Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 28

Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 28
284 FRE YR Framleiðsla og notkun tilbúins áburðar eykst í Bandaríkjunum. f'ar sem áburffarverksmiðjum hefur fjölgað mjög í llandaríkjuiium og fleiri eru í smíffum, munu birgðir lilbúins áburðar verffa geysimiklar 1956 og bændur munu auka notkun sína á tilbúnum áburffi. Frá þessu segir í yfirlitsskýrslu á búnaðarhögum þar vestra, sem bandaríska landbúnaðarráðuneytiff lét gera. Ennfreni- nr er útlit fyrir, að tilbúinn áburður muni lækka í verði, að minnsta kosti köfnunarefni. Heildsöluverð á flestum tegundum köfnunarefnisáburðar er nú þegar örlítiff lægra en þaff var fvrir ári. Verð á fosfóráburði og kalíi er að mestu óbreytt frá 1955, þar sem aftur á móti verff á urea (köfnunarefni) lækkaffi verulega í verði síðastliðið ár. Vegna þess, að bændur um öll Bandarxkin hafa stór- Iega aukið notkun sína á tilbúnum áburði síðastliffin 15 ár og reyna stöðugt að fá þann áburð, sem bezt Itentar hinum mismunandi jarðvegstegundum, í sam- ræmi við árangur af jarðvegsrannsóknum, hefur tala áburðarverksmiðja aukizt þar og eldri verksmiðjur hafa aukið að mun framleiðslu sína. Vélaafl í stað hesta á sveitabœjum i Bandaríkjunum. Vélarnar hafa næstum algjörlega leyst hestana af hólmi á sveitabýlum í Bandaríkjunutn. Á sfðastliðnum 25 árum hafa milli 20—25 millj. hesta á sveitabæjum í Ameríku orðið aff víkja fyrir dráttarvélum og öðrttm vélknúnum tækjum. Auk þess sem bústörfin vinnast hraðar og betur með vélunum en áffur og hægt er að plægja og uppskera af stærii akurlendum á skemmri tíma, hefur fækkun hestanna einnig haft í för með sér aukningu á matvælum á annan hátt. Gras og korn, sem áður var hestafóður, er nú notaff til annarra hluta. Elgurinn sem húsdýr í Rússlandi. Þegar fyrir byltinguna í Rússlandi var rætt um að gera e’gdýrið að húsdýri og nota það til dráttar. Sú hugmynd náði þó ekki fram að ganga þá, en frá því árið 1945 hafa verið gerðar tilraunir á ýmsum stöðum í Rússlandi með að temja elgi. Elgirnir verða furðulega gæfir við umgengni við menn og oft eins tryggir og hundar. Elgkýrin mjólkar um tvo lítra á dag og selur vel, þeg- ar hún er mjólkuð. Eigsmjólkin er feitari en kúamjólk (um 10% fita) og þykir Iftið eitt sölt og beisk, en lyktarlaus. Elgstarfxirinn ber auðveldiega tvö hundruð punda klyfjar á klyfbera og dregur 600 punda hlass, sé hann spenntur fyiir sleða. I Petjaro-Iljitjsk-héraði hafa tamd- ir elgir verið seldir til þorpanna í héraðinu f nokkur ár. A vorin, þegar klaka er að leysa, hafa menn mjög mikil not af elgiunum til dráttar, því þeir komast vel áfram í torfærum, bæði með póst, varning og menn. Útflutningur Dana i mjólkurvörum. F.in af meginstoffum efnahagskerfis Dana er útflutn- ingur á mjólkurvörum. Árið 1955 nam útflutningur þeirra á slíkum vörum um að jafnaði xxm 3100 millj. íslenzkra króna, og var það um 4% minna en árið áður. Aðalvaran er smjörið, er ncmur um 70% af útfluttum dönskum mjólkurvörum, en ostur 20% af þeim. Meg- inið af smjörinu fer til Bretlands, en Vestur-Þjóðverj ar kaupa mest af ostinum og Bretar einnig nokkuð. Sauðfjárrœkt Dana er stöðugt í hnignun. Viff stríðslok 1945 voru 213.000 fjár í Danmörku, vegna þess aff á stríðsárunum var lagt kapp á að fá ull af innlendri framleiðslu, þegar inn- flutningur var því nær enginn á þeirri vöru. F.n er ull fékkst flutt inn, byrjaði hnignunin strax. Árið 1946 var stofninn 170 þúsund, árið 1950 61 þúsund, en árið 1955 aðeins 36 þúsund, og saufffénu fækkar enn. Það þvkir óhagkvæmt aff framleiða ull og lambakjöt, en betra að nytja landið á annan hátt. _■ Útgefendur: Búnaðarfélag fslands og Stéttarsamband bænda. — Útgáfunefnd: Einar ^ Olafsson, Pálmi Einarsson, Steingr. Steinþórsson. — Ritstjóri: Gísli Kristjánsson. — ® / * Ritstjórn, afgreiðsla og innh.: Lækjarg. 14B, Reykjavík. Pósth. 390. Sími 8-22-01. BÚNAÐARBLAÐ Áskriftarverð FREYS er kr. 60.00 árgangurinn. — Prentsmiðjan Edda h.f.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.