Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 16.JÚNÍ2006 21
HVERER
AYAAN
HIRSIAU?
-þú veist þaó ef þú iest
Fréttablaóió
■ - . * ’.V.;
- *. *;«; v.\í
• , •-,;V V
Á- ■■ - V . V'. *
. *|\ >. . .• > ,*;y,%
V^rV #,W
V.v&$\V:
Fasteignasali á fimmtugsaldri hefur veriö ákæröur fyrir að
nauöga og misþyrma fyrrverandi sambýliskonu sinni. Átti
atburðurinn sér stað á heimili hans í Grafarvogi. DV fjallaði um
málið og voru lýsingar hins meinta fórnarlambs vægast sagt
hryllingur. Maðurinn neitar sök og hafnar bótakröfu.
fyrir dómara í gær
„Hann afklæddist sjálf-
ur og lamdi í hvert sinn
sem ég neitaði að fara úr
fötunum," sagði konan.
„Hann hélt mér fastri og
nauðgaði mér."
iffiiiiSi*
Fyrir dómara
"^jj Maðurinnvarígær
leiddur fyrir
héraðsdómara og
neitaðisök.
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær var þingfest ákæra Ríkissaksókn-
ara á hendur fasteignasala á fimmtugsaldri sem grunaður er um
hrottalega nauðgun. Samkvæmt heimildum DV neitar maðurinn
sök og hafnar ríflega tveggja milljón króna bótakröfu konunnar
sem lýst hefur meintum misþyrmingum í DV.
Fasteignasali á fimmtugsaldri
mætti í gær fyrir Pétur Guðgeirsson
héraðsdómara vegna ákæru Ríkis-
saksóknara á hendur honum vegna
nauðgunar.
Hin meinta nauðgun átti sér stað
í Grafarvogi í byrjun febrúar á þessu
ári.
Konan sagði í viðtali við DV
að maðurinn hefði misþyrmt sér
hrottalega, haldið sér nauðugri í
íbúð sinni og nauðgað sér. Átti mað-
urinn að hafa haldið henni í ríflega
níu klukkutíma og misþyrmt henni.
Konan kærði manninn í kjölfar hinn-
ar meintu nauðgunar og virðist kær-
an hafa gengið alla leið.
Andliti skellt í gólf
„Hann breyttist skyndilega, reif í
hárið á mér og skellti andlitinu mínu
í gólfið," sagði konan um kvöldið sem
árásin átti sér stað. Sagði hún mann-
inn hafa farið með hana heim eftir
mikla drykkju eitt föstudagskvöldið
í febrúar. Maðurinn hafi það kvöld
rifið í hár hennar, skellt andlitinu í
gólfið og dregið hana um íbúð sína
og síðar nauðgað henni í svefnher-
bergi sínu.
„Hann afklæddist sjálfúr og lamdi
í hvert sinn sem ég neitaði að fara úr
fötunum," sagði konan. „Hann hélt
mér fastri og nauðgaði mér."
Eftir hina meintu nauðgun kom
lögreglan á staðinn og var aðkom-
an rrijög ljót, samkvæmt heimildum
DV.
Farbannskrafa
Um miðjan mars, rúmum sex vik-
um eftir nauðgunina, var farbanns-
krafa á hendur manninum samþykkt
í héraðsdómi. Þá hafði konan stöðv-
að meintan kvalara sinn í Leifsstöð
þar sem hann var að reyna að flýja
land til Tælands.
„Ég óttast þennan mann daglega,"
sagði konan í viðtali við DV síðar.
„Ég vil að manninum verð refsað
svo hann geti ekki gert svona aftur."
Sem fyrr segir neitar maðurinn
sök og hefur borið fyrir sig að kyn-
mökin hafi verið með hennar vilja.
Héraðsdómarinn Pétur mun þó
skera úr um það að endingu.
gudmundur@dv.is
Meint fórnarlamb Var að eigin
sögn illa farln eftirmeðferð
mannsins. Sjá má skurði á andliti
hennar sem hún sagði vera eftir
misþyrmingarnar.
Keppnin um sterkasta mann íslands fer fram um helgina í Laugardal
Hjalti lofar heimsmeti strax í fyrstu grein
*.*.• v.ýv. -' ■. 1
■ ■ ■ ■ - v,'* V. + v-.• ■>'•. ■'< • c
f
% ”. .. 1 V.'*
'•V' ■ s
FRETTABLAÐIÐ
- Vel lesió!
„Þetta er hið eina sanna mót um
sterkasta mann íslands. Sá sem vinn-
ur þetta mót fer á sterkasta mann
heims," segir Hjalti Úrsus skipu-
leggjandi keppninnar um sterkasta
mann íslands. Keppnin byrjar í dag
og stendur yfir um helgina og lýkur
í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á
sunnudag.
Ég lofa heimsmeti strax í fyrstu
grein, hnébeygjunni. Það er pott-
þétt að annað hvort, Boris (Kristinn
Óskar Haraldsson) eða Vladislav Al-
hazov setur metið. Alhazov er ísraeli
og konungur hnébeygjunnar, bara
eins og Benni Magg er í réttstöð-
unni," segir Hjalti en tveir erlend-
ir keppendur verða á mótinu, Vla-
dislav sem er ísraeli og hinn hrikalegi
Bandaríkjamaður Don Pope sem
gerði harða atlögu að titlinum sterk-
asti maður heims á síðasta ári.
„Það er mjög gott að fá erlenda
keppendur til að taka þátt því þá sér
maður hvar Boris stendur í saman-
burði við þessa kalla. Boris var ná-
lægt því að komast í úrslit í sterkasta
manni heims í fyrra og ætlar sér alla
leið í ár," segir Hjalti en Boris gekk
vel á erlendri grundu í fyrra og vann
meðal annars keppnina um sterk-
asta mann Stóra-Bretlands.
Keppnin hefst klukkan 17 í dag við
Skútuvoginn þar sem keppt verður í
hnébeygjum. Á laugardag klukkan
14 verður síðan keppt í trukkadrætti
við Ráðhús Reykjavíkur. Þaðan verð-
ur haldið til Mosfellsbæjar og keppt í
drumbalyftu, axlarlyftu oghleðslu.
Keppninni lýkur svo í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinum í Laugardal
þar sem aflraunamennirnir spreyta
sig á Húsafellshellunni. Loks verð-
ur sigurvegari krýndur og vonandi
Hrikalegir Bandaríkjamaðurinn Don Pope,
ísraelinn VladislavAlhazovog íslendingurinn
Boris brugðu á leik fyrir Ijósmyndara DVÍ gær
og lyftu bílnum hans. DV-myndGVA
að Islendingarnir nái að hafa betur í
keppninni við útlendingana tvo.
Mótið um helgina er tileink-
að Ólafi Sigurgeirssyni, stofnanda
Krafts, sem lést fyrir skömmu.