Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 10

Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 10
266 FRE YR anlegast vart við sig, sem stafar m. a. af því, hve fáar jurtir og lítið útbreiddar vaxa í landi okkar, sem geta hagnýtt sér köfnun- arefni loftsins. m. Litum þá nánar á tíðarfarið. í Skógrækt- arritinu 1943—46 og 1948 gerir Hákon Bjarnason samanburð á veðrinu heima í Norður-Noregi og á nokkrum stöðum i Al- aska. Ekki skal það endurtekið, sem þar er skráð, aðeins taka niðurstöðuna, en hún er sú, að bæði í Norður-Noregi og víðar í Alaska eru staðir, þar sem tíðarfar er mjög svipað og heima. Af þessu tvennu, að jarð- vegur okkar er góður og tíðarfar svipað og á öllum þessum stöðum, ætti að mega draga þá ályktun, að flórur staðanna séu mjög líkar, en því fer mjög fjarri. Heima vaxa 430 tegundir, sem innlendar má kalla. í Alaska 1500—1600 og í Norður- Noregi yfir 600, og er flóra N.-Noregs talin fáskrúðug af ástæðum, sem síðar skulu taldar. Hver er orsökin til þessarar plöntufæðar á íslandi? Því er fljótsvarað. Fyrst og fremst einangrun landsins. Ýmsir íslenzkir fræðimenn hafa rann- sakað þetta. Sigurður Þórarinsson (og fleiri jarðfræð- ingar) hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að að minnsta kosti 4—5 landssvæði hafi ekki verið hulin hjarnbreiðu síðustu ísaldar. Steindór Steindórsson hefur manna mest rannsakað þetta sama, en eftir allt öðrum leiðum, þ. e. að rannsaka útbreiðslu ís- lenzkra jurta í dag. Hefur hann mjög komizt að hinni sömu ályktun. ísinn mun aldrei hafa hulið land- ið allt í einu og jurtagróður landsins hefur aldrei liðið allur undir lok á jökultímanum. Fleiri grasafræðingar hafa tekið í sama streng. Rannsókn Steindórs leiðir í ljós, að um 50% af flóru íslands sé örugglega jurtir, sem hafi lifað af jökulskeiðin síðustu. Um 20% hafi verið flutt inn til landsins af manna völdum, beint eða óbeint. Þá eru eft- ir um 30%, sem ekki er útkljáð með. Það, að flóra N.-Noregs er ekki auðugri en hún er, stafar af svipuðum orsökum og þeim, sem valda fátækt okkar flóru. Fjall- garðar hafa einangrað N.-Noreg, fjarlægð- in ísland. Reyndar er það einnig það, hve tiltölulega skammt er liðið siðan ísöld létti (10—12.000 ár). Enn er sitkagrenið að þokast norður Al- aska. Sama er að segja um þöllina (Isuga canadensis). Fræ grenisins veltur betur á hj arni heldur en þallarfræið. Þess vegna er þöllin komin skemmra norður á bóginn. Fyrir 150 árum fluttu Rússar nokkrar sitka- greniplöntur út á Kodiakeyju. Nú breiðist það þar út. Fræið hafði ekki getað borizt yfir tiltölulega mjótt sund — mjótt miðað við íslandsála. IV. Með þessar staðreyndir í huga, hlýtur næsta spurning að verða þessi: Yrðum við nokkru bættari, þótt flóru okkar bættust fleiri tegundir? Fullnægja ekki jurtir þær, sem við þegar höfum, þeim kröfum, sem við getum gert til gróðurs á íslandi? Fyrst er því til að svara, að mikill hluti túngrasa okkar og allar garðjurtir (mat- jurtir) eru innfluttar. Sama er að segja um skógvið arplöntur. Eru það miklar líkur til þess, að beztu tegundir nytj agróðurs og allar tegundir hafi þegar borizt til landsins? Ég held það vanti mikið á, að svo sé. Ekki er ég þó með þessu að rýra gildi til- raunastarfsemi okkar á þessu sviði, svo langt sem hún nær. Aðstæður hafa hingað til alls ekki verið fyrir hendi að gera það, sem gera þarf. Annað atriði má líka nefna í þessu sam- bandi. Jurtir, sem hafa orðið að lifa við lífs- kjör um langt skeið, sem hafa verið miklu lakari en þeim var eiginlegt að lifa við, verða að öllu jöfnu ekki samar og áður en að kreppti. Tapa þær t. d. útbreiðsluhæfileika sínum? Ef til vill er þetta ein af skýringunum á því, hve landauðn hefur sums staðar orðið mik- il hjá okkur. Að sjálfsögðu kemur hér margt fleira til. Ég hef hér að framan minnzt á tvö lönd (Norður-Noreg og Alaska), sem miklar líkur

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.