Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 16.JÚNÍ2006 21 HVERER AYAAN HIRSIAU? -þú veist þaó ef þú iest Fréttablaóió ■ - . * ’.V.; - *. *;«; v.\í • , •-,;V V Á- ■■ - V . V'. * . *|\ >. . .• > ,*;y,% V^rV #,W V.v&$\V: Fasteignasali á fimmtugsaldri hefur veriö ákæröur fyrir að nauöga og misþyrma fyrrverandi sambýliskonu sinni. Átti atburðurinn sér stað á heimili hans í Grafarvogi. DV fjallaði um málið og voru lýsingar hins meinta fórnarlambs vægast sagt hryllingur. Maðurinn neitar sök og hafnar bótakröfu. fyrir dómara í gær „Hann afklæddist sjálf- ur og lamdi í hvert sinn sem ég neitaði að fara úr fötunum," sagði konan. „Hann hélt mér fastri og nauðgaði mér." iffiiiiSi* Fyrir dómara "^jj Maðurinnvarígær leiddur fyrir héraðsdómara og neitaðisök. í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær var þingfest ákæra Ríkissaksókn- ara á hendur fasteignasala á fimmtugsaldri sem grunaður er um hrottalega nauðgun. Samkvæmt heimildum DV neitar maðurinn sök og hafnar ríflega tveggja milljón króna bótakröfu konunnar sem lýst hefur meintum misþyrmingum í DV. Fasteignasali á fimmtugsaldri mætti í gær fyrir Pétur Guðgeirsson héraðsdómara vegna ákæru Ríkis- saksóknara á hendur honum vegna nauðgunar. Hin meinta nauðgun átti sér stað í Grafarvogi í byrjun febrúar á þessu ári. Konan sagði í viðtali við DV að maðurinn hefði misþyrmt sér hrottalega, haldið sér nauðugri í íbúð sinni og nauðgað sér. Átti mað- urinn að hafa haldið henni í ríflega níu klukkutíma og misþyrmt henni. Konan kærði manninn í kjölfar hinn- ar meintu nauðgunar og virðist kær- an hafa gengið alla leið. Andliti skellt í gólf „Hann breyttist skyndilega, reif í hárið á mér og skellti andlitinu mínu í gólfið," sagði konan um kvöldið sem árásin átti sér stað. Sagði hún mann- inn hafa farið með hana heim eftir mikla drykkju eitt föstudagskvöldið í febrúar. Maðurinn hafi það kvöld rifið í hár hennar, skellt andlitinu í gólfið og dregið hana um íbúð sína og síðar nauðgað henni í svefnher- bergi sínu. „Hann afklæddist sjálfúr og lamdi í hvert sinn sem ég neitaði að fara úr fötunum," sagði konan. „Hann hélt mér fastri og nauðgaði mér." Eftir hina meintu nauðgun kom lögreglan á staðinn og var aðkom- an rrijög ljót, samkvæmt heimildum DV. Farbannskrafa Um miðjan mars, rúmum sex vik- um eftir nauðgunina, var farbanns- krafa á hendur manninum samþykkt í héraðsdómi. Þá hafði konan stöðv- að meintan kvalara sinn í Leifsstöð þar sem hann var að reyna að flýja land til Tælands. „Ég óttast þennan mann daglega," sagði konan í viðtali við DV síðar. „Ég vil að manninum verð refsað svo hann geti ekki gert svona aftur." Sem fyrr segir neitar maðurinn sök og hefur borið fyrir sig að kyn- mökin hafi verið með hennar vilja. Héraðsdómarinn Pétur mun þó skera úr um það að endingu. gudmundur@dv.is Meint fórnarlamb Var að eigin sögn illa farln eftirmeðferð mannsins. Sjá má skurði á andliti hennar sem hún sagði vera eftir misþyrmingarnar. Keppnin um sterkasta mann íslands fer fram um helgina í Laugardal Hjalti lofar heimsmeti strax í fyrstu grein *.*.• v.ýv. -' ■. 1 ■ ■ ■ ■ - v,'* V. + v-.• ■>'•. ■'< • c f % ”. .. 1 V.'* '•V' ■ s FRETTABLAÐIÐ - Vel lesió! „Þetta er hið eina sanna mót um sterkasta mann íslands. Sá sem vinn- ur þetta mót fer á sterkasta mann heims," segir Hjalti Úrsus skipu- leggjandi keppninnar um sterkasta mann íslands. Keppnin byrjar í dag og stendur yfir um helgina og lýkur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á sunnudag. Ég lofa heimsmeti strax í fyrstu grein, hnébeygjunni. Það er pott- þétt að annað hvort, Boris (Kristinn Óskar Haraldsson) eða Vladislav Al- hazov setur metið. Alhazov er ísraeli og konungur hnébeygjunnar, bara eins og Benni Magg er í réttstöð- unni," segir Hjalti en tveir erlend- ir keppendur verða á mótinu, Vla- dislav sem er ísraeli og hinn hrikalegi Bandaríkjamaður Don Pope sem gerði harða atlögu að titlinum sterk- asti maður heims á síðasta ári. „Það er mjög gott að fá erlenda keppendur til að taka þátt því þá sér maður hvar Boris stendur í saman- burði við þessa kalla. Boris var ná- lægt því að komast í úrslit í sterkasta manni heims í fyrra og ætlar sér alla leið í ár," segir Hjalti en Boris gekk vel á erlendri grundu í fyrra og vann meðal annars keppnina um sterk- asta mann Stóra-Bretlands. Keppnin hefst klukkan 17 í dag við Skútuvoginn þar sem keppt verður í hnébeygjum. Á laugardag klukkan 14 verður síðan keppt í trukkadrætti við Ráðhús Reykjavíkur. Þaðan verð- ur haldið til Mosfellsbæjar og keppt í drumbalyftu, axlarlyftu oghleðslu. Keppninni lýkur svo í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal þar sem aflraunamennirnir spreyta sig á Húsafellshellunni. Loks verð- ur sigurvegari krýndur og vonandi Hrikalegir Bandaríkjamaðurinn Don Pope, ísraelinn VladislavAlhazovog íslendingurinn Boris brugðu á leik fyrir Ijósmyndara DVÍ gær og lyftu bílnum hans. DV-myndGVA að Islendingarnir nái að hafa betur í keppninni við útlendingana tvo. Mótið um helgina er tileink- að Ólafi Sigurgeirssyni, stofnanda Krafts, sem lést fyrir skömmu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.