Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 16.JÚNÍ2006 Fréttir DV • Páll Magnússon útvarpsstjóri er orðinn mjög óþreyjufullur að bíða þess að alþingi hluta- félagavæði RUV. Og eru það ekki bara verldn sem kalla í því sambandi. Segja kunnugir að Páli þyki launin hjá hinu opin- bera mjög skorin við nögl. Samkvæmt kjaranefnd er Páll með 718 þúsund í laun sem þykir ekki mikið meðal forstjóra — margur launaþrællinn myndi glaður þiggja þau býtti. En þannig má ætla að hann sé með aðeins þriðjung á við Ara Edwald forstjóra hjá 365 miðl- um - í sambærilegu starfi. Menn þykjast hafa heyrt til Páls segja í góðra vina hópi að ef ekki náist fram breyting á rekstrarfyrirkomulagi hið fyrsta þá hætti hann í haust... • Kristjón Kormákur rithöfundur staldraði stutt við sem forseti Hróks- ins en hann er nú kominn á ný til Spán- ar þangað sem hann mun hafa elt ástina og ritstörfin. Kristian Guttesen, sem hefur verið öflugur í forystu Ilróksins, er fluttur út á land og fjarri góðu gamni. Við svo búið má ekki standa og er búist við því að sjálfur Hrafn Jökulsson snúi til baka eftir stutt hlé og taki við forystunni á ný hjá þessu öfluga fyrirbæri. Hróksmenn hafa ráðið sér framkvæmdastjóra og er sú ekki af verri endanum - Bryndís J. Gunnarsdóttir en hún hefur ver- ið framkvæmdastjóri helstu verka manns síns, Þorfinns Guðnasonar kvikmyndagerðarmanns... • Sigurður G. Guðjónsson, lögmað- ur og athafnaskáld, neitar því að vera að kaupa Fróða - en hann sé hins vegar að skoða þau mál fyrir umbjóð- anda. Starfsmönnum Fróða hefur verið tjáð að í lög hafi verið leitt nýlega það að þegar um svo mikla eign sé að ræða hafi hugsan- legur kaupandi þriggja vikna umþóttunartíma og á meðan leyfi til að athuga hvort þeir starfsmenn sem fylgja fýrirtækinu hafi lent í gjaldþrotaskiptum eða séu á sakaskrá. Mun það fara verulega fyrir brjóstið á mörgum að Sigurður, þó góður sé og grandvar, sé að fletta í slíkum persónulegum gögnum í þessu ferli... Hið merka menningarfyrirbæri Víkingahátíð hefst í dag, sú tíunda í röðinni en nú er stefnt að því að víkingavæða Sauðárkrók í leiðinni. Jóhann Viðar, vert á Fjörukránni, gefur ekk- ert eftir og ætlar ekki að láta Reyknesinga stela glæpnum með aðstoð hins opinbera. Svakalegir Steinn ktár I slaginn ásamt víkingunum vinum slnum frá Noregi I hljámsveitinni Skvaldri. „Já, ég er eins og margur efasemdamaðurinn. Þótti hrein fásinna að gera út á forfeður okkar víkingana með þessum hætti. Hafði ekki mikla tiltrú á þessu uppátæki. En hef þurft að éta það allt ofan í mig," segir leikarinn og grínistinn, Steinn Ármann Magnússon. Víkingahátíð í Hafiiarfirði hefst í dag, sú tíunda í röðinni, og þar er Steinn allt í öllu. Innstí koppur í búri. DV hefur fyrir því áreiðanlegar heimildir að þegar Jóhannes Viðar Bjamason, vert á Fjörukránni, hóf sitt mikla brautryðjenda- og uppbygging- arstarf fyrir rúmum áratug hafi leik- aranum Steini fundist h'tið til koma - reyndar fundist þetta hallærislegt tiltæki. En honum hefur rækilega snú- ist hugur og hefur starfað við hátíðina undanfarin ár. „Ég er opinberlega titlaður kynnir hátíðarinnar. En innan míns verksviðs er líka að búa til einhverjar uppákom- ur og halda utan um dagskrána. Og stilla upp græjum," segir Steinn. Sauðárkrókur víkingavæddur Leikarinn upplýsir að hátíðin sé með óvenjulegu sniði núna. Hún nær yfir tvær helgar í Hafitarfirði og 21. og 22. þessa mánaðar leggja víkingamir land undir fót og fara til Sauðárkróks. „Þeir hafa stimplað sig inn sem mikl- ir vfldngaáhugamenn. Skín við sólu Skagafjörður. Við verðum að leyfa fleirum að njóta vfldngahefðarinnar og þeirrar gleði sem felst í því að um- tumast í vfldng um skeið." Vfldngahátíð Fjörukráarinnar hef- ur verið gríðarlega vel sótt á undan- fömum ámm og skipta gestir þús- undum. Atvinnuvfldngar koma frá öllum heimshomum og þeir skilmast í vfldngabardögum, leikir fommanna em á dagskrá og tónlistarmenn troða upp: Skvaldur frá Noregi og Kráka með Guðjón Rúdolf í fararbroddi. Kolsvart reggí á víkingahátíð „Svo er þessi stórmerkilegi vík- ingamarkaður þar sem allur fjand- inn er á boðstólum. Handunnið vflc- ingaflott," segir Steinn. „Og dansleildr á kvöldin." Og þá kemur til kasta hinna kar- abísku meðlima hljómsveitarinnar FiveFourVipes. „Þetta em kolsvartir reggí-gaurar. Já, á vfldngahátíð. Þetta fann Jóhann- es einhvers staðar og þótti tilvalið að hafa. Þeir vom í fyrra og vöktu mikla lukku. Sérstaklegaþegarþeir í Skvaldri fóm að djamma með þeim og mætt- ust þá þar ólfldr menningarheimar. Og náði hápunktí þegar samísk hnífa- gerðarkona tók sig til og fór að jojka með vfldngunum og blámönnunum. Alveg óborganlegt." Suðurnesjamenn seilast of langt Heldur sígur brúnin á vfldngn- um Steini þegar talið berst að því sem komst í fréttir í fyrra - fjárstyrk- ur Reyknesinga sem nam 120 milljón- um tú að koma sér upp víkingasafni. Steinn sendir kaldar kveðjur til ráða- manna líkt og Jóhannes Viðar gerði á sínum tíma. „Já, þeir em að reyna að stela glæpnum. En ekki var nú hug- myndaflugið meira en svo að þeir sögðu bara: Best að gera bara eins og Jói í Hafiiarfirði." Steinn bendir á að Jóhannes sé bú- inn að byggja upp Vfldngþorp af mikl- um myndarbrag einn og sér. „Og þá á bara að splæsa milljónum af opin- bem fé í einhverja Suðurnesjamenn. Að frumkvæði Hafnfirðinganna og sjálfstæðismannanna Þorgerðar Katr- ínar menntamálaráðherra og Áma Mathiesen fjármálaráðherra sem púkka undir flokksbróður sinn, Áma bæjarstjóra Sigfússon. f ferðamála- þjónustu sem er í beinni samkeppni. Þetta er náttúrlega alveg... En þetta verður skemmtilegt innlegg í sumar- ið. Svo kemur ár eftír þetta ár" segir Steinn fulskeggjaður og hinn vfldnga- legasti. jakob@dv.is • Mikael Torfason, fyrrverandi rit- stjóri DV og nú aðalritstjóri Fróða, leitar ekki langt yfir skammt þegar hann ræður tíl sín nýtt fólk. Þannig segir sagan að Andri Olafsson áður á DV sé geng- inn til liðs við Mika- el sem og Bergljót Davíðsdóttir — nýr ritstjóri Vikunnar — og Eiríkur Jóns- son. Óstaðfest er að hinn eitursnjalli neytendablaðamaður Þór Jóhannes- son sé hugsanlega einnig að ganga til liðs við Fróða. Símon Birgisson, lærisveinn Eir, mun hins vegar sigla í aðra átt eða til NFS... • Benedikt Bóas Hinriksson íþrótta- fréttaritari þykir ekki ríða feitum hesti frá því þegar kemur að lýsingum frá HM. Þannig hefur hann lítt sem ekkert sést í HM- settinu, aðeins feng- ið að lýsa einum leik það sem af er: Túnis gegn Saudi Arabíu... EVE Online brýtur niður Kínamúrinn Heimsmet á fyrsta degi íslenskir athafnamenn eru ekki aðeins að sigra viðskiptaheiminn heldur einnig hugarheiminn. Und- anfarin misseri hafa rannsóknir staðið yfir hvernig tölvuleikurinn EVE Online muni pluma sig á Kína- markaði. Nýlega lauk fyrsta hluta þessara prufa og var kínversku þjóð- inni hleypt inn í þessa mögnuðu tölvuveröld. Leikurinn sló heims- met á fyrsta deginum þegar 30,000 Alræöisrfkiö Klnversk stjórnvöld skoðuðu innihald leiksins gaumgæfilega. manns tengdu sig við leikinn, örfá- um klukkustundum eftir að hann var kominn upp á kínverskan vefþjón. „Það var magnað að sjá fjölda spilara hins kínverska EVE komast yfir íbúafjölda íslands á öðrum deg- inum í Kína." sagði Hilmar V Péturs- son, framkvæmdastjóri CCP tölvu- leikjafyrirtækisins. Að hleypa fólki inn í EVE-veröldina var lokastígið í tilraunum á Kínamarkaði. í lok sum- ars mun leikurinn svo koma á al- mennan markað í Kína. Mjög langan tíma og mikla vinnu tók tfl að sann- færa kínversk stjórnvöld að enga „eiturlyfjasölu, pólitískt- né trúarlegt innihald" væri að finna í leiknum þar sem kínversk lög banna slílct. Talið er að það sem hafi að lokum sann- fært kommúnistastjórnina hafi ver- ið möguleikinn á því að nota EVE tfl þess að kenna þarlendum stúdent- um markaðs- og stjómmálafræði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.