Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 11
FREYR
267
eru fyrir, að fá mætti ýmsar jurtir frá, sem
að gagni mættu koma fyrir okkur. Því fer
þó víðs fjarri, að þetta séu einu staðirnir,
sem hafi sambærileg gróðurfarsleg skilyrði
og eru á okkar landi. Sannleikurinn er sá,
að margir blettir á jarðarkringlunni geta
gefið okkur jurtir, sem fengur er í að fá.
Læt ég fylgja bér teikningu, sem sýnir
í stórum dráttum vaxtarskilyrði á jörðinni,
þó fyrst og fremst hitann. Það skal skýrt
tekið fram, að ýmislegt getur truflað, svo að
hiti verður annar en hnattstaða ein segir til
um, t. d. er heitara á landi okkar en hnatt-
staðan bendir til að væri.
Sést af mynd þessari, að samkvæmt
hnattstöðu þyrfti að fara í 7500 m hæð yfir
haf við miðbaug, til þess að fá sama hita
og á okkar stöðum. Það virðist vera hrein
goðgá að sækj a plöntur t. d. til Mexíkó, sem
þrífast ættu hjá okkur.
Svo er það þó ekki. Sannleikurinn er sá,
að þar í fjöllum er úrkoma, jarðvegur (eld-
fjöll) og hiti svipað og heima. Því fer þó
f j arri, að ég sé að gera það að tillögu minni,
að þangað sé leitað til að fá nytjagróður
okkur til handa. Til þess eru landssvæði þar
allt of lítil, miðað við t. d. Alaska, Newfound-
land o. fl. Ég nefni þetta aðeins til þess að
sýna, að víða getum við vænzt þess að afla
plantna.
Hér við bætist svo enn eitt atriði, en það
er aðlöðunarhæfni (eða ,,þanþol“) jurt-
anna, sem er misjafnt.
Ég fór fyrir nokkrum dögum heim með
dr. Dahl, sem er forstöðumaður grasafræði-
deildarinnar hér. (Prófessor Dahl er al-
norskur að ætt, hann hefur komið til ís-
lands, þótt sú dvöl væri stutt).
Sýndi dr. Dahl mér garð sinn. „Hérna eru
tvær jurtir frá Pennsylvaníu, hér er ein frá
Japan, þessi frá Kína. Engin þessara jurta
né ýmsra fleiri ættu í rauninni að þrífast
hér, en gera það bara samt. Vöxtur er að
vísu ekki eins hraður og í heimalandinu né
öruggur." Aðrar jurtir frá svipuðum stöðum
höfðu hins vegar ekki dafnað.
Bandaríkin eru eitthvert auðugasta land
jarðar, gróðurfarslega séð. Er það bæði
vegna eigin flóru og svo alls þess, sem inn
hefur verið flutt frá nær sagt öllum horn-
um heims. Ekki eru samt bændur, skógar-
eigendur, garðyrkjumenn né sérfræðingar
þessara aðila ánægðir. Árlega eru sendir
menn, kostaðir af ríkinu, til þess að safna
fræi nytjajurta.
V.
Framanskráð held ég að ætti að nægja
til þess að sýna fram á, hve mikil þörf er
á því fyrir okkur að skipuleggja mál þetta
betur og vinna að lausn þess með meiri
krafti. Við þurfum að afla jurta frá stöðum
með líku loftslagi og okkar. Efla þarf mjög
þann hluta Atvinnudeildar Háskólans, sem
vinnur að jurtakynbótum. Deildin rannsaki
allan jurtagróður, sem til landsins flyzt og
er ætlað að vaxi á íslenzkri jörð. Deildin
geri samanburð á tegundum og afbrigðum
jurta. Beztu afbrigðin verði svo send út til
tilraunastöðvanna, ef á nánari samanburði
er þörf og til þess að reyna þau við breyti-
leg skilyrði.
Góðir eiginleikar ýmissa jurta verði aft-
ur sameinaðir og þar með komið á fót raun-
verulegri jurtakynbótastöð. Allt þetta er að
sjálfsögðu algjörlega ofviða 1—2 mönnum.
Gæði hvers lands, landbúnaðarlega séð,
markast að mestu af tíðarfari, jarðvegsgæð-
um og jurtagróðri. Fyrsta atriðið ráðum við
mennirnir ekki við nema að mjög takmörk-
uðu leyti. Annan og þriðja þáttinn höfum
við meir í hendi okkar og þá ekki sízt þann
síðasta.
Mörg eru verkefnin óleyst, margir mögu-
leikarnir ónýttir, sem við verðum að vinda
bráðan bug að að leysa og nýta.
Ágallar íslenzks gróðurríkis eru augljós-
ir. Okkur vantar jurtir, sem geta hagnýtt
sér köfnunarefni loftsins, jurtir, sem falla
inn í íslenzkt gróðurríki. Okkur vantar betri
og öruggari túngrös, einnig jurtir, sem hefta
sandfok og græða sár landsins, garðjurtir
o. fl. o. fl.
*
Greinarhöfundur, Haukur Jörundsson kennari á Hvann-
eyri, dvelst nú í Bandaríkjunum og kynnir sér þar m. a.
nýjungar í landbúnaðargrasafræði. Greinina sendi hann
FREY að vestan.