Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 15
FREYR
271
laganna, kostnaðarsamt að skipta um kyn-
bótahest.
Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að
því að koma á fót hrossaræktarsambandi
fyrir báðar sýslurnar. Og á Búnaðarsam-
bandsfundi síðastliðið vor var formlega
gengið frá stofnuninni. Var sambandið
stofnað sem heild í Búnaðarsambandi Borg-
arfiarðar með þátttöku 7 hreppsdeilda. Síð-
an hefur verið unnið að því að stofna fleiri
hreppsdeildir. Strax að lokinni stofnun,
hófst hrossaræktardeildin handa, keypti og
leigði kynbótahesta til starfseminnar.
Sambandsdeildin sér hverri hreppsdeild
fyrir kynbótahesti.
Markmið Búnaðarsambandsins með
stofnun hrossaræktardeildar er að efla
ræktun hrossa í Borgarfirði. Markmiði sínu
hvggst sambandið að ná með eftirtöldum
aðferðum, eins og önnur grein reglugerðar-
innar hljóðar:
1. Vinna að því að gera hrossin betri, starf-
hæfari og verðmeiri með kynbótum,
hagfelldara uppeldi og bættri tamningu.
2. Styðia að hverskonar viðleitni til mark-
aðsöflunar fyrir vinnuhross og reiðhross
innanlands og utan.
3. Vinna að því að glæða áhuga almennings
fyrir hrossarækt og hestamennsku, t. d.
á þann hátt að beita sér fyrir, að ungir
menn geti notið tilsagnar í tamningu
hesta til vinnu og reiðar og aukningu á
notkun hesta til skemmtiferða um land-
ið fyrir innlent og erlent fólk.
4. Beita sér fyrir því. að hvert vor fari fram
athugun á álitlegustu stóðhestaefnunum
í héraðinu á aldrinum 2—3 vetra og
koma upp einni eða fleiri girðingum, þar
sem menn geta geymt yfir sumarið álit-
legustu folana og ennfremur ógelta
hesta.
Ég vona, að hrossaræktardeildin eigi eft-
ir að fá miklu áorkað á næstu árum í hrossa-
kynbótamálum héraðsins. Og ég vona, að
beir hreppar, sem ekki eru þegar orðnir
hátttakendur, komi með í starfið strax í
vor.
Um framtíðarverkefnin er það að segja,
að áfram mun verða haldið með þau byrj-
unarverkefni, sem hafin eru. Auknar kyn-
bætur á sauðfé og hrossum og um leið bætt
meðferð og fóðrun. Aukin ræktun, meiri og
réttari áburðar notkun og aukin leiðbein-
ingastarfsemi.
Að endingu þakka ég borgfirzkum bænd-
um fyrir ánægjulegt samstarf á undanförn-
um árum. Það hefur orðið mér til góðs, og
vona ég, að það hafi einnig orðið bændum.
Sigurför dráttarvélanna.
Eftir heimildum frá FAO, fjölgar landbúnaðardrög-
tim í heiminum um nær 500.000 ár hvert. Þessi vaxandi
dráttarvélanotkun hefur valdið því, að hestum fækkaði
úr 74.7 millj. fyrir seinni heimsstyrjöldina í 59.1 millj.
1954. Á sama tíma fækkaði múlösnum ennfremur úr
18,4 í 15,6 millj. Úlföldum, sem notaðir eru til áburðar
og dráttar í löndum þar sem vélvæðing er nær óþekkt
fyrirbæri, hefur hins vegar fjölgað úr 7,8 í 9,7 milli
---------------■------———»——■ i
BÚFRÆÐINGURINN
Fjórir fyrstu árgangar Búfræð-
ingsins óskast keyptir
Ólafur E. Stefánsson
Búnaðarfélagi íslands
----------------------------