Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Blaðsíða 16
1« FÖSTUDAGUR 16.JÚNl200t
Fréttir DV
Með sólgler-
auguí öku-
skírteini
Tveir ökumenn,
sem lifa af því að
stæla The Blues
Brothers, hafa feng-
ið leyfi til að vera
með sólgleraugu á
mynd í ökuskírtein-
um sínum. Að sögn Daily
Mirror eru um að ræða hinn
56 ára gamla William Smith-
Eccles, sem breytt hefur
nafni sínu í Joliet Jake Blu-
es og „bróður" hans Mark
Moore. Sá síðamefndi heitir
raunar Elwood Blues í dag.
Tvímenningarnir, sem aka
um á bandarískum lögreglu-
bíl frá 1974, fengu einnig
að vera með sólgleraugun í
vegabréfum sínum.
Amma verður
listaverk
Stúdína í Leeds
hefur breytt 80 ára
gamalli ömmu sinni
í listaverk. Janis Ra-
failidous setti At-
henu ömmu sína
inn í eldhúsinnrétt-
ingu á listasafni í
Leedsogþargeta
gestir fylgst með
þeirri gömlu elda
mat, taka til og prjóna. Jan-
is notar Athenu sem „lifandi
styttu" en verkið er lokaverk-
efni hennar frá Listaháskól-
anum í Leeds. Hún vildi
fanga heimilislíf sitt í Grilck-
landi með þessu verki og sú
gamla var meira en til í það.
--.Ú 7
[ B* (t;
Gotttilboðá
netinu
Kærasta manns í
Cheshire á Englandi hefur
lofað honum að taka þátt
í þríkanti í rúminu ef hon-
um tekst að fá fimm milljón
manns til að skoða heima-
síðu sína. Richard Green
er fyrrum krikketstjarna og
hefúr þegar fengið 250.000
heimsóknir á netsíðuna
www.pleasemakethis-
work.com. Kærastan, Katie
Greenwood, var ekki af-
huga þríkantinum en vildi
að Richard gerði eitthvað
í málinu. Og hún vill líka
vera með í ráðum með val
á stúlkunni ef dæmið geng-
ur upp.
Á sjóskíðum á
farþegaskipi
Dirk
Gion, 40
ára gamall
blaðamaður
frá Þýska-
landi, vann
veðmál um
hvort hægt
væri að vera
á sjóskíðum
aftan í far-
þegaskipi en
venjulega eru menn tog-
aðir af hraðbátum í þessari
íþrótt. Dirk var fyrst settur
á réttan hraða af hraðbát
en síðan fékk hann afhenta
línu úr farþegaskipinu MS
Deutschland sem sigldi á
17 hnúta hraða. Dirk tókst
að vera á floti aftan í MS
Deutschland í fimm mín-
útur. Þýsk sjónvarpsstöð
tók allt þetta upp og verð-
ur þáttur um þetta „afrek"
Dirks sýndur bráðlega.
Ritstjórar tímaritsins People uröu æfir þegar myndir af Shiloh, nýfæddu barni þeirra
Brads Pitt og Angelinu Jolie, birtust á netinu nokkrum dögum áður en þær komu í
People. Tímaritið hafði eytt hundruðum milljóna króna í að kaupa einkarétt á birtingu
myndanna. Breska tímaritið Hello var einnig illa sviðið af netverjum.
Einkaréttur einskis
virði í netheimum
Eftir að hafa eytt hundruðum milljóna króna í að tryggja sér
einkarétt á myndum af Shiloh, nýfæddu barni þeirra Brads Pitt
og Angelinu Jolie, voru ritstjórar tímaritsins People með útgáfu-
áætlun. Fara í viðtal á Today Show á NBC. Leka myndunum í
slúðurblöðin sem myndu birta þær í lélegri upplausn á forsíðum
sínum. Síðan á föstudaginn síðastliðinn átti People að koma út
með myndirnar á glanssíðum og tímaritið yrði selt á hærra verði
en venjulega. í staðinn birtust myndirnar víða á netinu nokkrum
dögum áður en markaðsáætlunin varð að veruleika.
Ritstjórar People áttu í
tilboðastríði við önnur
tímarit um einkarétt-
inn á myndunum allan
sunnudaginn í fyrri viku
og urðu brjálaðir þegar
myndirafShiloh voru
komnar á netið þegar á
þriðjudeginum.
I nýlegri grein NewYorkTimes um
þetta mál kemur fram að einkaréttur
á efni sem þessu er einslds virði í net-
heimum. Töluvert áður en tímaritið
People kom út með myndirnar voru
þær komnar á Gawker, PerezHilton.
com og hátt í þrjátíu aðrar vef- og
bloggsíður. Sumar myndanna voru
að vísu stolnar af ólöglegri útgáfu af
Hello-tímaritínu breska sem borgaði
nær 300 milljónir krónur fýrir einka-
réttinn á þeim í Bretlandi.
Urðu brjálaðir
Ritstjórar People áttu í tilboða-
stríði við önnur tímarit um einka-
réttinn á myndunum allan sunnu-
daginn í fyrri viku og urðu brjálaðir
þegar myndir af Shiloh voru komn-
ar á netíð þegar á þriðjudeginum.
Lögfræðingar þeirra byrjuðu að
senda út kröfur í allar áttir en
án árangurs. Þetta er ekki
í fyrsta skipti sem People
lendir í svipuðum kring
umstæðum. Minn-
isstæðast er þegar
tímaritið tryggði sér
einkarétt á mynd-
um af nýfædd-
um syni Britney
Spears en síðan
birtust mynd-
ir af barninu .
á netsíðum
nokkru áður
en þær birt-
ust í People.
„Sem maður
sem þurfti
að leggja
allt þetta
á sig til að
ná þessum
myndum
var ég í
fýrsm
segir Larry Hackett, aðalritstjóri
People. „Einhver var að taka efnið
mitt."
Forsíða Forsiðumynd Hello var komin á netið löngu fyrir birtingu blaðsins.
En skipti þetta máli?
Julie Bosman, sem slcrifar um
málið í New York Times, varpar fram
þeirri spurningu hvort netbirting-
arnar hafi skipt nokkru máli fyrir
People. Margir sérfræðingar í tíma-
ritaútgáfu halda því nefnilega fram
að netsíðurnar hafi gert People
greiða með því að auka áhugann fyrir
myndunum og þar með auka söluna
á tímaritinu þegar það birti þær. En
hvað sem því líður er ljóst að kaup
á einkaréttí af þessu tagi eru að
verða liðin tíð fyrir tíma-
rit sem sérhæfa sig í
ríka og fræga fólk-
inu. Netið spil-
ar þar æ stærra
hlutverk.
People Þessar myndir úr tlmaritinu People
voru komnar á netið áður en tlmaritið kom
út.
Bretar nota netklám mest af öllum þjóðum í heiminum
Breskar konur á kafi í netklámi
Það er ekki víst að Bretar séu
stoltir af því en ný rannsókn sem The
Independent greinir frá sýnir að þeir
nota netklám mest allra þjóða. Alls
hafa 40% breskxa karla halað niður
klám í tölvur sínar á einu ári. En það
sem meiri athygli vekur er að breskar
konur eru einnig á kafi í netkláminu.
Samkvæmt rannsókninni hefúr net-
klámnotkun þeirra aukist um 30% á
einu ári og notendum fjölgað í 1,4
milljón kvenna.
Rannsóknin leiðir í ljós að Bret-
landseyjar eru sá markaður fyrir net-
klám sem vex hraðast. Talið er að
þessi markaður velti, á heimsvísu,
um 2.400 milljörðum króna. Um er
að ræða fyrstu viðamiklu rannsókn-
ina á netnotkun Breta.
Þótt flestír sérfræðingar haldi því
fram að tölurnar í þessari rannsókn
sýni meira frjálslyndi í kynlífsmál-
um eru aðrir sem ekJd eru eins viss-
ir í sinni sök. „Margar konur bregð-
ast við netklámnotkun maka sinna á
sama hátt og að þær hafi staðið þá að
framhjáhaldi," segir hjónabandsráð-
gjafinn Christíne Lacy í samtali við
Independent. „Þetta er kannski ekki
það sama og að stunda kynlíf en get-
ur eyðilagt sambandið."
Annað sem breskir ráðamenn
hafa áhyggjur af er að um helmingur
barna í Bretlandi hefur rekist á ldám
á netínu þegar þau hafa verið að leita
að einhverju öðru.
Netklám Notkun breskra kvenna á netklámi hefur aukist um 30% á einu ári.