Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 6
262
FREYR
Tafla I. Áhrif af notkun 750 alþjóðaeininga af gonadotrop hormón,
„Aniex Leo“, á frjósemi áa annað árið i röð.
Tala áa Tala lamba
Flokkur Tala áa Létu fóstri Ein- lembdar Tví- lembdar Þrí- lembdar Fjór- lembdar Fimm- lembdar Sex- lembdar Fædd alls Heimt að hausti T3 '03 H u Ph O. Heimt að hausti pr. á
Hormónaær 18 1 4 3 4 5 0 1 48* 39** 2.67 2.17
Samanburðarær 19 0 15 4 0 0 0 0 23 23 1.21 1.21
Niðurstöður töflunnar sýna, að frjósemi
ánna er stóraukin með notkun hormónanna,
og er munurinn raunhæfur í 99% tilfella,
þegar lagt er stærðfræðilegt mat á niður-
stöður tilraunarinnar. Ennfremur sýna nið-
urstöðurnar, að ekki dregur úr áhrifum hor-
mónanna, þótt þeir séu notaðir ár eftir ár
í sömu ær, en erlendar tilraunir á smádýr-
um (kanínum) hafa bent til þess, að hor-
mónagjöfin yki ekki frjósemina nema í eitt
skipti. í þessari tilraun er frjósemin meira
að segja meiri annað árið en fyrsta ár til-
raunarinnar. Fyrsta árið var tala fæddra
lamba eftir hverja hormónaá 2,15 (sjá FREY
49. árg., bls. 278), en seinna árið 2.67.
Þetta er meiri frjósemi en æskilegt er hér
á landi við venjulegar taúskaparaðstæður,
því að bezt er, að ærnar eigi ekki fleiri en
tvö lömb. Er þvi vandinn að finna, hvort
minni skammtur gefi aukna frjósemi, án
þess að margar ær eigi fleiri en tvö lömb.
Þess vegna var ákveðið að gera aðra til-
raun veturinn 1954—’55 á Hesti. hormóna-
tilraun nr. II, þar sem gerður væri saman-
burður á notkun misstórra skammta af
gonadotrop hormón. í þessa tilraun voru
valdar 60 ær á fjórða vetur, og hafði eng-
in þeirra verið tvílembd áður. Þær voru
fóðraðar eins og ærnar í hormónatilraun
nr. I. Ánum var skipt í þrjá jafna flokka,
sem kallaðir voru A, B og C. f ærnar í A-
flokki var dælt 500 alþjóðaeiningum af
gonadotrop hormón í hryssuserum, í æmar
í B-flokki var dælt 250 alþjóðaeiningum af
sama hormón, en ærnar í C-flokki voru
hafðar til samanburðar og fengu enga hor-
móna. Tilraunastöðin á Keldum safnaði
hryssuserum því, sem notað var í þessa til-
raun, og ákvarðaði hormónainnihald þess.
Tafla II sýnir niðurstöðurnar af tilraun
þessari.
Eins og tafla II ber með sér, varð enginn
árangur af 250 einingum, en mikill árang-
ur af 500 einingum, og er hann raunhæf-
ur í 99% tilfella.
Sé A-flokkur í töflu II borinn saman við
hormónaflokkinn í töflu I, sést, að hlut-
fallslega fleiri ær eru einlembdar, sem fá
500 einingar en þær, sem fá 750 einingar,
og einnig hlutfallslega færri marglembd-
ar. Þótt ekki sé æskilegt, að ærnar eigi
fleiri en tvö lömb, þá getur komið sér vel
fyrir þá bændur, sem fóðra vel, að fá eina
og eina á fleirlembda til þess að fá lömb til
að venja undir ær, sem missa. Sömuleiðis
er það enginn neyðarkostur fyrir ræktun-
arbændur, þó að örfáar ær þurfi að ganga
með þremur eða fjórum lömbum, ef hægt
er að láta þær ganga í túni yfir sumarið.
Eins og skýrt var frá í FREY nr. 11—12.
bls. 186 þ. á., gengu þrjár af hormónaán-
um með þremur lömbum og ein með fjór-
um lömbum í túni á Hesti sumarið 1955.
Árangur af því varð ágætur. Þrílembing-
arnir lögðu sig með 15,1 kg meðalfalli eða
sem næst eins mikið og öll lömbin á Hesti.
FiórJembingarnir voru gimbrar, sem vógu
að meðaltali 36.1 kg á fæti eða rúmlega
eins mikið og allar tvílembingsgimbrarnar
á Hesti vógu til jafnaðar. Ekki virtist það
* 4 lömb fæddust dauð (2 sexl., 1 fjórl. og 1 tvfl.).
*• 4 lömb vanin undir aðrar ær.