Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 25
FREYR
281
Frá skólahátíð Húsmæðraskólans s„ I. vetur. Helga Srg-
urðardóttir skólastjóri í miðjum hópnum.
samband geti orðið lifandi og gagnlegt, þá
þurfa að vera starfandi heimilisráðunautar
í öllum sýslum landsins.
Starf heimilisráðunauta er að veita hús-
mæðrum fræðslu um margvíslegar nýjung-
ar í tækni, varðandi matargerð og heimil-
isverk, nýjungar í húsbúnaði, heimilistækj -
um og áhöldum.
Breyttir tlmar.
Fyrir 50 árum var ekki vandasamt að
velja húsbúnað og áhöld til heimilisins, ef
peningar voru þá fyrir hendi, því að úr-
valið var þá mjög lítið. En nú eru breyttir
tímar og vandinn fer sífellt vaxandi að velj a
hið heppilegasta. Heimilisráðunautar ættu
auðveldlega að geta fylgzt með nýjungum
og kynnt þær húsmæðrum og haft þá hlið-
sjón af heimilisástæðum þeirra.
Heimilisráðunautar þyrftu fyrst og fremst
að vera húsmæðrakennarar, en auk þess
að fá sérmenntun til starfs síns, og gæti
hér orðið um að ræða sérstaka deild í Hús-
mæðrakennaraskóla fslands."
Þá skýrði skólastjóri frá því, að fjárfest-
ingarleyfi væri nú fengið til þess að reísa
skólahús fyrir Húsmæðrakennaraskólann,
er standa á við gatnamót Stakkahlíðar og
Bólstaðarhlíðar. Þar mun einnig 1 framtíð-
inni rísa hús fyrir Kennaraskólann.
Skyldur og réttindi.
Að lokum beindi skólastjórinn máli sínu
til nemendanna og mælti á þessa leið:
„Kæru nemendur.
Námi ykkar hér í skólanum er nú lokið
og þið hafið náð settu marki á mennta-
braut ykkar. Próf ykkar er embættispróf,
sem veitir ykkur rétt til ákveðins starfs í
þjóðfélaginu.
Þið hafið sýnt dugnað í námi ykkar og
margar ykkar virðast hafa sérstakan áhuga
íyrir því að verða starfandi húsmæðrakenn-
arar eða heimilisráðunautar.
Nú bíða ykkar margvísleg störf á sviði
húsmæðrafræðslunnar, og þá reynir á þann
hæfileika að geta notfært sér í starfinu þá
fræðslu, sem þið hafið fengið hér.
Eg vona, að ykkur takist að miðla lær-
dómi til nemenda ykkar og annarra sam-
starfsmanna, og berið ávallt í brjósti þá
þrá eftir meiri þekkingu, sem einkennir
hverja sanna lærdómskonu, en ég geri mér
þær vonir um ykkur, að þið verðið dugandi
leiðbeinendur á sviði húsmæðrafræðslunn-
ar. Hafið það jafnan hugfast, að starf hús-
mæðrakennarans er mikilvægt, því að til
húsmæðraskólanna eiga ungu stúlkurnar
að sækja þá fræðslu, er verður undirstaða
í þekkingu þeirra og hæfni til að skapa
sjálfstæð heimili.“
'k
Ungfrú Helga Sigurðardóttir hefur veitt
Húsmæðrakennaraskóla íslands forstöðu
frá upphafi. Hún hefur stýrt honum með
forsjá og dugnaði. Húsmæðrakennaraskól-
inn gegnir mjög mikilvægu hlutverki í
fræðslukerfi landsins og FREYR óskar skól-
anum þess, að hann megi hér eftir sem
hingað til rækja það með sóma.