Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 14
270
FREYR
sæddar 2600 ær í Mýrasýslu, 10 hreppum
Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, ennfrem-
ur á svæðinu frá Andakílsá að Hvalfirði.
Og í vetur voru einnig sæddar um 2600 ær.
Árangur í fyrra var misjafn. Sumsstaðar
með ágætum. f þeim sveitum, er árangur
varð beztur, héldu fangi 60—70% ánna, er
sæddar voru. Eins mun það hafa verið í
vetur.
Reynt er að hafa all nákvæmt skýrslu-
hald um þessa starfsemi, bæði um ætt-
færslu og árangur sæðinganna, ennfremur
um afurðir ánna, sem sæddar eru, svo sem
lifandi þunga lamba og fallþunga þeirra,
sem slátrað er. Vil ég í þessu sambandi
minna borgfirzka bændur á, að færa þess-
ar skýrslur samvizkusamlega og senda síð-
an til kynbótastöðvarinnar.
í fyrravetur voru 7 hrútar af 10, sem not-
aðir voru, frá Hesti. En í vetur 4 af 9. Reynt
hefur verið að fá til þessarar starfsemi þá
beztu hrúta, sem völ er á.
Margir bændur hafa þegar haft mjög
gott af þessari starfsemi, og verði áfram
haldið, sem ég vona að verði, munu Borg-
firzkir bændur stórbæta fé sitt með þessum
kynbótum, ef rétt er á haldið. í sambandi
við þetta vil ég sérstaklega undirstrika, að
þeir bændur, sem fá lömb undan sæddum
ám, setji bau ekki á vetur, nema þau séu
undan góðum ám. Sérstaklega á þetta við
um hrútlömbin. Bændur mega ekki láta
blekkjast á þvi, af lambið er undan sæddri
á, að álíta, að það hljóti að verða góð kind.
Bæði þarf lambið að vera vel gert og for-
eldrar bess einnig.
Verði framvegis áframhald á þessari kyn-
bótastarfsemi, vil ég brýna fyrir bændum
að koma aðeins með valdar ær. bví einmitt
bær eiga að verða formæður að beim fjár-
stofni, sem upp vex á næstu árum.
í haust fóru fram hrútasýninear í Mýra-
og Borgarfjarðarsýslum og héðan í frá
munu sýningar verða annaðhvert ár, þar
sem Búnaðarsambandið mun halda sýning-
ar að tveim árum liðnum eða haustið 1956
og síðan fjórða hvert ár. f haust voru sýnd-
ir í Borgarfjarðarsýslu alls 358 hrútar. Með-
alþungi tveggja vetra og eldri var 95 kg, en
veturgamalla 80,8 kg. f Mýrasýslu voru
sýndir 370 hrútar. Meðalþungi tveggja vetra
og eldri var 92.8 kg, en veturgamalla 76 kg.
Framför frá 1933 hefur orðið ánægjulega
mikil. f Mýrasýslu hefur þyngdaraukning í
fullorðnum hrútum orðið 16,2 kg, en vetur-
gamalla 16,0. í Borgarfjarðarsýslu þyngd-
ust fullorðnir hrútar um 15,3 kg, en vetur-
gamlir 15,9 kg.
Meðalþungi sláturdilka hefur farið hækk-
andi hin síðari ár. Árið 1949, einu ári fyr-
ir f járskiptin, var meðalþungi dilka í Mýras.
14,4 kg. en .1952 15,86 kg. en þá var meiri-
hluti dilka undan lambgimbrum. 1953 er
meðalþunginn kominn í 16,46 kg í Borgar-
nesi og 16,37 á Akranesi. Þetta er sá bezti
árangur, sem Borgfirðingar hafa náð til
þessa.
f haust var meðalþungi sláturlamba á
Akranesi 16,04 kg, en í Borgarnesi 15,25 ke.
Meðalþungi er þá kominn niður fyrir það.
sem hann var á lambgimbralömbunum 1952.
Það, sem sumum bændum hættir til, beg-
ar komið er í fulla fjártölu, er, að beir slaka
á fóðruninni, sumir óafvitandi, aðrir vitandi
vits. Slíkt má ekki koma fyrir. Við skulum
hafa hugfast. að það er betra að hafa færra
fé og fá af því fyllstu afurðir en margt fé
með lakari afurðir.
Bezta leiðin til meiri afurðagetu fiárins
er að vera bátttakandi í vel starfandi fjár-
ræktarfélagi.
Þess vegna vil ég að endingu skora á borg-
firzka bændur, sem ekki eru í fiárræktarfé-
lagi, að gerast þátttakendur í fiárræktarfé-
lagsstarfinu. Með því bæta þeir bezt sitt
eigið fé og um leið sína eigin afkomu,
Hrossarœktín.
Ég get ekki skilið svo við betta, að ég komi
ekki inn á hrossaræktina lítið eitt.
Nokkuð margt af hrossum hefur verið og
er í Borgarfirði. Árið 1951 eru þau taiin
4560. Um skipulega ræktun beirra hefur
ekki verið að ræða. Þó hafa verið til starf-
andi hrossaræktarfélög í nokkrum hrepp-
um. Flest þessara félaga hafa hætt störfum
á síðustu árum. Einstaka félag þó haldið
velli. Það, sem fyrst og fremst hefur orðið
félögunum að falli, er of lítill áhugi bænda
fyrir kynbótum og þröngur efnahagur fé-