Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Blaðsíða 36
44 FÖSTUDAGUR 16.JÚNÍ2006
Menning DV
Já alveg eins og Elvis Aron Presley
er konungur rokksins, Edward
King konungur vindlanna, Tar-
san konungur apanna er Diddi
konungur dúfnanna og alveg
eins og aðrir kóngar sem lifa eft-
ir hnignun konungsdæma sinna
umgengst Diddi engan nema
sjálfan sig.
Einar Már Guðmundsson:
Vœngjasláttur í þakrennum
Velsagt
Víst var gaman að sjá Roger
Waters í öllu sínu veldi á mánu-
dagskvöld. Maður hefði betur
gripið með sér disk og hlustað á
úrval verka hans á klukkustund-
arlangri leið úr Árbæjarbrekku
upp að Korpúlfsstöðum. Nóg var
næðið þökk sé afspyrnuslapp-
ri frammistöðu lögreglunnar við
umferðarstjórn.
Flugur
Þegar Hafliði Hallgrímsson var
spurður eitt sinn um frammi-
stöðu sína á Atom Heart Mother
þar sem hann spilaði alla selló-
kaflana kallaði hann Pink Floyd
bleika froðu. Ekki voru menn
sáttir við það. Grúppan hafði ver-
ið í vaxandi áliti frá því See Emily
Play skaust uppá vinsældalista
'66 eða '67. Fyrsta breiðskífan
þeirra og A Saucerfui of Secrets
voru merkilegir gripir, en Umma-
gumma var þó sönnun þess að
þessir piltar kynnu sitthvað fyr-
ir sér. Svo komu Echos og Atom
Heart og loks Dark Side og Wish
You Were Here. Um það leyti
hætti þessi penni að fylgjast með.
Sýrurokkið var enda einmana-
leg tónlist, þunglyndisleg og full
af aivarlegum tilraunum, tók
sig nokkuð alvarlega, eftir á að
hyggja af nokkuð litlum efnum.
Þar voru þeir Floydarar fremstir.
En lagasöfnin skópu þeim mik-
inn auð. Dark Side ein og sér var
mikil gullnáma og dugar enn fyr-
ir sínu. Af pressunni bresku og
amerísku var það ljóst á þess-
um árum - '68 til '72 að Waters
var sér á báti í bandinu og þegar
klofningurinn tók að magnast var
eðlilegt að haft væri með honum
auga, þótt aldrei næði hann sama
flugi og bandið sem heild.
Konsertinn á mánudag var
vitnisburður um mann sem lif-
ir að mestu á fornri frægð, það
er á öðrum sviðum en hann er
að þreifa fyrir sér eins og greint
hefur verið frá hér á síðunum.
Það er máski hollast að reyna að
komast yfir söngleikinn hans um
frönsku byltinguna.
En í Egilshöll var allt í boði sem
vanir rokktúrar bjóða upp á,
vandlega unnið ljósasjó, mynd-
skreyting og vel þanið og stillt
hljóð-
kerfi.
Spila-
mennsk-
an var
óaðfinn-
anleg,
en laus
viðþau
smáat-
riði sem ^
voru allt-
af ein-
kenni
Floyd. Vel hefði mátt byggja svið-
ið hærra í húsi með einu stóru
gólfi og verslunarmennskan í
bjór, gosi og pítsum virtist vera
mörgum meira atriöi en tónlist-
in.
f lok dagsins hugsaði maður
meira aftur en fram - þessi tími
væri liðinn og kæmi ekki aftur
svo kær sem hann var í minning-
unni.
Yfirlitsverk um íslenska fiska er komið út í ritröðinni íslensk alfræði. Það er ríkulega
myndskreytt og itarlegt um lífríki hafsins í kringum okkur og bætir úr sárum skorti á
verki fyrir almenning um hafið og skepnurnar í djúpum þess.
Fagur er fiskur í sjó
Á síðustu árum hefur það færst
í vöxt að íslenskir bókaútgefend-
ur leggi í stórvirki á sviði mynd-
skreyttra fræðirita fyrir almenn-
ing. Fyrr á tíð lögðu frumherjar
í íslenskri bókagerð í slík stór-
virki á ýmsum sérsviðum. Má þar
minnast afreka Ragnars Jónsson-
ar í Helgafelli og þess frumkvæðis
sem Örlygur Hálfdánarson útgef-
andi sýndi á sjöunda og áttunda
áratugnum. f kjölfar þeirra fylgdu
yngri útgefendur eins og Jón Karls-
son, Jóhann Páll Valdimarsson og
Halldór Guðmundsson.
í þeim hópi var líka Ólafur
Ragnarsson sem átti upphafið að
útgáfuröðinni Alfræði Vöku-Helga-
fells en í henni er nú komið út stór-
virkið, íslenskir fiskar. Höfundar
eru Gunnar Jónsson og Jónbjörn
Pálsson en myndir eru eftir Jón
Baldur Hlíðberg en hann er þegar
landskunnur af myndskreytingum
sínum við fyrri verk úr ritröðinni,
íslenska fugla og íslensk spendýr.
Nýja bókin í röðinni opnar les-
endum heim hafsins umhverfis
ísland með aðgengilegum og
yfirgripsmiklum upplýsingum sem
settar eru fram á nútímalegan hátt
með myndum og greinagóðum
upplýsingum um 340 fiskategund-
ir, ítarlegri umfjöllun um hverja
fisktegund, helstu útlitseinkenni,
lit, stærð, lífshætti, heim-
kynni og nytjar. Þá er
þar að finna nákvæm
kort yfir útbreiðslu ís-
lenskra fisktegunda.
Þetta er tímamóta-
verk. Bækur sem skrif-
aðar voru um íslenska
fiska á síðustu
öld er
ófáanlegar, auk þess
sem að á undan-
förnum árum hef-
ur fjöldi tegunda
bæst við íslenska I
fiskaríkið sem áður
voru óþekktar á ís-
landsmiðum. Þegar
rit Bjarna Sæmunds-
sonar, Fiskarnir, kom
út árið 1926 voru
fisktegundir við Is-
land taldar 130. Nú
eru þekktar innan 200
sjómílna fiskveiðilög-
sögunnar við ísland
337 fisktegundir.
Ástæður þess aé
stöðugt finnast fleir
tegundir á íslandsmið
um eru ýmsar og með
al annars þær að fari
er að veiða fisk á öðrui
miðum og á meira dýj
en áður tíðkaðist. Eini
ig flækjast hingað fis
ar frá fjarlægum sló
um meira en áður v
og má ef til vill rekja
einhverju leyti til vaxandi sjávarhita.
Fiskar sem áður voru taldir sjald-
séðir hafa orðið nokkuð algengir á
síðari árum og sumar tegundir sem
taldar voru flækingar á íslandsmið-
um virðast vera, í bili að minnsta
kosti, með fasta búsetu innan ís-
lenskrar fiskveiðilögsögu.
I B L E N
S K I R
Jón
Baldur hefur
með myndunum í
bókinni unnið gríðarlega mikil-
vægt starf. Yfir 90% myndanna eru
unnar eftir raunverulegum fyrir-
myndum, þar af margar sjaldséð-
ar fiskitegundir, sem engar góð-
ar myndir eru til af í heiminum.
Margir komu þar að máli en lang-
flest tegundareintökin komu þó
frá sérfræðingum Hafrannsóloi-
arstofnunar, en einnig naut hann
liðsinnis margra sjómanna sem
færðu honum sjaldséða fiska.
Þeir sem hingað til hafa feng-
ist við að mála svona myndir hafa
fléstir gert það eftir gloppóttum
lýsingum en Jón hefur notið ein-
stakrar aðstöðu hér á landi við öfl-
un eintaka og líklegt má telja að
Jómfrúardjass
Oft er dægilegt á Jómfrúnni
í Lækjargötu þar sem menn
sitja og úða í sig smurbrauði að
dönskum hætti, aldrei þó hátíð-
legra en á þjóðhátíðardaginn.
Þar hafa staðarhaldarar líka hýst
djassista og á laugardag vill svo
til að djassinn verður framinn á
þjóðhátíð. Þá verða þriðju tón-
leikar sumartónleikaraðar veit-
ingahússins. Fram koma saxóf-
ónleikarinn Jóel Pálsson ásamt
Flís tríóinu, en tríóið skipa þeir Dav-
íð Þór Jónsson á píanó, Valdimar
Kolbeinn Sigurjónsson á kontra-
bassa og Helgi Svavar Helgason á
trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 16
og standa til kl. 18. Leikið verður ut-
andyra á Jómfrúartorginu ef veður
leyfir, en annars inni á Jómfrúnni.
Aðgangur er ókeypis á torginu en
bregði til verri veðra verða menn
að njóta veitinga þeirra Jómfrúar-
bræðra.
hvergi annars staðar í heiminum
gæti teiknari fengið svona stórt
tegundasafn upp í hendurnar til
að vinna með. Sjaldgæfasti fisk-
urinn sem hann fékk í hendur var
vafalítið „Trölli" en einungis örfá
eintök eru þekkt í öllum heim-
inum og engar nothæfar myndir
svo vitað sé til. Stærsti fiskurinn
sem hann dró heim til sín var 2,40
metra hámeri en einnig áskotn-
aðist honum 4 metra langur bein-
hákarl, sem ekki tókst að koma til
hafnar.
Höfundar ritsins eru engir
aukvisar eða nýgræðingar á þessu
svið rannsókna og alþýðufræðslu:
Gunnar Jónsson stundaði nám í
fiski-, haf-, dýra- og grasafræði í
Þýskalandi frá 1956 og lauk dokt-
orsprófi. Hann var við framhalds-
nám og störf í Seattle um eins árs
skeið en hóf þá störf við atvinnu-
deild Háskólans og síðar Haf-
rannsóknarstofnun og fékkst þar
einkum við flatfiskarannsóknir og
rannsóknir á nýjum og sjaldséð-
um fisktegundum.
Jónbjörn Pálsson er Stranda-
maður. Hann er líffræðingur frá
Háskóla íslands en stundaði svo
framhaldsnám hér heima og í
Bandaríkjunum og Kanada. Frá
1973-1976 vann hann við ýmsar
rannsóknir en frá 1983 hefur hann
unnið hjá Hafró við ýmis konar
fiskirannsóknir.
Jón Baldur Hlíðberg stund-
aði nám við Myndlistaskólann í
Reykjavík 1982-1983 og Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands
1983-1985 og hefur síðan haft
myndlýsingar að aðalstarfi. Jón
Baldur hefur myndskreytt mikinn
fjölda kennslu- og fræðibóka auka
annarra rita á sviði náttúrufræði:
Sjávarnytjar við ísland, Hvalir við
ísland ogísfygla.