Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 18

Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 18
274 FREYR sagnir, en veruleikinn hafi verið nokkru kaldari og grárri en sögurnar geta um. Það má vera. Sumir segja, að sagan af Hróa og köppum hans sé aðeins æfintýri Eng- lendinga. Hvað gerir það til, þó að Hrói og Jón, og hvað þeir nú hétu allir saman, hafi ekki verið annað en persónugjörvingar þess tíma. Æfintýrið er þá spegilmynd hugsun- arháttarins og að nokkru þeirra atburða, sem gerðust á þessum slóðum fyrir svo sem 13—1400 árum. ★ Þegar við ökum hér um veginn í dag, er æfintýri þessa árs að gerast. Hér fljúga ekki aðrar örvar um geiminn, né milli trjánna, en þær, sem Amor kann að senda af hiartastreng sínum, þaðan, sem lífvera hrærist undir stofni og bangað, sem önnur hreyfist á næsta leiti. Vorið er árstíð ásta og vorið er naumast á enda enn. Þess vegna svo fagur fuglakliður og þess vegna er fjöl- breytni lífsins svo mikil í þessum skógum enn. Að nokkrum vikum liðnum verður allt hlióðara hér. Þá er ungviðið á öru vaxtar- skeiði og leitar á ókunnar slóðir, leitar fræsðar og frama áður en heimþráin togar í það aftúr og starfið hefst á nv með upp- rennandi sól og sumri í þágu nýrrar kyn- slóðar. En á tímabilinu milli þess, að vaxt- arbroddur lífsins dafnar og verður sýnileg- ur hér, er undirbúningsskeið — hvíldartími að vísu — en hvíld og söfnun krafta á sama tíma til undirbúnings fyrir stór átök og miklar athafnir. Hér í skógunum hafa athafnir manna leikið á vmsu á þessum liðnu öldum. Löng- um hafa löndin lotið valdi hertoga, jarla eða annarra stórmenna, sem áttu umráða- réttinn, og valdboð þeirra voru æðstu boð- orðin, sem hér varð að hlýða. Hér voru samstæð veiðisvæði meðan allt voru skóg- ar: en þarfir mannkynsins fyrir meiri mat hlutu að vaxa að sama skapi og fólki fjölg- aði. Þess vegna urðu skógarrjóður að all- stórum opnum svæðum, og þessi svæði stækkuðu og þeim fjölgaði. Þess vegna sjáum við í dag allvíða stóra akra meðfram vegum og á þeim standa öx — annars staðar er axið að koma í ljós — og hér verður upp skorið korn áður en haustar. Hér var áður kiöt villidýra til manneldis, nú er það brauðið, sem gert er úr korni af víðlendum ökrum. Skógurinn var felldur. Hinir miklu bolir eru nú bitar og biálkar í höllum og hlöð- um um gjörvallar sveitir. Við krárnar, sem risið hafa meðfram vegum, og við bænda- býlin, rísa einstök tré eða lundir, sem veita byggingunum skjól, en ótrúlega óvíða get- ur að líta blómagarð eða skrautgarð við híbýli fólksins. Skógurinn er fólkinu nóg náttúrutúlkun, enda er fjölbreytni hans mikil. ★ Við höfum ekið í gegn um skóga og skóg- laus svæði mikinn hluta dagsins og nú nálgast kvöld. ,.Hér erum við komin í Ný- skóga“, segir bílstiórinn og þarna eru hest- arnir, sem hér ráða ríkjum í dag, ásamt öðrum dvrum. Hér er dýralífið nokkuð frá- brugðið bví. sem sumstaðar gerist, en hér er friðland dýranna, nærri því Paradis þeirra. Hér í Nvskógum er um 40 þúsund ha landsvæði, sem að nokkru er hlutað niður í bændabvli en að verulegu leyti er frið- land náttúrubarna, og börn þessi eru fyrst og fremst rúmlega 1000 smáhestar og svo nokkur önnur dýr. Það leynir sér ekki að dýrin vita, að hér er friðland. enda eru þau alin upp í þeim anda. Ríkið á nú þessar lendur. sérstakur ráðunautur er stjórnandi svæðisins, og hann hefur nokkra hönd í bagga með til- veru dvranna. Hrossin hér eru smáhestar, gæfir og góðir í umgengni, en alls ekki fúsir til a.ð gerast þiónar mannanna. Þeir ganga á bióðveginum. eða hérna á götunni í Lyndhyrst — þorpi nálægt suðurströnd- inni. skammt austan við South-Hampton — rétt eins og beir ættu götuna, eða bara eins og jafningjar fólksins og skiptir þá engu hvort það eru innfæddir eða gestkom- andi úr fjarlægum löndum, sem þurfa að komast leiðar sinnar. Þeir standa við girðingu hótelsins og undir limfögrum trjánum og þiggja mola úr lófum þeirra, sem vilja miðla nokkru, en

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.