Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 12

Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 12
268 FREYR HJÁLMAR JÓNSSON: Frá vettvangi starfsins Eftirfarandi grein, eftir Hjálmar Jónsson, ráðu- naut í Borgarfirði, var skráð sem útvarpserindi og ætluð til flutnings í marz 1955, en Hjálmar dó áður en erindið var flutt. I erindinu eru fram dregnar svo fjölþættar upplýsingar um ástæður og störf hænda í Borgarfirði, að viðeigandi þykir að birla erindið orðrétt frá hans hendi. — Ritst.j. Það má segja um íslenzkan landbúnað í dag, að hann lifi byltingaskeið, og vonandi er, að sú bylting verði íslenzku þjóðinni til hagsældar og aukinnar velmegunar. Á örfáum árum er búið að vélvæða svo landbúnaðinn, að vart mun finnast sam- bærilegt dæmi með annarri þjóð. Þá er haf- in sókn, sem horfir til aukinna kynbóta og bættrar meðferðar á búfé okkar, þótt enn hvíli skuggi yfir sauðfjárræktinni, sem er mæðiveikin, er kom upp í tveim hólfum í haust á nýjan leik. Og þrátt fyrir slíkar fregnir, munu bændur landsins halda á- fram á sinni framfarabraut og hvergi hopa, þótt á móti blási. í Borgarfirði hefur hin öra þróun einnig átt sér stað. Ræktunin hefur vaxið hröðum skrefum, afurðir búfjárins aukizt og bú- menningu allri fleygt fram. Starfandi er í héraöinu búnaðarsamband, er nær yfir Borgarfjarðar- og Mýrasýslu. í því eru 18 búnaðarfélög með um 500 meðlimum. Þá er einnig starfandi ræktunarsamband, er nær yfir sama svæði. Á sviði búfjárræktar starfar nautgripa- ræktarsamband, er samanstendur af naut- griparæktarfélögum eða deildum. Þá hafa 11 fjárræktarfélög þegar hafið starfsemi sína. Og síðastliðið vor var hrundið af stokkunum hrossaræktarsambandi, er starfar sem deild í Búnaðarsambandinu. Einnig má nefna tvö hestamannafélög, annað á Akranesi, hitt í Borgarnesi. Fóður- birgðafélög eru einnig rekin í sumum sveit- um. Árið 1910 var Búnaðarsamband Borgar- fjarðar stofnað, með þátttöku 9 búnaðarfé- laga, en nú telur sambandið 18 búnaðarfé- lög. Vorið 1949 réðst ég til sambandsins sem jarðræktarráðimautur og hef gegnt því starfi síðan. Þar sem Búnaðarsambandið hefur tekið á sína arma sauðfjárrækt og hrossarækt, hef ég einnig gegnt ráðunauts- störfum í þeim greinum. Og síðastliðin tvö ár hef ég haft á hendi framkvæmdastjórn hjá Ræktunarsambandi Borgarfjarðar. Alla tíð, eða þar til lögin um ræktunarsamþykkt- ir í sveitum komu til framkvæmda, lagði Búnaðarsambandið aðaláherzlunina á rækt- unina. Ennfremur lagði það áherzlu á aukn- ar kynbætur og stuðlaði að þeim, með því að koma á sauðfjársýningum. 1952 var niðurskurði sauðfjár vegna mæðiveiki lokið og nýtt fé komið í staðinn. Hefst þá sambandið handa um auknar kyn- bætur sauðfjár, og árið eftir beitir það sér fyrir hrossarækt í héraðinu. Vil ég nú ræða þessi mál hvert fyrir sig og sný mér þá fyrst að jarðræktinni, því hún er undirstaðan að góðum búskap. í Borgarfirði eru miklir möguleikar til aukinnar ræktunar og meiri og stórþættari búskapar. Þrátt fyrir miklar framkvæmdir á undanförnum árum, eru enn stór svæði því nær ónumin. Mikið er af flóum og mýr- um, sem reynast vel til ræktunar, eftir að framræstar hafa verið. Á meðan slíkt land bíður óræst, kemur það að tiltölulega litlu gagni fyrir búpening. Til eru stór svæði, sem ekki er hægt að koma við framræslu á, nema á félagslegum grundvelli. Má þar til nefna mýrar í Hraun- og Álftaneshreppi, auk víða annars staðar. Það er ekki hægt að búast við því, að viðkomandi bændur ráðist í slik- ar framkvæmdir, sem í fyrsta lagi mundu kosta stórfé, og í öðru lagi mundu þeir ekki gera slíkt eingöngu fyrir sjálfa sig, heldur

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.