Freyr - 01.09.1956, Blaðsíða 9
FREYR
265
HAUKUR JÖRUNDARSON:
Innílutningur
nytjagróðurs
i.
Aðalþættir þeir, sem mestu ráða um,
hvaða jurtagróður getur þrifizt í landi
hverju, eru:
1. Tíðarfar og
2. Jarðvegur.
Til þess að gera sér glögga grein fyrir
því, hvort það muni hafa nokkurt hagnýtt
gildi að flytja inn til lands okkar nytja-
gróður eða ekki, þá verður að bera sam-
an tíðarfar heima og á þeim stöðum, sem
við hyggjumst flytja jurtir frá. Þegar það
hefur verið gert, þá er næst að bera sam-
an flórur staðarins og velja og hafna eftir
ástæðum. Með þessu móti fæst miklu meira
öryggi fyrir árangursríkum innflutningi. en
á það hefur mjög skort að svo væri, enda
mikið af þeim nytjajurtum, sem inn hafa
verið fluttar, komið frá löndum, með ólíkt
tíðarfar.
Tökum dæmi: Ef við flytjum inn snemm-
vaxna jurt frá heitara landi, þá fer því
fjarri, að öruggt sé, að hún geti þrifist hjá
okkur, þótt hún fái þar kannske vaxtar-
tíma, sem ætti að vega á móti minni hita.
Hitasumman ein er ekki nóg (margfeldi
meðalhita og vaxtardagafjölda), þótt hún
sé vísbending.
Sumar jurtir hreint og beint „krókna“ við
hitastig, þar sem aðrar þrífast ágætlega.
Líka verður að taka tillit til úrkomu-
magns og á hvaða tíma úrkoman fellur.
Lengd dags og nætur á meðan vöxtur fer
fram og ekki síður hvenær blómgun á sér
stað.
n.
íslenzkur jarðvegur, sem heild, er frjór
af steinefnum.
Basaltið, sem er algerlega ríkjandi berg-
tegund, er snautt af kísilsýru (SO2), sem
ekki er næringarefni fyrir jurtirnar, en
þeim mun meira er af öðrum efnum, sem
koma jurtunum að haldi.
Einkum eru mýrar okkar góðar og efni í
góða ræktunarmold. Það mun sjaldgæft, að
íslenzkar mýrar hafi minna að geyma en
50% þurrefni, þótt annars staðar (t. d. í
Noregi) hafi mýrarnar undir 10% þurrefni.
Þó vantar ýmsan j arðveg okkar oft annað
hvort kalí eða fosfórsýru eða bæði efnin.
Köfnunarefnisskorturinn gerir þó áþreif-
meiri en í A-flokks-ærnar, en 11,0 F.E.
meiri en í ærnar í hormónatilraununum á
sama tíma. Tafla III sýnir þyngdarbreyt-
ingar ánna frá 1. okt. til 14. des. og frá 14.
des. til 11. jan. og frjósemi þeirra vorið
1955.
Eins og tafla III ber með sér, urðu hlut-
fallslega færri ær tvílembdar í A-flokki en
B-flokki, í A-flokki 37,5% og í B-flokki
53,3%. Þessi mismunur virðist allmikill, en
er þó eigi raunhæfur, þegar lagt er stærð-
fræðilegt mat á gildi tilraunarinnar, en
nálgast það samt. Þessi tilraun bendir því
til þess, að ekki sé hagkvæmara að tína úr
ærnar og taka þær á eldi, eftir því sem
þær ganga á síðasta gangmáli fyrir fengi-
tíma, heldur en taka þær allar á eldi sam-
tímis. Við fyrri aðferðina sparast að vísu
nokkurt fóður, en hún kostar aukna vinnu.
Nauðsynlegt er að endurtaka þessa tilraun,
bæði vegna þess, að miklar sveiflur, sem eru
tilviljun háðar, geta haft áhrif á niður-
stöðurnar í tilraunum sem þessari, og einn-
ig er það grunsamlegt, að niðurstöðurnar
eru í ósamræmi við reynslu ýmissa bænda,
einkum í Suður-Þingeyjarsýslu, sem telja
sig hafa náð betri árangri með því að taka
hverja einstaka á á eldi nokkrum dögum
áður en á að halda henni, heldur en að
taka þær allar á eldi samtímis.
Framhald.