Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 26
OOO
FRE YR
Fuglaát og fiðurplokkun
Svo er talið, að ýmsar ástæður valdi því,
er ungarnir plokka og höggva hver annan,
svo sem skortur á vitamínum, steinefnum,
protini, tréni o. s. frv., er hvert í sínu lagi
geti átt upptök að slíku hátterni. Fuglinn
finnur upp á allskonar óvenjulegum hátt-
um þegar hann skortir nokkuð. Mismunur
er á þessu meðal hinna ýmsu kynja og arf-
gengi mun nokkru ráða. Að því er snertir
vitamínskort er málið óljóst. Ef fuglaát
unganna er að kenna skorti á einhverju
efni, er ástæða til að gera sér grein fyrir
hvað skortir.
Fái ungarnir ríkulegan skammt af söx-
uðu nýju grasi, eða gangi þeir úti á gras-
velli. er mjög sjaldgæft, að þeir plokki og
höggvi hver annan. Hvað það er í grasinu,
sem hindrar að þeir taka upp óvenjulega
háttu, vita menn ekki.
f veniulegu fóðri eru bæði A og D vita-
mfn í ríkum mæli þegar notað er lýsi og B
þeear notað er klíð og ger.
í votheyi. fóðurkáli og grænkáli er tals-
vert E-vitamín. f komi, mjólk og ýmsum
öðrum fóðurtegundum eru þessi vitamín og
í grasmjöli eru þau einnig, en þó að það sé
gefið í miklum mæli hindrar notkun þess
ekki að ungar höggvi og plokki. En hvað er
bá til ráða? Því er ekki auðvelt að svara.
Víða um heim hafa athuganir og tilraunir
verið gerðar til þess a,ð leysa vandann, og
við höfum líka prófað sitt af hverju. Við
uppeldið síðastliðinn vetur komu fyrstu
une:arnir úr eggjum í febrúarbyrjun. Þeg-
ar beir ungar voru 3—4 vikna byrjuðu þeir
að höggva og plokka. f 300 unga hóp voru
14 sökudólgar. Fóðrið var venjulegt korn
og ungamjöl, sem í var 7% grasmjöl. Gefin
voru 2 g af mjólk á unga daglega. Bætt var
við 2% hveitispírumjöli í fóðrið og eftir það
bar ekki á nöktum ungum. Það er stað-
reynd, að séu ungar illa fiðraðir eða hálf-
naktir, hafa félagarnir mikla tilhneigingu
til að höggva þá og plokka, og myndast þá
sár, sem fleiri og fleiri vilja höggva í. Slíka
fiðurvana unga er bezt að taka úr hópnum.
Það lítur svo út sem ungarnir vilji ekki
hafa afbrigði í hópnum.
Það er nauðsynlegt, að í fóðrinu sé nóg
af A.- B.- og D. vitamínum fengnum með
lýsi og geri, sem blandað sé í fóðrið. Ef til
vill er einnig ástæða til að nota nokkuð af
E.-vitamín ríku fóðri. Mun mjöl úr hveiti-
spírum vel til þess kiörið. Eins og um var
getið. notuðum við grasmjöl, en það dugði
ekki, þó að 7% af því væru í blöndunni, en
grasmjöl er nú mjög misjafnt að gæðum,
og svo er það ekki ódýrt fóður, sé notað af
því svo um munar.
E-vítamín hefur þýðingu í sambandi við
friósemina. Þroski æxlunarfæranna er
nokkuð háður því magni, sem ungamir fá
af þessu vitamíni. Þess vegna hefur það
vissa þýðingu og ekki óverulega í fóðri
þeirra.
Á haustin, þegar ungarnir koma í hús,
bvria þeir oft strax að plokka hvern annan.
Fiðurplokkun og fuglaát eru tvö atriði
nátengd og eiga ef til vill bæði frumrót
í skorti á E.-vítamíni.
Án votheys eða annars grænfóðurs, og án
grasmjöls, er lítið af E-vítamíni í venju-
legu fóðri. Sumir gefa rófur eða næpur. en
þetta fóður geymir ekki E-vítamín. Það er
ekki óeðlilegt að menn hafi handbært
eitthvað bað. sem gevmir verulegt magn
af E-vítamíni til notkunar ef ungarnir
byr.ia að plokka og höggva, og sjá hvort gjöf
bess stöðvar ósiðinn.
•k
Til biðbótar bví. sem Norðmaðurinn E.
Vike skrifar hér að framan, (Tidskrift for
fiörfeavl) ber að geta þess, að hiá fugla-
kvnbótabúinu Hreiðri hefur plokkun og
morð stöðvast við að hengja rófur upp, til
þess að ungarnir hafi „atvinnu" við að