-salat - Reykt skinka - Fetaostur - Sólþurrkaðir tómatar - Svartar ólífur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.