Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 21

Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 21
FRE YR 277 K ý r nar eru hér rétthærri á þjóðvegi en vegfarendur. — Frá kl. 8 að kvöldi til kl. 8 að morgni má e n ginn stað- næmast á götunni — nema kýrnar. í tilveruna, ef þetta líf væri afmáð og al- geng landbúnaðarstörf upp tekin á þessu landsvæði. Það er fólkinu sjálfu — og það er gestum líka — ánægja, að sjá fylkingar fallegra hesta standa undir limi trjánna á heitum sumardegi og sjá tagl eins veifa burtu mý- inu frá höfði þess, sem stendur fyrir aftan. Það er líka brot af æfintýri, að horfa á hópa þessara dýra á beit úti í blámóðu skógar- ins, hvort sem er á lygnu kvöldi, þegar roða slær á krónur og grænar flesjur eða þegar loftið ómar af fuglasöng um sólarupprás. Við allt þetta er bundið æfintýrahugar- far, sem túlkað hefur verið á ýmsa vegu, svo sem í hetjusögum Hróa Hattar og æf- intýrum Marryats, sem skrifaði æfintýrin frá Nýskógum. Fyrir framandi fólk er hér æfintýraland. G. DRÁTTARVÉLAÞÁTTUR. KERTIÐ. Það er léleg búmennska að láta dráttarvélina vinna með gömlum kertum. Þú getur ekki dæmt með berum augum um hvort kertið er ógallað. Gömul kerti valda mikilli eldsneytis- eyðslu og lélegri vinnslu. Láttu prófa kertið. Ef dráttarvélin er erfið í gang, getur það stafað af því að millibilið á kertinu er skakkt (of lítið), að plat- ínurnar eru brunnar, að sót er á einangruninni (gler- ungnum), eða að einangrunin er sprungin. Lestu í leiðarvísi dráttarvélarinnar um herzlustig kertisins og hvað millibilið á að vera stórt! Kertið segir frá. Á kertinu getur þú séð hvernig hreyfillinn vinnur. Ljósbrún einangrun — vel. Rauðbrúnn einangrunarfótur — vel. Olíusmit og sót á einangrarafætinum — lélegur neisti, of sterk eldsneytisblanda, eða slitnir sylindrar. Gráhvitur einangrarafótur — kertið hefur of lága hitatölu (það eru til kerti með 3 mismunandi hitatöl- um), gengur of heitt. Þurrt sót á einangrunarfætinum kertið hefur of liáa hitatölu, gengur of kalt. í dráttarvél á að skipta um kerti eftir 500—1000 vinnustundir. RAFALLINN. Ampermælirinn sýnir hvort rafallinn (dynamórinn) hleður. Ef rafallinn fer úr lagi, afhleðst rafhlaðan. Hafi maður á hinn bóginn góðan rafal, með öruggum spennustilli (cut out), getur maður áhættulaust ekið dráttarvélinni án rafhlöðu. (Jord och Ungdom).

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.