Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 8
264
FRE YR
Tafla III. Meðalþyngdarbreytingar, fóðureyðsla og fnósemt anna
í eldistilraun frá 15. des
CM
Flokkur Tala bd 'dj ''t' bp
áa G c 2 &c 4
'dí — ^ a'
A-flokkur 40 3.45
B-flokkur 45 3.61
þyrfti í fengieldið, til þess að herða á eldi
ánna að vorinu fyrir og um burð. Ærnar í
hormónatilraunum þessum fengu 11 fóður-
einingar eða 46,4% minna fóður en fengi-
eldisærnar í B-flokki á tímabilinu frá 15.
des. til 10. jan., að báðum dögum meðtöld-
um (sjá bls. 265). Samt þrifust ærnar í hor-
mónatilraununum betur en gert var ráð
fyrir og þyngdust til jafnaðar um 1.53 kg
á þessu tímabili, en B-flokksærnar í eldis-
tilraununum þyngdust um 3.12 kg eða 1.59
kg meira.
B. Eldistilraunirnar.
Veturinn 1953—’54 var gerð tilraun á
Hesti með að ala ær á innistöðu frá því 10
dögum fyrir fengitímabyrjun til fengitíma-
loka, en hafðar til samanburðar ær, sem
beitt var og fóðraðar voru ríflega viðhalds-
fóðri. Árangur af þeirri tilraun varð sá, að
55% af innistöðueldisánum urðu tvílembd-
ar, en aðeins 20% af beitaránum (sjá FREY,
51. árgang, bls. 214).
Veturinn 1954—1955 var gerð tilraun til
þess að reyna að fá úr því skorið, hvort
ekki yrði hagkvæmara að taka hverja ein-
staka á á innistöðu og eldi 10 dögum áður
en hún átti að fá og sleppa henni af eldi
strax og hún hafði fengið, heldur en að
taka allar ærnar á eldi 10 dögum fyrir
fengitímabyrjun og ala þær allar til fengi-
tímaloka.
í þessa tilraun voru teknar 85 ær á f jórða
vetur. Af þeim höfðu 49 verið í eldisflokkn-
um veturinn áður. Þeim var skipt í tvo
flokka, A- og B-flokk, 14. des. með til-
liti til frjósemi árið áður, ætternis og væn-
leika. f A-flokki voru 40 ær og í B-flokki
. til 10. jan. 1954—:'55.
'C3
T3 (O " S' J JD
£ ö’ 1 53 V
c — > c
C -t _bc -0 ■ r vO M o ' w ^
1.97 17.6 37.5 62.5
3.12 23.7 53.3 46.7
45 ær (sjá töflu III). Ánum í A-flokki var
sýndur hrútur dag hvern.gangmálið áður en
fengitími átti að byrja og gangdagur hverr-
ar ær skrásettur. Sjö dögum eftir að hver
ær gekk, var hún tekin á innistöðu og eldi,
en sleppt af eldi, er henni hafði verið haldið.
A-flokksærnar voru á innistöðueldi að
meðaltali 10,2 daga, og var þeim þá gefið
til jafnaðar 1.7 kg af töðu og 150 g af kúa-
fóðurblöndu á dag, en þá daga, sem þær
voru ekki á eldinu, var þeim beitt og gefið
eins og ánum í hormónatilrauninni, sem
lýst er hér að framan. Heildarfóðureyðsl-
an pr. á í þessum flokki frá 15. des. til 10.
jan. var 17,6 F.E. eða 4,9 F.E. meira en eytt
var í ærnar í hormónatilraununum á sarna
tíma.
Ærnar í B-flokki voru allar teknar á
innistöðu samtímis, 15. des., eða 9 dögum
fyrir fengitímabyrj un og aldar til fengi-
tímaloka. Þó var þeim ám, sem fengu fyrri
hluta fengitimans, sleppt af eldi nokkrum
dögum fyrr en hinum. Meðalfjöldi inni-
stöðueldisdaga í þessum flokki var 22,4 dag-
ar pr. á.
Gjöfinni var hagað eins og í eldisflokkn-
um árið áður. Á eldisskeiðinu var ánum
gefið 1,7 kg af töðu að meðaltali á dag.
Kjarnfóðurgjöf var hagað þannig, að byrj-
að var með 60 g af kúafóðurblöndu pr. á
daglega, en kjamfóðurgjöfin aukin um 10
g annan hvern dag, þar til hún var komin
í 150 g pr. á á dag, og var þeirri gjöf hald-
ið, þar til ánum var sleppt af innistöðu-
eldinu. Eftir það voru þær fóðraðar eins og
ærnar í hormónatilraununum. Fóðureyðsl-
an í B-flokks-ærnar frá 15. des. til 10. jan
var 23,7 F.E. að meðaltali pr. á eða 6,1 F.E.