Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Blaðsíða 27
DV Helgin
FÖSTUDACUR 16.JÚNÍ2006 27
Andri Snær Magnason,
rithöfundur
„Sigríði Önnu tókst aldrei að verða hold-
gervingur hins illa eins og Siv. Hún var of
stutt til að ná að taka einhverjar meiriháttar
ákvarðanir. Henni var eiginlega bara vippað
inn og út, Það var erfitt fyrir hana að marka
sér spor á þessum stutta tíma. Ég bjóst
ekki við að hún myndi hægja á stór-
iðjustefnunni og því olli hún mér ekki
P| neinum vonbrigðum að því leytinu."
Bubbi Morthens,
tónlistarmaður
„Vatnið hennar var alltaf
gruggugt, punktur." /
Stefán Pálsson, sagnfræðingur
„Sigríður Anna er í hópi ósýnilegri ráðherra fr á upphafi
og óhætt að segja að það gustaði ekki af henni. Hún hjól-
aði reyndar í vélhjólamenn og spurning hvort hún hafi
þurft að gjalda fyrir það með starfinu. Eg upplifði hana
sem umhverfisráðherrann sem vildi passa að fólk henti
ekld rusli út úr bíl á ferð eða setti tyggjó á götuna. Hún spáði
minna í aukaatriði eins og stórfelldar virkjunarframkvæmd-
ir eða hvort hægt væri að draga úr mengun og útblæstri. Sig-
ríður Anna er einhver alsakleysislegasti ráðherrann og eng-
an veginn í stakk búin til að gegna sínu hlutverki sem ætti
að vera að standa í lappimar og slá á puttana á öðrum
ráðherrum. Þetta með vélhjólamennina er lýsandi
dæmi og í raun sambærilegt við að að lögreglustjór-
inn í Reykjavík skilgreindi veggjakrotara sem helstu
glæpamennina og sýndi þeim fulla hörku. Annars
getur það reyndar verið kostur fyrir ráðherra að
vera aðgerðalítill. Hann gerir ekkert af sér á með-
an. Ég sé reyndar fyrir mér að Sigríður Anna gæti
verið góð í að skipuleggja fegmnarátök en sem
umhverfisráðherra - nei takk.“
Sigríður Anna Þórðardóttir afhenti Jónínu Bjartmarz í gær lyklana að umhverf-
isráðuneytinu. Sigríður Anna var umhverfisráðherra í rúmt eitt og hálft ár en
hún tók við af Siv Friðfeifsdóttur um miðjan september 2004. DV fékk nokkra
þekkta umhverfisverndarsinna til að fíta um öxl og segja álit sitt á frammistöðu
Sigríðar Önnu í embætti umhverfisráðherra. DV leitaði eftir viðtali við Sigríði
Önnu við vinnslu þessarar greinar en blaðamanni var tjáð af ritara hennar að
hún hefði ekki tíma til að tala við fjölmiðla þessa síðustu daga áður en hún léti
af embætti.
Arni Finnsson, formaður Nátt-
úruverndarsamtaka íslands
„Hún hefur unnið vel að því að undirbúa stofnun
þjóðgarðs á Jökulsá á Fjöllum og friðlýsingu þess svæð-
is. Það hefur jafnframt verið ánægjulegt að mörgu ieyti
að vinna með henni. Á hinn bóginn tókst henni ekki að
leggja fram langtímastefnu fyrir fsland í loftslagsmálum
þar sem gerðar væru áætlanir til lengri tíma (20-
30 ára) um hvemig hægt væri að draga úr
áhrifum gróðurhúsalofttegunda á ís-
landi. Það er mjög aðkallandi verk-
efni sem hefúr ekki verið sinnt."