Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 4
260
FRE YR
þarf að fara að gefa þeim kjarnfóður með
túnbeitinni og auka kjarnfóðurgjöfina við
þær nythæstu, sem væntanlega hafa þó
fengið eitthvað kjarnfóður í sumar. Mun
ekki fjarri lagi að ætla, að kýr, sem mjólka
yfir 12 kg á dag, þurfi frá byrjun septem-
ber kjarnfóður með túnbeitinni, og þá ætti
kjarnfóðurgjöfin að vera 400 g af kúafóð-
urblöndu fyrir hvert kg, sem kýrin mjólkar
fram yfir það, sem telja má, að hún geti
mjólkað af túnbeitinni einni saman, en sú
nythæð, sem þá er miðað við, lækkar eftir
því, sem á líður.
Til þess að tengja saman sumar- og vetr-
arfóðrunina nota ýmsar nágrannaþjóðir
vorar fóðurrófur og fóðurmergkál og fleiri
tegundir af auðmeltanlegum kolvetnaauð-
ugum fóðurplöntum. Ræktun þessara fóð-
urjurta hefur aldrei náð verulegri út-
breiðslu hérlendis, enda þótt ýmsar þeirra
geti vel vaxið hér, og veldur því ýmislegt,
en ekki þá sízt, að ræktun þeirra er nokkuð
tímafrek. Munu því fáir hafa slíkt fóður
nú. En þeir, sem hugsa sér að rækta slíkar
fóðurjurtir næsta ár, ættu að tryggja sér
fræ í tíma.
Mjög margir bændur hafa valið þann
kostinn að rækta hafra sem grænfóður, og
hafa ýmsir þá ræktun fastan lið í búskapn-
um. Notkun hafra sem grænfóðurs er þó
ýmsum vandkvæðum bundin. Oft vilja
þeir tréna, ef þeir eru látnir standa óslegnir
lengi fram eftir hausti. Þá verða þeir fyrir-
ferðarmikið og grófgert fóður, sem getur
valdið meltingartruflunum. Margir ráða
nokkra bót á þessu með þvi að sá höfrun-
um misjafnlega snemma og hafa þannig
síðari hluta sumars og á haustin hafra á
mismunandi þroskastigi til votheysgerðar
og gjafar. Er gott eitt um það að segja. Sé
votviðrasamt taka hafrarnir í sig mj ög
mikið vatn og vilja fúlna. Er þá mjög tak-
markað, hvað gefa má af þeim með góðum
árangri. Eigi að gefa hafrana lengi fram
eftir hausti, t. d. fram í miðjan nóvember
eða lengur, er mjög athugandi hvort ekki
er vænlegra að slá þá tiltölulega snemma
og þurrka þá, heldur en slá þá jafnóðum.
Það er ókostur við hafra sem grænfóður,
hve erfiðir þeir eru í allri meðferð. Þar sem
svo hagar til, að kýr eru hafðar nálaégt
hafraökrunum, getur því verið hagkvæmt
að gefa þá í múga fast við girðingu og jafn-
vel að færa girðinguna til inn á akurinn
eftir því, sem slegið er. Munu ýmsir bændur
hafa reynt þetta með góðum árangri. Nauð-
synlegt er að koma í veg fyrir, að kýrnar
troði hafrana og óhreinki þá, meðan á gjöf
stendur, og bezta ráðið til að koma í veg
fyrir það, er að smíða jötur úti, sem færa
má til eftir þörfum. En því fylgir aukin
vinna að gefa á þær, og verður hver að
meta fyrir sig, hverju hann vill til kosta.
Enn er eftir að minnast á haustfóðrun-
ina, þar sem svo er háttað, að hvorki græn-
fóður né neitt verulegt magn af há er til.
Þar verður að haustlagi að gefa töðu ásamt
kjarnfóðri, það borgar sig tvímælalaust
betur en eiga hvort tveggja á hættu, að
nytháu kýrnar geldist stórlega og síðbær-
urnar verði þurrar, auk þess sem allar
kýrnar geta lagt af.
Þegar farið er að gefa kúnum inni á ann-
að borð, vilja sumir bændur taka að
minnsta kosti allar nythærri kýrnar á fulla
gjöf og hætta að láta þær út, en aðrir vilja
nýta grasið á jörðinni til hins ýtrasta, jafn-
vel þótt veður taki að spillast. Hér skal
ósagt látið, hvorri stefnunni ber að fylgja,
og ráða aðstæður þar eflaust nokkru um.
Með því að taka kýrnar inn, losna menn við
hrakviðrin og haustnæðingana, sem eink-
um geta verið miklir á annnesjum, en á
móti því kemur svo, að hreyfing er kúnum
holl og því eðlilegt að veita kúnum hana
sem lengst, þar sem básvistin er hvort sem
er mjög löng. En eitt er þó víst, að yfir-
breiðslur á kýr gera mikið til að draga úr
áhrifum vinds, regns og kulda, og er sjálf-
sagt að nota þær, þegar þannig viðrar, en
forðast ber áð láta kýrnar standa í höm í
einhverju girðingarhorni í slæmum veðr-
um, þær verða þá að komast í gott skjól, ef
ekki úti þá með því að láta þær inn. Þá ber
að forðast að láta þær liggja á blautri og
kaldri jörð.
Þegar kýrnar verða teknar inn á fulla
gjöf í haust, ættu fjósin að vera í eins góðu
lagi og unnt er að hafa þau. Það er auð-
veldara að framleiða góða mjólk í hreinum