Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 13
FRE YR
269
væru slíkar framkvæmdir gerðar fyrir ó-
bornar kynslóðir. Þannig er með mikið af
þeim ræktunarframkvæmdum, er bændur
inna af hendi, gert fyrir framtíðina og þær
kynslóðir, sem á eftir munu koma.
Vélasjóður hefur annazt allar meirihátt-
ar þurrkunaraðgerðir, sem gerðar hafa ver-
ið með skurðgröfum, en Ræktunarsamband
Borgarfjarðar mest alla meiriháttar jarð-
vinnslu. Eins og er, á Ræktunarsamband
Borgarfjarðar 7 beltavélar. Sumar af þess-
um vélum eru farnar að eldast, því orðnar
dýrar í rekstri og þurfa endurnýjunar við.
Óhætt mun að segja, að ræktun næstu
ára muni aukast fremur en dragast saman.
Samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarfélagi
íslands um stærð túna í Borgarfirði, eru 58
jarðir, sem hafa minna tún en 5 ha. En
taka vil ég fram, að af þessum 58 jörðum
eru 10 jarðir, sem ég tel litla sem enga
möguleika á til ræktunar. Ennfremur eru
í þessari tölu 4 eyðijarðir og 6 gróðurhúsa-
jarðir, svo að eftir eru þá aðeins 38 jarðir.
sem ég tel að hafi möguleika á aukinni
ræktun, en hafa dregizt aftur úr á undan-
förnum árum.
Áður en ég læt máli mínu lokið um jarð-
ræktarmálin, vil ég brýna fyrir bændum
tvennt. Það er að bera vel á og slá snemma.
Ég veit, að margir borgfirzkir bændur bera
vel á, en þeir eru til, sem spara áburðinn
of mikið, sjálfum sér til tjóns. Einnig veit
ég, að sumsstaðar er áburðurinn notaður
einhliða. það er að segja, skortur eins
eða fleiri jurtanæringarefna takmarkar
sprettu. Þess vegna vil ég ráðleggja þeim
bændum, sem ekki hafa kannað áburðar-
þörfina. að bera á öll áburðarefnin, til þess
að tryggia sér góða uppskeru. Um áburðar-
magn á ha vísa ég til Vasahandbókar
bænda, því þá bók ættu allir íslenzkir
bændur að kaupa og lesa.
Að hefja slátt snemma er mjög þýðingar-
mikið. Yfirleitt byrja bændur of seint að
slá, hefia slátt ekki fyrr en tún eru full-
sprottin. Þar sem stór tún eru, mega bænd-
ur ekki hika við að hefja slátt, þótt eigi sé
nema hálfsprottið. Snemmslegið töðugrasið
jafngildir fóðurbæti, ef verkunin heppnast
vel.
Föst regla ætti að vera að tvíslá túnin,
láta þau aldrei spretta úr sér. Með því móti
fæst bezta taðan.
Sauðfjárrœktin.
Sauðfjárbúskapur hefur löngum verið
mikill í Borgarfirði, enda allvíða góð sauð-
fjárlönd. Fjmir fjárskipti voru nokkrir
bændur komnir vel á veg í sauðfjárrækt-
inni. En fjárskiptin gerðu á það snöggan
endi.
Eftir fjárskiptin kom féð sundurlaust og
sitt úr hverri áttinni. Bændur í Mýrasýslu
voru strax í upphafi, eftir fjárskiptin, ó-
heppnir hvað hrútaval snerti. Upphaflega
er það féð, er þeir fengu, ættað af Vest-
fjörðum, en keypt í Húnavatnssýslum og
Suður-Þingeyjarsýslu, vestan Skjálfanda-
fljóts. Bændur í Borgarfj arðarsýslu voru
heppnari, hvað hrútaval snerti. Þeir keyptu
sitt fé úr ísafjarðarsýslum og Barðastrand-
arsýslum.
Þó eru Borgfirðingar heppnir að því leyti,
að á Hesti starfar fjárræktarbú, og eftir
fjárskiptin kom þangað betra fé, einkan-
lega hrútar. Þessvegna hafa þeir bændur
betri aðstöðu, sem geta náð í lambhrúta
þar, heldur en hinir, sem hindraðir eru í
því, vegna mæðiveikigirðinga. Því eins og
kunnugt er, þá er Borgarfirði skipt niður í
þrjú hólf og milli hólfa má ekki flytja kind-
ur. Það eru því aðeins sæðisflutningar, sem
koma til greina.
Mikill áhugi er nú hjá borgfirzkum bænd-
um á auknum kynbótum. Undir þann vilja
ýtir Búnaðarsambandið. En stjórn þess á-
kvað 1952 að beita sér fyrir sauðfjárkynbót-
um. í samræmi við það skrifaði hún öllum
búnaðarfélögum og hvat.ti þau til samstarfs.
Ennfremur bauðst sambandið til þess að
láta ráðunaut sinn aðstoða við stofnun f jár-
ræktarfélaga og val á kynbótafé. Nú eru
starfandi 11 fiárræktarfélög, 4 í Mýrasýslu
en 7 í Borgarfj arðarsýslu.
í des. 1952 var gerð tilraun með sæðingu
á sauðfé; notaðir voru úrvalshrútar frá kyn-
bótabúinu á Hesti og sæddar voru aðallega
ær í Mýrasýslu. Þessi tilraun heppnaðist
það vel, að hafizt er handa um að koma
upp kynbótastöð fyrir sauðfé. Árið 1953 voru
I